föstudagur, 27. apríl 2012

Sumarið er tíminn!!

Heil og sæl. Það er að koma sumar, mikið er það nú gott. Farin að lyftast á manni brúnin og maður farin að láta sér detta í hug að fara í garðinn og reyna að tæta þar eitthvað og trylla..5 vikur í sumarfríið mitt mikið skelfing hlakkar mig til að fara í frí. Ætla að dingla mér hér í eyjunum fram að byrjun júlí en þá liggur leiðin austur á bógin í minn ástkæra Seyðisfjörð þar sem verður staldrað við í um 2 vikur. jább í styttri kandinum í þetta skiptið. Varð hugsað um sumarblóm um daginn svoleiðis að ég ætla í þetta skiptið að fá að njóta þeirra því í fyrra þegar ég var svona lengi fyrir austan þá voru þau bara dauð þegar ég kom til baka því ekki var karlpeningurinn á heimilinu að hafa fyrir því að gá hvort þau vantaði vatn..:/ Ég er ekekrt fyrir lifandi blóm innandyra nema afskorin þau finnst mér alltaf jafn falleg.. Kaupi mér einstöku sinnum vönd af einhverju fallegu en sjaldnar núna þegar maður þarf orðið að selja úr sér nýra til að getað gert nokkurn skapaðan hlut. En ég er alveg hrifin af gerviblómum líka reyndar ekki þeim sem bera einhver blóm nema kannski hvít þá. Ég er með nokkuð að þeim hér inni og það er svo hentugt að geta frekar þurrkað af þeim stöku sinnum heldur en að vökva þau reglulega  og koma svo kannski heim úr fríi og allt liðið dautt hangandi út úr pottunum. Þetta er sumarkveðjan mín til ykkar bara svona af því ég hafði ekkert annað að segja.  Ég óska ykkur góðrar helgar. Bless bless Ingibjörg blómabarn..


~~**~~


Sum eru læst inni í búrum!!

sum láta sér leiðast í járndósum..

og önnur hangandi fram af hillum!!

og enn önnur ofan í glervösum..


                                                             þau eru hangandi um allt hjá mér

                                                              já og ekta svona með í bland..                                                                              ~~**~~

3 ummæli:

jona sagði...

hahhaa, fífl and I love it!
...:)))

Nafnlaus sagði...

Flott, flottara, flottast :)))))
Knús úr Hveró

Helga sagði...

Gleðilegt sumar Inga mín, sjáumst kannski í firðinum fallegasta í sumar :) kveðja Helga