sunnudagur, 26. júlí 2009

Gengið á Heimaklett...

~~**~~

Góðan dag... Þá fer nú að líða að hátíð allra hátíða. Hér er búið að vera dásamlegt veður en í dag rigndi rassgötum og rófum. Það er gott fyrir gróðurinn og það má rigna í tvo daga í viðbót mín vegna en ekki svo meir fyrr en eftir hátíð allra hátíða. Spáin er fín og svo bara að vona að hún standist.Búið að sauma búningana og gera klárt fyrir flutningana í dalinn. Leikur hjá Í.B.V í kvöld og það er legið á bæn um að hann fari vel. Er að mála höfðagafl við rúm heimasætunnar ... Var búin að gleyma hvað það er hundleiðinlegt að mála og enn er ein umferð eftir... Arg... Geri þetta aldrei aftur. (Segi þetta alltaf) Langar að fara að taka The master bedrum í nefið líka og vonandi verður það að veruleika áður en sumarfríið klárast. Maðurinn minn mjói og duglegi labbaði með einkaþjálfaranum sínum á heimaklett á gærmorgun, það var mikil þrekraun... Ég lagði mig á meðan.:=) fer helst ekki í háhælaða skó ég er svo lofthrædd hvað þá á einhvern þrælaklett út í ballarhafi... En mér finnst þau dugleg og þorin... Hér fyrir neðan eru myndir af þessari þrekraun og dásamlegt útsýni sem þar er, en það er líka fínt útsýni bara út um eldhúsgluggann hjá mér...:=) Eigið góða viku framundan og ég vonandi líka þó að verði mikið að gera er það bara skemmtilegur undirbúningur fyrir það sem koma skal... Kv Ingibjörg ofurhrædda...

~~**~~


Áður en lagt var af stað...
já sælllll... Nei takk fyrir ...:=/

Náttlega bara djók að þurfa að toga sig upp á sumum stöðunum...


Komin upp á fyrstu brún með höfnina í baksýn...


he he datt hann fram af eða???...



Jesús góður mig sundlar....



Toppinum náð og þau voða drjúg með sig...:=) til hamingju með þetta.


~~**~~

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, flottar myndir,það sést næstum því til Hveragerðis :)
Knús!! Fræið

Synnøve. sagði...

Hej goaste Inga.
Vilka vackra bilder....
Vart är det någonstans?
Det ser högt ut. Den där stegen hade INTE jag klättrat på.

Ser fram mot dina bilder sen.
Tänk om man kunnat träffas du...
Ha det gott min vän.
Kram Synne.