Gott kvöld.
Já ferðalagið já ,það byrjaði eins og alltaf í Herjólfi ,þar sváfum við eins og englar í 3 tíma áður en haldið var af stað á vit ævintýrana á austfjörðum. Veðrið var í lagi en ekkert meira en það. Við vonuðumst eftir að þegar komið var að Hvolsvelli að kannski sæist eitthvað pínulítið eldgos en það var ekki!!! En þegar við vorum komin aðeins lengra mátti greina gufubólstra sem við vildum kalla eldgos og undum glöð við það..:O) Við keyrðum síðan í ágætis veðri allt austur á land en þegar við komum út úr Fáskrúðsfjarðargöngunum var eins og við værum komin aftur í ísöld eða farið í gegnum tímavél... Þar snjóaði hundum og köttum og fljúgandi hálka var, þannig að við hentumst út af veginum og út í skafl á Fagradalnum!!! það var flugferð sem mig langar ekkert í aftur en allt fór þó vel að lokum. Við biðum róleg eftir björgunarsveitinni á Eskifirði sem kom og dró okkur aftur upp á veg. Með það héldum við áfram sem leið lá í Egilsstaði og þegar við komum á fjarðarheiði var ekki hundi út sigandi fyrir skafrenningi og roki og snjókomu!!!Við sluppum þó í gegn en rétt svo!..
Við áttum dásamlega daga í faðmi fjölskyldunnar minnar og ekkert er betra en að vera á hótel mömmu sem allt vildi fyrir okkur gera í bæði mat og öðru. Fermingin fór vel fram og var skemmtilegur dagur þar sem fermingarbarnið átti daginn skuldlausan svo ánægð var hún með daginn. En ég sýni ykkur myndir úr fermingunni í næstu færslu.. Núna verða bara landslags og veðurmyndir... ekkert skemmtilegt! Í bakaleiðinni rétt sluppum við yfir fjarðarheiði eina ferðina enn, en þar var allt orðið ófært um tveimur tímum eftir að við lögðum af stað. Við vorum síðan með sýnishorn af allra veðra víti þangað til við komum á Fjólufötu 21 í Vestmannaeyjum! Jú ég grínast ekki. Það var snjóbylur,sandbylur, sól, rigning,haglél og just name it. Og svo til að toppa það voru norðaustan 26 metrar með skipinu... En það var bara þægilegt og aftur sváfu allir eins og englar í skipinu enda allir þreyttir eftir langt og strangt ferðalag. Í næsta bloggi fáðið þið tertumyndir og fermingarmyndir. En hér læt ég staðar numið og býð góða nótt!!
Ingibjörg ferðafrömuður!!
~~**~~
þetta líka!!
Jökulsárlón . Það er skylda að taka myndir þar!!..:O)
4 ummæli:
Så godt at du kommet hjem igen.
Håper det var en fin påske.
Flotte bilder du viser igjen.
Her er snöen nesten borte helt. Inte i skogen dock. Der er det mye igjen.
Tåken ligger tjukk utanfor vinduet mitt idag og eg mår ikke så bra.
Har ett kne som er vondt efter en tur ut i går.
Så eg trur eg går opp og legg meg igjen.
Klems Synnöve.
flottar myndir af ferðalaginu :)
smúts
Flott, flott,hlakka til að sjá tertumyndir. Knús úr Hveró
mmm....Ísland er land mitt!
Svo fagurt.
Takk!
Skrifa ummæli