fimmtudagur, 25. mars 2010

Lagt upp í langferð!!!

Gott kvöld...
Það má segja að nú sé ég þreyttari en allt sem þreytt getur orðið!!! En það er allt í lagi þetta er svo góð þreyta. Ég er sem sagt ekki búin að stoppa og varla sest niður síðan kl 07:00 í morgun og núna er kl22:38. Dagurinn byrjaði eins og venjulega á að reyna að koma heimasætunni á fætur. Í þetta skipti var það með auðveldara móti. Jú af því að það er verið að leggja í langferð í fyrramálið og hún rosa spennt og þar að auki var hún að keppa á Vestmanneyjamóti í sundi og stóð sig svona ljómandi vel!!! Varð í fyrsta sæti í bringusundi, 1. sæti í skriðsundi og 2. sæti í 200.metra fjórsundi.. Svo stolt er ég af duglegu stelpunni minni!!! Já á austurlandið skal bruna á morgun eftir að hafa vonandi náð að sofa alla leiðina í Herra Herjólfi. Góð spá svo að það ætti að ganga. Ferming yngstu systurdóttur minnar verður haldin næstkomandi fimmtudag og verður nóg að gera hjá mér þar sem systir mín er handlama . En það er bara skemmtilegra fyrir mig þá get ég haft þetta allt eins og ég vil...:O) Búið er að fylla bílinn upp í rjáfur af töskum ,tertum, gjöfum og humri. Já ég ætla að taka humar með mér og hafa humarsúpu handa stórfjölskyldunni einhverndaginn og baka jafnvel brauð með...mmm.
Jæja það þýðir ekkert að sitja hér endalaust og röfla .. Áfram með smjörið og klára þetta , drífa sig svo í bað og upp í bæli. Ég óska ykkur gleðilegra páska og vonandi verður eins gaman hjá ykkur öllum eins og það verður hjá mér. Það er alltaf svo gaman hjá mér . Ég er svo glöð með hvað heilsan mín er orðin góð og finnst ég fær í allan sjó!!!
till next. Ingibjörg ofurkona..:O) ( allavega þessa dagana)
Fjóla Lind Heiðdal fermingarstúlka 1 árs og 13 ára!!



sætumús...
ofurgellzzz........
Seyðisfjörðurinn minn svo fallegur!!!

Gufufoss...


fallega bláa kirkjan þar sem fermingin fer fram!!!



séð niður í seyðandi fjörðinn...


ó mæ god hvað þetta er fallegt...


múlafoss...

6 ummæli:

Gusta sagði...

Til hamingju með Hindina þína ég vissi ekki að hún æfði sund það er hið besta mál góða ferð austur mín kæra þau eru heppin að hafa þig að þarna fyrir austan knús og kossar til Seyðisfjarðar frá Guðsteinu

Nafnlaus sagði...

Hindin dugleg einsog Pabbinn, Helga Togga sagði mér að fossinn héti Göfufoss
Kv. BG

Sigga sagði...

Glæsilegt hjá Hindinni minni, til hamingju með árangurinn.
Það lítur óneitanlega betur út að þú hjálpir mér af því að ég er handlama, þannig að þetta er opinber skýring héðan í frá :)
Hlakka óendanlega mikið til að hitta ykkur í kvellarann.
Until then, knús :*

Synnøve. sagði...

Ja du har väl åkt iväg till familjen nu för att fira påsk tänker jag.
Gotta er nu när ni samlas igen.

Härligt vackra bilder igen.
Jag MÅSTE åka till Island.
Måste....

Ses vi inte här innan påsk får du ha en god påske min vän.
kramen Synnöve.

Goa sagði...

Så vackert! Allting alltaf! Vil líka..!

Til hamingju med duglegu stelpuna thina! Kysstana frá mér.::)

Ást...

Gusta sagði...

er ritstífla hjá þér sæta saknaðar kveðjur úr Firðinum fagra nr 2