~~**~~
Þá fer nú að líða að hinni dásamlegu þjóðhátíð Vestmannaeyinga og allt að verða klappað og klárt. Ég og drottning þjóðhátíðarinnar hún Kristjana vinkona mín héldum fund í dag og allt orðið eins og við viljum hafa það. Þetta árið verður fjólublátt þema í tjaldinu og búið að arisera því öllu og ákveða hvað eigi að baka og hvað eigi að drekka. Fórum einmitt í ríkið áðan og það var ekkert leiðinlegt. Þetta árið ætlum við einmitt að drekka nákvæmlega það sama. Semsagt mikið gin með tonik,klökum og limesneið. Okkur finnst við orðnar svo sjóaðar í drykkjunni að við verðum að drekka eitthvað svona cultiverað..:=) Jú og svo smá skot með og Amarúlla á daginn eða svona seinnipartinn allavega... Hindin mín farin norður í land með afa sínum og frænda og er búið að vera mikið gaman hjá henni. Búin að fara í reiðtúr og sund og svo náttúrulega að sofa í nýja hjólhýsinu hjá afa gamla.. Ekki leiðinlegt. Hún hringdi nú samt í gærkvöldi og gat ekki sofnað því hún saknaði okkar svo mikið og elskaði okkur svo mikið að þetta var alveg að fara með hana. En þegar var búið að kaupa reiðbuxur og hjálm og reiðskó var tilveran mun bærilegri...:=) Myndirnar hér fyrir neðan eru af dásamlegu veðri sem er búið að vera hér í langan tíma og maður pínu hræddur um að það endist ekki yfir þjóðhátíðina...:=/ það bara verður að vera það er alveg komin tími á að við fáum þurra hátíð..( að utanverðu..:) Svo löbbuðu feðginin á dalfjallið um daginn og eru myndir af því líka .. Ég lagði mig á meðan...:=). Eigið góða daga í sumrinu og ég kem von bráðar aftur með fleiri fréttir frá eyjunni fögru í suðri. Bless Inga allrahanda...
~~**~~
Á dalfjallinu
höfnin í Vestmannaeyjum
Séð út í Klettsvík...
Séð ofan frá Eldfelli...
7 ummæli:
Verður ginið ekki líka fjólublátt
Knús úr Hveró :)
það væri gaman....:=)
var á þjóðhátíð í hitteðfyrra, alveg þrælþurr að utan þá Inga mín...veðurminnið eitthvað að bila hjá þér mín kæra??
Kveðja úr Mosó frá Ingu og Þorsteini - og nei við ætlum ekki á þjóðhátíð....
Æ of langt síðan ég hef kíkt hingað inn ... en alltaf gaman og bara meira að skoða og lesa.
kv. Lauga
ÞARNA er veðrið sem ég er búin að vera að leita að !!!
Það hlaut að vera :)
Knús, sys
Hei Inga.
Flere flotte bilder fra din deilige hjemmeplass.
Ju mera eg ser, ju mer vill jag upp till Island.
Får se vad det kan bli till...
Det är lov att drömma eller hur.
Hoppas det är bra med dig. Sitter här och ser på dimman.
Det regnar...
Men jag älskar det iallafall..
Ha det riktigt godt nu.
Har saknat dina kommentarer.
Kramen Synne.
gaman ad thessari sidu Inga min, skemmtulegur penni thu ert :)
gin og tonik... mmmm
ásamt black russian og mojito, ja og irish coffee og svo fleiru... ;)
goda skemmtun a thjodhátid :)
kv. Dagny Sylvía
Skrifa ummæli