þriðjudagur, 22. desember 2009

GLEÐILEG JÓL!!!

~~**~~

~~**~~
Gott kvöld.

Þá er ég nú komin heim aftur eftir vikudvöl í Reykjavíkinni. Þvílíkur kleppur og er ég mjög fegin að hafa lítið þurft með búðirnar að gera. Allt gekk vel og er ég saumuð má segja uppúr og niður úr..:O) Allir ánægðir með hvernig tiltókst og er það nú aldeilis ánægjulegt. Ég hef það svo bara sem náðugast og get lítið gert. Það verða skítug jól þessi jólin og "so what "eins og einhver sagði. Þau verða alveg jafn ánægjuleg og alltaf áður. Nú hugsið þið... Bíddu bíddu á manneskjan ekki kall sem getur þrifið?? jú ég á það og hann er búin að vera voooða duglegur . En það er líka brjálað að gera í vinnunni hans fyrir jólin. Ég hef svosem ekkert merkilegt að segja ykkur nema að það eru að koma jól!!!! Það er minn árstími og nýt ég í botn þess tíma sama hvernig er komið fyrir mér. Ekkert getur skemmt fyrir mér ánægjuna...

Ég óska ykkur öllum gleði og friðar yfir hátíðina, Verið góð hvort við annað, farið vel með ykkur . Þetta er eina lífið sem við eigum og njótum þess á meðan kostur er.

Þess óskar Ingan ykkar allra...




~~**~~


Hindin mín skreytti og skreytti...

Aðventustjakinn sem pabbi minn smíðaði snöggvast og sendi mér...


Svo duglegur og sætur hann pabbi minn alltaf.




Flottasti Friðrikinn í öllum heiminum


Rassgata rófumús...


Ég gisti alltaf hjá þessum flotta púka þegar ég er í Reykjó og Takk fyrir það brósi og mása...
Hjá Siggu fræ í HVERÓ

Svo á heimleið úr borginni er lífsins nauðsynlegt að koma við hjá flottustu hjónum í heimi!!!



Alveg sama hvernig stendur á þá eru þetta móttökurnar!!!


Svo er maður leystur út með gjöfum líka. Þetta fékk ég núna og er svo yfir mig hrifin en þetta bjó frænka mín til úr gömlum dúkum frá ömmu Siggu.
Það er ekki hægt að þykja vænna um nokkurn hlut en þennan. Takk fræið mitt.



Einstaklega fallegt eldhúsborðið hennar á jólunum... sem og öðrum tímum..


Hýjashintur í rólegheitunum hjá okkur í eldhúsinu...


Ættaróðalið vil ég að þetta heiti!!!..:O)



Flottustu jollar sem taka á móti manni í forstofunni hjá þeim hjónum.


Æ hann látinn hanga á hurð í forstofunni greyið að drepast úr kulda...



Við frænkurnar á góðri stund...



alltaf svo gaman hjá okkur þó mig minni að þessi sé uppstillt. hahahaha það er líka gaman..

~~**~~


5 ummæli:

Gusta sagði...

gleðileg jól elsku Inga sæta með síðahárið takk fyrir að gleðja augun með fallegum myndum og hjartað mitt með skemmtilegum skrifum farðu nú vel með þig og þína knús og kossar Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Gott að hitta þig aftur hér besta frænka!!!Ferlega flottur aðventustjakinn frá pápa þínum, og jólatréið frábært, Hindini hefur tekist vel upp þarna,Takk Inga mín fyrir fallegar myndir bæði hjá þér og mér Knús knús Fræið í Hveró

syrrý sagði...

Farðu vel með þig kona og njóttu jólanna. Og það er ekkert nauðsynlegt að þrífa fyrir jólin, maður gerir það á vorin, þegar maður sér helv... draslið fyrir myrkri. Fengir örugglega taugaáfall ef þú sæir húsið mitt núna. Góðar jólakveðjur í hús + knús.

Synnøve. sagði...

Godmorgon Inga.
Ser du är hemma från Reykjavik nu.
Hoppas det var en skön vecka med sonen.
Tack så väldigt mycket för det fina julkortet och paketet.
Det kom fram i går.
Har ännu inte öppnat packetet.
Det ligger under granen tillsammans med de andra paketen som redan är klara.

Tänk vilken tur jag har som har en väninna på sagoön.
Gla i deg.
Önskar dig och familjen en alldeles fabelaktig jul nu.
Men massor av snadder och annat gott ätbart. En skön tid hemma med familjen, fast sonen är i Reykjavik.
Ta vara på er där ute i Atlanten.
Juleklems från nabolandet.
Synnöve och Jimmy.

Sigga sagði...

Æi dásamlegar myndir, bæði frá þér og fræinu :)
Nú fer ég að fá frændann flotta, gaman, gaman :)

knús í hús :* sys