Góðan dag... Er svolítið eirðarlaus þessa dagana ..Ég er alveg að byrja að vinna og held einhvernvegin að ég verði að nýta hverja einustu mínútu sem eftir er fram að skóla.Ég byrjaði á að rífa allt og tæta inni í hjónaherbergi svo að þar er allt á hvolfi. En hlakka til þegar það er búið. Er að hanna minn eigin rúmgafl og hlakka til að sjá hvernig það kemur út. Þegar búið var að rífa allra plötur af þessum veg kom í ljós veggfóður sem ég þurfti að skrapa allt af ... Ekki gaman. En það hafðist og núna þarf að heilspartla helv.. vegginn. Svo kemur hvítlakkaður panill upp á miðjann vegg og nýtt parkett á gólfið. Valdi hvíttað plankaparket. Ég sá ekkert annað en það. Það var náttlega dýrara en ég nenni ekki alltaf að vera kaupa eitthvað sem mig langar ekkert í bara af því að það er ódýrara og hananú. Þannig að það er nóg að gera. Er ekki enn búin að hvítlakka höfðagaflinn hennar Hindar. Dauðsé eftir að hafa byrjað á honum þvílík vinna. En það er bara ein umferð eftir svo það ætti nú að hafast. Karlinn farin erlendis á U2 tónleika svo við Hind erum einar í kotinu það er gott að geta sofið í þessu stóra rúmi og ekki vaknað við hrotur dauðans þannig að maður heldur stundum að farið sé að gjósa á ný!!! Hindin mín er að fara á hestbak í dag og á meðan ætla ég að reyna að gera eitthvað þarflegt. Allavega að kíkja eitthvað í kaffi...:=) En hér fyrir neðan eru myndir frá mínum uppáhaldsstöðum á Íslandi Þ.E. Seyðisfjörður og Vestmannaeyjar. Get ekki gert upp á milli eru báðir svo fallegir en fjörðurinn minn fagri togar alltaf meira í mig... Er ekki sagt að ræturnar togi endalaust í mann og þarna eru klárlega mína rætur... Eigið góða daga framundan. Kveðja . Inga Pinga..
Seyðisfjörður
**''**
Fallegt með Strandatind svo föngulegann...
gamli skólinn minn...
Hótel Snæfell þar sem ég vann einu sinni...
Gamla kaupfélagið sem nú er veitingastaður....
Séð yfir lónið...
Séð inn í lónið í góðu veðri að kvöldi til og spegilsléttum sjó
Alltaf verið svo dulúðugt í kæfandi þokunni em sest stundum eins og mara svo ekki sést út úr augum...
Fallega blá kirkjan...
Það var mikið að gera um daginn þegar 3 stórar farþegaferjur renndu inn fjörðinn...
Falleg sjón...
Bjólfurinn grasi gróinn...
Spegilslétta lónið...
Nooröna...
Framhúsið og búðafoss í baksýn...
Þarna hefur nú verið stokkið fram af í góðu veðri...
Séð niður fjörðinn frá heiðinni að nóttu til...
Og að degi til...
Vestmannaeyjar.Séð inn höfnina...
Séð ofan af Eldfelli...
Og hinu megin frá...
Séð út í Klettsvík...
Höfnin...
Skansinn...
Heimaklettur...
Séð frá Eldfelli yfir bæjinn...
~~**~~
5 ummæli:
Flottar myndir Vává!!!!Ég var að koma frá Seyðis stoppaði bara í 3 daga (of stutt)hitti ekki litlu systur þína vona samt að hún komi til mín,ef svo ótrúlega vill til að hún leggist í ferðalög :):):)
Knús úr Hveró Sigga fræ
gott að hafa þig í eirðaleysi þá bloggar þú meira skemmtilegt flottar myndir hjá þér knús og kossar til ykkar
hALLOJ..TACK FÖR TITTEN..SÅ KUL DU KOM IHÅG MIG;)
heeeelt uuunderbara foton...ser helt sagolikt ut...tänk att bo sååå fint!!
~~Trevlig Helg~~
♥Mamma Millan♥
Vá, fékk heimþrá við að skoða þessar myndir, ógó flottar
knús
Ólöf
Vá, fékk heimþrá við að skoða þessar myndir, ógó flottar
knús
Ólöf
Skrifa ummæli