Óskum öllum gleði og friðar á nýju ári. Kær kveðja INGA, GÍSLI, VÍÐIR OG VIGDÍS HIND
áramótaljós látið loga í nótt til minningar um alla sem ég sakna....
Hér fara um allar mínar hugsanir, allar mínar pælingar, í verki og í anda. Vonandi get ég uppfyllt eitthvað hjá einhverjum og komið einmanna sál til að brosa.
mánudagur, 31. desember 2007
laugardagur, 29. desember 2007
djamm og aftur djamm....
þá styttist nú í bombu og skemmtanadaginn mikla. Ekkert er ákveðið hvort hjónin ætli í sollinn út á lífið en hugsanlegt þó. dagarnir frá jólum eru búinir að vera góðir fór t.d í 2 afmæli í gær en bæði Annika vinkona og Nanna vinkona eiga afmæli þann 28. des. á því miður enga djammmynd af Anniku en þó nokkrar af Nönnu og fleirum sem ég er búin að djamma með í gegnum árin ég ætla að sýna ykkur brot og vona að þið hafið gaman af....
Til hamingju allir sem eru duglegir að gefa lífinu lit... INGA
vinkonurnar á þorrablóti....svo sætar.
Til hamingju allir sem eru duglegir að gefa lífinu lit... INGA
vinkonurnar á þorrablóti....svo sætar.
fimmtudagur, 27. desember 2007
Skemmtilegur afmælisdagur.
Afmæli Hindar var haldið í dag . Og erins og alltaf kom mikið af vinum og ættingjum. Að sjálfsögðu var fullt af pökkum og hvaðeina en hún var ánægðust með allar miljónirnar sem hún fékk :) að hennar sögn. Þá er þessu pakkaflóði lokið þetta árið og hægt að fara að snúa sér að öðru. Þær voru hérana eftir til kl. 10 í kvöld 3 saman og léku sér heima hjá G'isla en ég fór í höllina á tónleika þar sem fjöldi hljómsveita og söngvara kom saman og var verið að minnast drukknaðra sjómanna. Víðir og strákarnir í Foreign monkeys spiluðu fyrstir og voru mjög góðir og gaman a hlusta á þá. Á eftir komu svo fleiri hljómsveitir með sín lög og var þetta í alla staði vel að verki staðið. Þegar ég kom heim var engin heima en þá höfðu þær.Vigdís Hind og Margrét ákveðið að sofa saman heima hjá Margréti.Svo við gömlu hjónin vorum ein í kotinu að glápa´á sjónvarpið . Það var fínt að liggja bara í leti eftir erfiðan en ánægjulegan dag.Til hamingju með daginn dúllan hennar mömmu sinnar og góða nótt. INGA
allt að verða ready......
allt að verða ready......
Hey you out there!!...
Hey you all over the world!!
Its nice to see you visiting my web-site. It would be nicer if you would comment as well. Just to let me know where you are from and why you are visiting my web-site. Have a lovely day Bye. INGA
Its nice to see you visiting my web-site. It would be nicer if you would comment as well. Just to let me know where you are from and why you are visiting my web-site. Have a lovely day Bye. INGA
miðvikudagur, 26. desember 2007
Bakstur og át...og fullt af ömmulum... :)
Hún á afmæli í dag... hún á afmæli ídag....Til hamingju Gúa mín með að hafa lifað í 40 ár það er helv... hellingur og rétt hálfnuð ævin. Djö.... verður gaman hjá okkur næstu 40 árin. Þá kannski fer að halla undan fæti. Það er allt í lagi þetta er allt orðið svo fullkomið að ´þá getum við bara setið kyrrar með rauðvín í æð, þvagpoka og sjálfvirkann skeinara . ég hlakka til....:)Í dag var glatt á hjalla hjá okkur við vorum með mini jólaboð fyrir eina ameríska fjölskyldu sem á heima hérna en það er Renaldo og Emily. Hann er markmannsþjálfari hér. Þau eiga fjögur börn það yngsta 1 árs ,Sofie. Næsta 4 ára hann Aiden. Svo er það Jonah hann er 6 ára og svo er madelain og hún er jafngömul Hind eða 8 ára. En það er einmitt Hindin okkar sem á svo afmæli á morgun og verður hún 8 ára það er allskonar tilstand og eiga að vera pizzur í þetta skipti. (í fyrra var pulsupartý) Það er búið að baka einhver reiðarinnar býsn og svo verður svona hálfgerð fermingarveisla. Öll familían kemur og gæðir sér á kræsingum og vinkonurnar koma líka með börnunum sínum...Ef ég man eftir að taka myndir á morgun þá verða þær birtar hér þá. Veit ekki alveg hvað er að mér þessa dagana er eiginlega alveg úti á þekju og man ekki eftir þessari myndavél þegar mikið er að gerast eins og í dag....Við vorum svo með hamborgara hrygg í kvöld og ég borðaði svolítið of mikið. ég var búin ða gleyma hvað hann er góður. En ég stekk bara á brettið á eftir og fer svo í sund á morgun. That should do it. Jæja ég ætla að fara að koma mér að verki þarf að vakna snemma í fyrra málið. ég læt í mér heyra annað kvöld... till then koss og knús. INGA
skál fyrir þér Gúan mín....40 something are´nt you???
þriðjudagur, 25. desember 2007
fjallgarðar af gjöfum og mat...
Jæja þá er stærsti dagur í hugum margra liðin. Hjá okkur var hann bæði gjafmildur og góður. pakkaflóðið var þannig að sumum þótti nóg um. Þakklæti skein úr hverju auga og gaman var að sjá heimasætuna hvað hún var ánægð með allt og unglingurinn orðin svo þroskaður að hann einnig var ánægður með allt. Plott var í gangi hjá sumum fjölskyldumeðlimum að kaupa handa fjölskyldunni, frá hinum ýmsu jólasveinum eins og þessa gríðarlegu bílabraut við lítin fögnuð húsmóðurinar. Þegar hún var sett saman þá náði hún yfir meirihlutn af sjónvarpsholinu...Maturinn var stórkostlega góður en við vorum með Kengúrufillét með öllu tilheyrandi og jólakaffibúðinginn góða í eftirrétt.
Í kvöld er förinni heitið í matarboð hjá tengdó í gamaldags hrygg með öllu tilheyrandi mmmm... ég hlakka til. Ákváðum að hafa ekkert hangikjöt þessi jól. Það fer ekki vel í marga og tala ég þá fyrir mig sérstaklega svo eg kýs hrygginn framyfir hangið ket. Jæja það er endalaust verið að kalla á mig að taka einn hring í bílabrautinni. Verður maður ekki að sýna lit og prófa Heyrumst á morgun hafið það sem rólegast í dag og á morgun . INGA
bjúgnakrækir (Víðir) og ketkrókur ( G'isli) keyptu "stóra!!" bílabraut handa fjölskyldunni... :O( frúin gat bara ekki samglaðst en hún reyndi....
litlu börnin leika sér...
fékk þessa stórkostlegu mynd frá bestustu Önnu Liljunni minni. (Anna mín ég kann ekki að taka þessu ég veit ekkert hvernig mér á að líða með þetta )
flott vinegar flaska og gamaldags klukka kenmur sér vel í eldhúsinu... tala nú ekki um þegar nýja eldhúsið kemur....
þessa stóru og þungu stjaka fengu hjónin saman...
frúin fékk fallegan glerbakka og þennan fallega jólastjaka...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)