þriðjudagur, 30. desember 2008

GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR MÍNAR!!!


MEGI NÝJA ÁRIÐ FÆRA YKKUR

GLEÐI OG GLAUM......

YKKAR AÐ EILÍFU

INGA PINGA.

sunnudagur, 28. desember 2008

Jól og afmæli....

Halló at last!!!
Ég segi það satt ég ætlaði aldrei að nenna að byrja að blogga aftur. En vegna fjölda áskoranna þá druslaðist ég nú til þess núna. Það eru búnir að vera yndislegir síðustu dagar með gamla settið hér sem ég þjónaði á allan hátt eins og ég gat. Enda fóru þau héðan feit og fín í gærmorgun. Takk fyrir komuna elsku mamma og pabbi. Ég reyndi af öllum mætti að bæta ekki á mig grammi um jólahátíðina og tókst það bara vel. Ég fór í klukkutíma göngu alla dagana og er ég spræk sem sunnan gola sem kyssi kinn í þessu góða veðri dag eftir dag. Þó að einn daginn hafi ég rétt verið fokin fram af hömrunum í göngunni. Svo var nú friðurinn úti í gær þegar ég hélt upp á afmæli Hindarinnar minnar en hún varð 9 ára og er varla litla barnið mitt lengur nema í huga mínum. Það voru gelgjurnar saman komnar, já vinkonurnar allar með tilheyrandi flissi og töktum. En bara gaman. Hér fyrir neðan eru svo myndir af jólunum okkar og smá frá afmælinu. Það var ball í gær með sssól en við gömlu hjónin nenntum ekki!!!!! Er verið að grínast með það. ??? Það verður þá bara tekið á því á gamlaárskvöld í staðinn. Ég er mjög fegin að vera í þannig vinnu að ég er í fríi á milli jóla og nýárs. Það hentar ekki alveg þessa dagana að fara snemma að sofa ég er að lesa svo mikið skemmtilegt og nýt þessa að vaka langt fram á nótt þegar allir hinir eru farnir að sofa. Já ég er víst þessi b manneskja sem maður hefur heyrt talað um... Ég vil endilega stofna samtök fyrir okkur í þeim tilgangi að við fáum að vinna bara frá 11-5 og við getum þá vakað fram á nótt en vera samt útsofin:=). Nú er ég hætt í bili. Trommarinn vokir hér yfir mér og þarf nauðsynlega að komast í tölvuna til að spila world of warcraft.... Verð að leyfa honum það . Ég geri allt fyrir hann hann er svo stutt heima og fer svo til borgar ótta og myrkurs þann 2. Jan. En ég heyri í ykkur fyrr en varir. G'oða nótt fyrir þá sem ætla snemma að sofa en fyrir okkur hin þá segi ég eins og einhver sagði. Á meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka...


~~**~~


Aðfangadagskvöld með foreldrum og tengdaforeldrum....
pakkarnir bíða eftir að verða opnaðir....

Mjói minn svo myndarlegur ( í fjarlægð) hahaha....


ma & pa



Tengda og mjói minn....




ma & pa rosa spennt yfir pökkunum....


Sumir vaxa aldrei upp úr því að gretta sig framan í myndavélina


Hindin las á alla pakkana....

Já vei ég fékk Fíu Sól....(ásamt 6 öðrum bókum... litli bókaormurinn minn...)


Frúin í sínu fínasta pússi.....

~~**~~
Afmælisdagur Hindarinnar....

afmælistertan sem hún skreytti alein og sjálf....


Með stjörnuljósum og alles....


veitingar í stórum stíl.....


vinkonurnar að syngja afmælissönginn.....


nammi nammi namm.....


Kristján Ingi pínu feimin til að byrja með .....

mánudagur, 22. desember 2008

Jólakveðja....

Gleðileg jól.
Farsældir á ári komanda. Megi jólahátíðin verða ykkur ánægjuleg.
Kveðja. Inga



~~**~~



Jólatré í stofu stendur. Stjörnuna glampar á....

......Hiacintuskreyting húsfreyjunnar

Skreyting á stofuborði.....

Gjöf frá góðri vinkonu.....


