fimmtudagur, 26. nóvember 2009

Á flottustu börn í heimi!!!

~~**~~
Sæta og fína vinstrihandarskreytingin mín!!


~~**~~
Já Halló!!

Þá er nú fröken flensa á undanhaldi hér á þessu heimili. Dóttirin öll að koma til þó hún heyri ekki vel eftir alla þessa eyrnabólgu og sprungna hljóðhimnu. En það hlýtur að lagast. Hún er nú búin að vera hitalaus í gær og í dag svo við ætlum að drífa okkur í skólann á morgun. Þar er brjálað að gera og hafa prófin hlaðist upp vegna veikindana. Trommarinn búin að vera hér í alsnæktum alla vikuna og hjálpaði okkur að baka í dag hann sá um allan skurð og sax, Hindin um mælingar á efnum og hrærivélina og bjó til kúlur og toppa.þ Ég sá svo um að koma þessu í og úr ofninum. Flott samvinna þarna að verki!!

Svo var málað á piparkökur. Það finnst okkur alltaf jafn gaman en að þessu sinni vorum við með túpur og voru kökurnar voða flottar og vel skreyttar.

Ég tók mig til í gær og bjó mér til kertaskreytingu. Langaði svoooo mikið að athuga hvort ég gæti ekki alveg gert það með annari hendi. Og þó ég segi sjálf frá þá fannst mér hún takast ljómandi vel. Ég er allavega ánægð með vinstrihandar jólakertaskreytinguna mína!!!

í kvöld ætlum við að skjótast til ömmu og afa á Dverghamrinum og hnýsast í pokana þeirra en þau voru að koma frá Ameríku áðan. Það er mikill spenningur hjá Hindinni. Þetta hefur venjulegast verið fyrir henni eins og litlu jólin þar sem þau fara alltaf á þessum tíma og kaupa alltaf jólagjafirnar þar. Og já yfirleytt miklu meira en það!!! Mjói minn skrapp til Rvk í morgun og kemur aftur á morgun. Ég sendi hann náttlega í leiðangur í Íkea, Rúmfó og sitthvað fleira . Hann var ekki ánægður. En eins og ég segi alltaf : maður á að nýta ferðina til hins ýtrasta...:O)

Ég óska ykkur góðrar helgar og þið þarna fyrir austan passið ykkur á snjónum hann er stórhættulegur... Í miklu magni allavega.

Ingibjörg og erillinn!!




~~**~~




lakkrístoppar,kókostoppar og súkkulaðibitakökur

Bara að ég gæti nælt mér í eina...Voff


vaska upp hrærivélaskálina fyrir næstu sort!!


kókostoppar í bígerð!!!


nýjasti kokkafatnaðurinn... svona tropical tíska!!!


flottir sveinkar og sveinkur!!!


Jólatré í massavís!!!

hmmmm eitthvað hugsi!!!

aldrei skilið hvað piparkökusvín eru jólaleg... nema kannski þessi jól á svínaflensutímum!!!



Eitthvað orðin þreytt á þessu!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ææææ!!! jólin,jólin,jólin mmmmm ég hlakka til.Það hefði verið gaman ef Gísli hefði verið með(ef það hefur verið svona heitt í eldhúsinu)nei, ég segi nú bara svona!!!!!
XOXOXOXO úr Hveró

Gusta sagði...

svona líka flottar kökur hjá ykkur og vinstri skreytinginn er æði allt hægt ef viljinn er fyrir hendi Knús á ykkur kveðja Guðsteina

Synnøve. sagði...

Så du hann före mig igen...
Trots att du bara har en hand!

Ser gott ut med goda kakor. Vilka fina pepparkakor du och barnen gjort. Får nog ta tag i det där med julbaket idag...

Synd att sonen inte blir hemma i jul. Men han är väl inte ensam i Reykjavik i julen hoppas jag.

Ha nu en flotters dag, njut helgen och ha en härlig första advent.
Kram till min vän på sagoön.
Synne.

Sigga sagði...

Það er svo gaman að gera svona hluti saman. Smakkast enn betur þegar maður á part í verkinu.
Vinstra skrautið tókst bara vel :)´
Knús sys :*