þriðjudagur, 8. september 2009

Eftir helgina....

~~**~~

allt annað að sjá þetta með höttum!!


~~**~~

Gott kvöld...

Það er búið að vera viðburðaríkt síðustu daga. Hindin búin að vera lasin í tæpa viku og ég fór á ball um helgina... Surprise!!!...:=) Fór í dásamlegt matarboð um helgina hjá Þórey vinkonu og flott partý fram að balli með Sálinni. Er svosem engin sérstök sálar manneskja en þetta var fínt ball. Sunnudagurinn fór að mestu fram í bælinu annað hvort hrjótandi eða lesa Yrsu Sigurðardóttir. Fínar bækur eftir hana. Og enn styttist í tónleikaferð fjölskyldunnar... bara vika þangað til ég ætla að hamast á Oxfordstreet.. Múhahahahaa.... Svo er nú loksins búið að festa rúmgafl heimasætunnar þar sem hann á að vera og er ég því fegin... Hann kemur bara vel út og hún alsæl. Svo er búið að fá hattana á gaflinn á skeiðvellinum og búið að mála þá hvíta og festa á svo ég er alsæl líka. :=)Veðrið hér hefur verið hreint dásamlegt og hitinn um 12-15 stig. Þetta sumar er búið að vera hreint með ólíkindum. En jæja ég ætla ekki að vera þessi týbíski Íslendingur og þvaðra um veðrið þegar maður er orðin uppiskroppa með annað umræðuefni svo ég býð ykkur bara góða nótt og megi allt hið góða vera með ykkur alltaf allstaðar. Ingibjörg umrenningur...:=)




~~**~~
Flotti gaflinn hennar Hindar...




......


.......
.......


~~**~~

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þvílíkt flott hjá þér Inga, greinilega snillingur á ferðinni.
Kveðja Jóhanna

inga Heiddal sagði...

Takk Jóhanna mín... en hvaða Jóhann er þetta..?? Jóhanna Sig..Jóhanna Gunnars... Jóhanna Páls eða Jóhann Reynis... :=) þekki svo margar Jóhönnur!!!

inga Heiddal sagði...

he he þetta á auðvitað að vera Jóhanna en ekki Jóhann...:=) ég er snillingur!!!!

Gusta sagði...

já þú ert snilli Inga mín rosalega fínt hjá þér þvílikt dúlleri gaman þegar allt er tilbúið og eitthvað sem maður getur verið stoltur af sem þú getur verið hönnuðurinn mikli knús guðsteina

Nafnlaus sagði...

GLÆSILEGT!!! Knús úr Hveró

Sigga sagði...

Vá hvað er orðið fínt hjá Hindinni :O)

knúa sys