sunnudagur, 8. apríl 2012

Páskar og sitthvað fleira!

Þessi bíða eftir að vera borðuð sem desert í kvöld...;)




~~**~~
Já góðan daginn og gleðilega páska öllsömul. Hér hef ég ekki komið inn í dágóðan tíma og ætla því að bæta úr því hér og nú. Margt og mikið hefur á dagana drifið en allt af hinu góða. Skruppum til Rvk við mæðgurnar um daginn, ég í smá læknastússi nema hvað. Og Hindin á leið sinni austur á land þar sem hún eyðir páskunum með ömmu sinni og afa. Mikið er nú gott að vera í páskafríi hef engu nennt sem kannski er ekki af hinum góða en ég tek mér taki eftir páska. Það má vera latur á þessari helgi. Við mæðgur sjoppuðum smá í stórborginni og það eru myndir af því hér fyrir neðan nema fötin sem Hindin keypti sér þau fór hún með með sér á austurlandið. Hún er klárlega með kaupæðargenin frá móður sinni en ég læt henni þau eftir með glöðu geði þar sem ég held ég sé eitthvað að slappast í þessu. ÞAð er nú heldur ekki endalaust hægt að vera að þessu og ekki eins og þessi handónýta króna er..:( Hér er páskadagur þegar þetta er ritað og mallar hamborgarahryggurinn yfir hægum eldi í maltlegi og verður ekekrt til sparað af meðlætinu og hlakka bara til að borða í kvellarann. Ætti satt að segja að fara í göngu fyrir eða eftir kvöldmat svo ég fái hreinlega ekki hjartaáfall úr hreyfingarleysi. Já skil ekki alveg þetta sinnuleysi í hreyfingunni þar sem ég er á sterkum 10 daga sterakúr núna og svitna til dauðs aðra hverja mínútu og sef ekki nema klukkutíma og klukkutíma í senn... en það eru bara 4 dagar eftir svo það verður gott að losna við þann fjanda úr boddíinu. Finn hvernig ég bólgna öll í andlitinu við þetta og það er ekkert spes!!! En jæja nóg um þetta ég vona að páskahátíðin fari vel með ykkur öll og étið sem mest með glöðu geði og takið bara á því eftir helgi!!! Luv ya

Ingibjörg steratröll.



~~**~~



Keypti mér þennan silfurbakka..



Og kertin...

Og þessa litlu sætu...??? og setti litla sæta rós í hana!



Pínku rómó er það ekki???

~~**~~


Hindin keypti sér þessa kúluðu mynd..og púðana


fyrir átti hún rúmteppið og lampa í stíl sem ekki sést!



ÞAð er nú ekki alltaf svona fínt skrifborðið hennar. ÞEnnan sæta spegil fékk hún í jólagjöf frá Sjonna og Sollu í fyrra en hann var gylltur í upphafi og hefur nú fengið svartan lit í stíl við herb.



Listaverkin hennar setja svip á annars svart þemað...Hún er nokkuð lunkin stelpan að mála og teikna!


~~**~~

2 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hei beste Inga.
Så mange vakre bilder du viser igjen....
Håper påsken har värt fin hos dere.
Ser jag rätt om jag säger att du varit i Reykjavik?

Hoppas att allt är bra där.

Har besök från Sverige i påsk. Makens exfru med en av döttrarna. Min bästa väninna.

Ha en fin måndagskväll nu.
Kramen Synnöve.

Nafnlaus sagði...

Alltaf sömu flottheitin hjá þér mín kæra. Mig var búið að hlakka svo til að fá þig í heimsókn, sína þér nýju hvítu sætu skápana mína, en það bíður bara betri tíma ;)
Páskaknús til ykkar, Sigga Fræ í Hveró :)