~~**~~

sunnudagur, 21. desember 2008

komin í jólafrí...:=)

~~**~~

Góðann daginn!!
mmmm.... Ég er komin í jólafrí. Hvað það er indælt get ég varla lýst. Litlu jólin voru einmitt núna síðasta daginn og var mikið um dýrðir í skólanum. 5. bekkur sýndi helgileik og svo var dansað í kringum jólatré og svo fór hver bekkur í sína stofu og borðaði nammi og smákökur og hlustaði á jólasögu. Einnig voru tekið upp jólakortin og lesin og síðast en ekki síst þá knúsuðust allir gleðileg jól með þökk fyrir góða og skemmtilega önn. Annars var helgin góð á heimilinu ég fór varla út úr dyrunum en í staðinn bakaði ég 3 smákökusortir og lagtertur hvíta og brúna. Jú ég er að reyna að vera extra myndaleg fyrir hana mömmu mína sem kemur ásamt gamla manninum í dag og ætla að eyða jólunum með okkur. Það verður gott og gaman. Ég þarf einmitt að fara að haska mér til að klára að þrífa áður en þau koma. Ég nefnilega heyrði í mömmu í gærkvöldi og hún sagði : vertu nú ekkert að þrífa áður en við komum ég skal bara gera það þegar ég kem.... Þetta er svo líkt henni móður minni :=) En nei ég geri þetta sjálf og hún SKAL læra að slappa einhverntímann af og hana nú.
Nú er ég farin í bili og bið að heilsa. Kv INGA og undirbúningurinn.


~~**~~



Langar að tileinka þessa mynd tveimur heiðurskonum sem létust í vikunni. En það voru Guðrún mamma hennar Lilju vinkonu okkar. og Hún Begga mamma Heimis vinar okkar. Megi englar gefa ykkur styrk til að takast á við' sorgina kæru vinir.

Á jólaballinu á litlujólunum....


Margrét og Hind í 4 S.J

~~**~~


Hind við jólatréð...


Ég og Elfar Franz í 4.K.M.



Ég og Elfar Man.U aðdáendur...



Krakkarnir í 4.K.M...Mínum bekk


svo stillt og prúð...

eða upptekin af nammiátinu kannska frekar....:=)


Yfirvaldið Kolbrún Matt....

Sonur hennar litli hann Bogi MAtt fékk að koma með á litlu jólin. Hann er algjör prakkari...


Þeir félagarnir Frans, Bogi og Jón Þór....
~~**~~

fimmtudagur, 18. desember 2008

Jólin hennar Siggu fræ í Hveró....

Halló allir saman...
Þá er nú komið að því að sýna flotasta jólahúsið hérna megin alpafjalla. Og er það hjá henni frænku minni í Hveragerði. Ég kom við þar á leið minni til Vestmannaeyja á þriðjudaginn og auðvitað var tekið á móti mér eins og sjálfur kóngurinn væri að koma. Með heimalöguðu konfekti og smákökum og jú frekar þunnu kaffi sem hennar er reyndar ekki von og vísa en við slöfruðum því í okkur samt sem áður... :=) ( mátti til að koma þessu að)
Það er svo gaman og kósý að koma við hjá henni frænku minni og spjalla um alla heima og geima og fá hnittin tilsvör líka frá Vestmannaeyingnum manninum hennar honum Hilmari. Ég læt myndirnar tala sínu máli og óska ykkur öllum góðrar helgar og ósk um ánægjulegra daga fram að jólum. Bless INGA jólabarn.


~~**~~

Sigga að taka til konfektið...
Sandra kom auðvitað að hitta mig en þurfti samt að kveðja sinn heittelskaða fyrst í símanum nýtrúlofuð og sæt...

mmmm... sörur og konfekt......


dásamlegt bollastell svo eldgamalt og fallegt....


uppi í sjónvarpsherb....

þar sem kennir ýmissa gamalla grasa....



úr eldhúsinu....


úr stofunni....

Æðislegur jolli....


Hangandi englar í eldhúsi....


sætir og samvaxnir á ýmsum stöðum....


búklausir eða ekki ... bara flottir...


Minnir að þessi heiti jólasveinaenglaafi....


sofandi jólasveinamáni.....


flottur aðventukrans....


ætli honum sé kalt greyinu sitjandi þarna á ofninum og bráðni kannski


Með jólasteikina í fanginu....

Prúðbúin í poka....



fleirum kalt en snjókallinum....



inni í stofu....

Ættarborðið ógurlega..:=)



Þessi er á stærð við við mig og tekur á móti gestum og gangandi í holinu....



í holinu er Sia horn.....


Eiginkona snjókarlsins og sveinki með jólasteikina...

Snjókallar í ýmsum útgáfum....

Þarna líka hver ofan á öðrum...

Eldhúsiðborðið skreytt með stórum kanilstöngum og fleira flottu....
~~**~~
Og þetta hefur hún frænka mín föndrað allt saman alein og sjálf:=)