þriðjudagur, 29. september 2009

Tónleikar Coldplay... 1. Kafli

Allt búið og ég komin heim... En djö var gaman...Tónleikarnir æði... Oxfordstreet æði og Brigthon æði... Börnin mín höfðu svo gaman að því að koma þangað. Dásamlegt veður allan tímann en best var það í Brigthon.. Sól og 24 stiga hiti. Fórum út að borða á hina ýmsu staði og alltaf hvert öðru betra.Verðlagið er alveg til að klappa fyrir ennþá og var mikið verslað og allir fengu 2-3 nýja umganga af fötum nema ég sem fékk auðvitað aðeins meira en það...:O)... Hótelið sem við vorum á var alveg ágætt, nóg pláss fyrir alla þar sem við vorum í 4 manna herbergi hafði maður smá áhyggjur af því hvort að þrengslin yrðu of mikil en það var alls ekki. Það var vaknað kl 8:30 alla morgna til að ná sér í morgunmat og baða sig áður en var haldið út í hina frábæru London. Klárlega ein af mínum uppáhaldsborgum.Fimmtudagurinn fór í að þræða búðir og kanna verðlag, föstudagurinn í að fara á tónleika þar sem flottar hljómsveitir hituðu upp. Laugardagurin fór allur í Brigthon og sunnudagurinn í að chilla á söfnum , í Hyde park, Chilla á kaffihúsi og farið út að borða síðustu kvöldmáltíðina á mjög góðu kínversku veitingarhúsi. Og svona ykkur að segja þá var verðið með forrétti, aðalrétti, 5 rauðvínsglösum 2 stórum bjórum og 2 kókglös kr 11.000 ískr. Það er nú ekki dýrt !! Ég slæ á þessar sögur um að ekki sé hægt að fara erlendis lengur vegna dýrtíðar. Það er einfaldlega ekki satt. Auðvitað getur þú farið í misdýrar búðir og misdýra veitingastaði... En ég hefði ekki farið á þá dýrustu fyrir 2,3 eða 10 árum svo að þetta skipti mig engu máli.
Södd og sátt í bili en er strax farin að safna fyrir næstu ferð... Sem mér skilst að verði til Munchen og Parísar eftir manninum mínum að dæma.. Það skildi þó ekki vera að U2 væru að spila þar ????...:O) Heyrumst Ingibjörg Ánægða!!!
~~**~~




Gengið inn á Wembley... White lies fyrsta upphitunarband... mjög góðir

Girls aloud... F'inar but not my cup of tea...

Víðir að horfa á dillibossana...:O)



Girls aloud...




Séð á svið áður en allt byrjaði...



Risa leikvangur þessi Wembley...





Ég og börnin mín stór og smá....



Hindin varð að fá að taka mynd líka....



ég voða spennt en pínu þreytuleg eftir allt labbið daginn áður og um morguninn....




Kellurnar aftur....


rosa gellur....

já ok þetta er orðið fínt af þeim...




JAY C rappari og djöfull góður ... hann hitaði upp á undan coldplay....





ÞArna kom Coldplay á lítinn pall rétt hjá okkur og ég sturlaðist og stökk af stað... en allar þær myndir voru svo dökkar...:O(




Sviðið var flott hjá þeim....






ÞARNA ER HANN!!!!!!!!






fallegur maður!!!!!





HAnn Cris minn....


Svolítið blurry....





sjáiði hvað ég er nálægt honum....:O)




dæææsss....




Hann brosti til mín!!! bara til mín....:O)





bææææææææææææ....



3 ummæli:

Gusta sagði...

hæ hó takk fyrir síðast alltaf gaman að hitta þig inga mín hefðir mátt halda betur út en kéllan orðin gömul þú mætir svo á klúbbfundinn sem stofnuðim þarna um kvöldið hann er í lok okt fundurinn knús Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Frábærar myndir!! Takk fyrir,ég sé að hann er að hugsa...vává hvað þessi dökkhærða þarna er flott ætli ég eigi séns :)))Knús úr Hveró

Nafnlaus sagði...

öfund öfund öfund :) geðveikt!!! Vá hvað hefur verið æðislegt hjá ykkur family í UK....London klikkar seint. Knús í hús