~~**~~
~~**~~
Góðan dag!!!
Fallegur dagur á eyjunni fögru í suðri. Sunnudagur heitir hann og sólin skín og kalt í veðri.Er búin að reyna að gera svolítið jólalegt hér heima í dag og gengur Það svona upp og ofan. En allt kemur þetta nú með kalda vatninu og bara svona í rólegheitunum. Hindin mín litla er lasin og búin að vera það síðan á fimmtudaginn , með hita hálsbólgu,kvef og eyrnabólgu..:O/ ekki gaman að vera hún núna. Margar andvökunætur og grátur...
Ekki veit ég nú hvort þetta er svínið að stríða henni en ég held nú ekki. Hef ekki heyrt að þar sé eyrnabólga með í för. Ég fékk nýtt gifs á föstudaginn og var það töluverður léttir þar sem ég er búin að endurheimta fingurna mína þá vísifingur og löngutöng. Þeir eru svolítið stirðir eftir prýsundina en það kemur hægt og bítandi. Verð passlega laus við gifsið þegar næsta aðgerð skellur á. En já gott fólk þann 16. des ætla ég að láta flá af mér allt lauslegt skinn af maga, baki og upphandleggjum...:O)´jú alveg satt svo það verður voðalega lítið að frétta héðan þessi jól. Verða bara öðruvísi náttúrulega og það verður bara tekið þannig á því í þetta skipti. Það verður gott að losna við þessa aukahúð sem flækist fyrir mér eins og vel krumpaður kjóll um 2 nr of stór í þokkabót. Trommarinn minn er að koma í kvöld til mömmu sín. Hann er í nokkra daga fríi og ætlar að vera hér og hjálpa mömmunni sinni... eða ég vil fá að halda það!!!:O)
Hann verður ekkert heima um jólin . Verður að vinna öll jólin á Dönsku kránni að gefa þeim að borða sem engin hús eiga í að vernda. s.s buissnismönnum sem ekki komast heim til sín um jólin,túristum og já eins ömurlegt og það er þá er nóg af fólki sem á engan að sem fer eitt út að borða á aðfangadagskvöld..:=(... En ég er meira miður mín yfir þessum en hann svo að ég verð bara að brosa í gegn um tárin. En hér fyrir neðan eru nokkrar jólalegar myndir sem ég tók áðan og vona að þær gleðji ykkur . 'Eg bið að heilsa að sinni og við heyrumst vonandi fljótlega.
Kv Ingibjörg eljusama!!!
~~**~~
Grýlukerti lafandi niður úr sætum greinum..( þaðe r samt ekkert kalt hér inni)
Aðventukransinn minn þetta árið!!!
7 ummæli:
HJÆLP!
Hjelp meg finne tilbake til den fallende snøn du har hos deg. Hvor fann du den?
Joda alt er under kontroll her.
Har besøk av ei vennine fra Sykkylven der vi budde før.
Sender deg en masse klemmer, min venn på sagoøya.
Synne.
Rosalega kósí hjá þér. Maður getur nú ýmislegt með annari. gangi þér vel 16. des. Hvar er danska kráin??
Syrrý Danska kráin er þar sem Ari í Ögri var í bankastrætinu aðeins upp í götunni þar...Og takk fyrir kveðjuna.
Synne !! Jag har glömt när snöen er men pröva at goggle snow effect..!!!Kram INGA
Flott flott!!!!! Knús úr Hveró!!!
fallegt og gangi þér vel þann 16. verður án efa krefjandi bati en æði þegar hann er í höfn;)og mundu að láta stjana við þig!
Alltaf svo fínt hjá þér syssin mín :)
Æ hvað er gott að lesa bloggið þitt. Gangi þér vel 16. des. mín kæra.
kv. Ólöf
Skrifa ummæli