~~**~~
Þá fer nú sumri að halla. Mikið er það nú leiðinlegt. Ég segi það enn og aftur það sem ég er búin að segja frá því ég var smástelpa: ég skil ekki af hverju ég fæddist ekki forrík prinsessa á Fijieyjum. En það er víst ekki við það ráðið. Ég byrjaði að vinna á mánudaginn, það var með því erfiðara sem ég hef gert í langan tíma. Vá hvað ég nennti því ekki. Sat eins og buddalíkneski tímunum saman og hlustaði á frekar leiðinlega fyrirlesara tala um uppeldi á grunnskólabörnum Það er eins og þettta lið sé alltaf að reyna að finna upp á einhverju nýju í uppeldinu og ætlar að slá í gegn með því. En á endanum er þetta alltaf það sama og maður situr uppi engu fróðari en í gær eða fyrir 8 árum eða 16 árum eða 50 árum. Eitthvað gengur seint að klára þetta hjónaherbergi en mjakast þó. Ég vonast til að geta klárað um helgina og þá set ég inn fyrir og eftir myndir. Gaman að því. Ég er líka loksins búin að mála 3 umferðir á höfðagaflinn hennar Hindar... Muniði með mér að hvítlakka ALDREI !!!! neitt aftur. Vá hvað ég þoli ekki hvað maður er fljótur að gleyma. Hönnunin á mínum rúmgafli gengur líka vel. Allavega í hausnum á mér en ég á eftir að saga stólpana og mála. Hlakka til að sjá hvernig þetta kemur út. En nú er farið að halla að helgi og ég á ekki að mæta í vinnu fyrr en 10 í fyrramálið og frí á föstudaginn.MMMM... þá verð ég kannski sáttari við að byrja svo á fullu í næstu viku, Þegar ég hef náð að snúa þessum sólahring almennilega við. En nú ætla ég að gera myndarlega tilraun til að fara að sofa og vona að það gangi vel, ég bið að heilsa í bili. Kv Ingibjörg undarlega...~~**~~
æææ gamli kökustampurinn hennar ömmu Siggu komin með annað hlutverk... Hann var orðin svo þreyttur að engar kökur toldu lengur í honum...En ömmu minni hefði sko líkað það vel að sjá sumarblómum plantað í hann...
Blómálfur Jónsson passar þarna snædrífuna mína...
Keypti þessa blómapotta á Reynisstað svo skemmtilegir í laginu...
og þarna er hin... með gulum hengifjólum... Einhvernvegin hélt ég alltaf að fjólur væru fjólubláar.
Fullur pottur af appelsínugulum stjúpum og appelsínugulum ... Já sæll nú man ég ekki hvað það heitir þarna í miðjunni...
Venusarvagninn í blóma loksins...
Stjúpur í felum í endalausu illgresi sem ég gafst upp á að reyta um mitt sumar... Óvinnandi helv... vegur.
Venusvagninn minn....=) Minnir mig alltaf á Árbakka 7 og þegar maður var að reyta blómin í sundur og skoða inn í þau þegar maður var krakki...
6 ummæli:
Hei Inga.
Så flotte blomsterbilder. Men er det hjemme hos deg.
Her har vi nesten ikke blomster igjen. Allt har regnat vekk. Noe har ikke komt opp engang...
Det jorbäret/jordgubben ser god ut.
Men eg får ikke spise jorbär. Allergi.
Tenk om vi hadde kunnat snakket med hverandre en dag. Det hadde värt morsomt det.
Ha nå en flott torsdag.
Hils resten av familjen din.
Klems vennen.
Synne.
Bestasta frænka í heiminum!!!!!!!
Ég er alltaf að æfa mig fyrir elliárin, ekki þetta með traktorin heldur HITT júnó
Knús úr Hveró Sigga fræ
hahahahahaha....:=)
Yndislegar myndir sys og þetta í miðjunni sýnist mér vera Dalía :)
Já manstu þega við tókum blómin á Venusvagninum í sundur þá var komin vagn og tveir hestar og vorum viss um að nafnið kæmi þaðan hahaha .... knús
Hæ hæ... fallegt og blómlegt hjá þér...ætlaði að segja þér að blómið er dalía... ég get týnt jarðarber í mínum garði...Sæþór Ingi ömmustrákur týndi og át mikið af þeim þegar hann var hér..,svo núna þegar hann sér jarðarber syngur hann amma amma...gaman...ég er samt ekki farin að selja þau í Vöruval ...allt bara étið jafnóðum...gerði samt sultu í fyrra og hún var himnesk... alltaf gaman að kíkja á myndirnar þínar og lesa skrifin þín...takktakk...Hjördís Inga
Takk fyrir kíkkið og commentið Hjördís...Ja´að sjálfsögðu er þetta Dalía . Það var bara svo gjörsamlega stolið úr mér þegara ég skrifaði færsluna...:=)
Skrifa ummæli