miðvikudagur, 2. september 2009

Gaflar þetta og gaflar hitt...

~~**~~
Helloj!!!
þá er miðvikudagur á enda runnin . Ég er glöð yfir hvað dagarnir eru fljótir að líða og vonast eftir að verði komið vor áður en ég veit af... Já ég veit ég er klikkuð. En ég bara nenni ekki að standa í þessum vetri og hana nú. Mér leiðist hann óendanlega. En það styttist óðum í ferðalag fjölskyldunar til Englands á tónleika með Coldplay... OG ÉG HLAKKA SVO TIL!!! Ætla líka að versla smá en þið hafið ábyggilega getið ykkur til þess...:=)Það var kalt í dag og fór ég á leik með Í.B.V stelpunum og fraus þar föst við jörðina brrrr... Kláraði reyndar ekki leikinn svo ég veit ekki hvernig hann endaði. Ég er loksins búin að fá hattana á rúmgaflinn minn en á eftir að mála þá svo að hjónóið mitt er að verða alveg fullkomið... að minni sögn að sjálfsögðu. Svo er ég loksins búin með rúmgafl Hindarinnar en það á eftir að festa hann á vegginn. Það er mjóa míns að gera það og þess vegna er það ekki búið...:=) ég væri búin að því fyrir löngu. Næst á dagskrá er að taka þvottahúsið í nefið flísaleggja gólfið og ný innrétting á vegginn nýtt vinnuborð og innbyggður vaskur. Hlakka til þegar það er tilbúið... Já það er greinilega enn 2007 fílingur á þessu heimili. Hahahaha... það gerir ekkert til. Mér líður illa ef einhver peningur er til sem hægt væri að nota... Ég er ekkert fyrir að safna þeim... Ég safna frekar bara hári..:=) En hér fyrir neðan eru myndir af því þegar ég tók gaflinn hennar Hindar og MARGMÁLAÐI HANN OG GRUNNAÐI vá hvað það var leiðinlegt. Verð að muna að gera þetta aldrei aftur. Ég bið að heilsa í bili og kveð að sinni... Ingibjörg sinnissjúka..

~~**~~


hann var alveg flottur áður en passaði ekki í mitt mjallahvíta umhverfi...




ég að störfum...


og þarna líka....

Mjói minn fékk held ég eitthvað út úr því að taka allar þessar myndir af mér við þetta...:=)

og mín pósaði bara í staðinn endalaust fyrir hann...:=)


~~**~~

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mín góð!!! knú fræið :)

Gusta sagði...

voðalega ertu sæt og fín að mála tala nú ekki um dugleg hlakka til að hitta þig þegar þú kemur í bæinn aður en þú ferð út ????? knús og kossar Guðsteina

Berglind sagði...

já bara í sparifötunum að mála!!! ég þarf sérstakan málningargalla og dagblöð um öll gólf......flottur gafl:)

Sigga sagði...

Flott ertu fraukan mín, sætur málningargalli :)

knús sys