~~**~~
Já loksins er ég komin heim í heiðardalinn eftir rúmlega 3 vikna útlegð austur á land og endaði svo í brúðkaupi frænku minnar sem var hreint dásamlegt. Það eru náttúrulega engin orð til yfir það hvað hún var falleg og öll umgjörðin..( a.la Me og Sigga fræ) Maðurinn hennar svona líka bráðmyndalegur og gæðalegur í alla staði. Morguninn byrjaði á greiðslu og förðun allra og þá sérstaklega brúðurinn sem átti þennan dag skuldlausann... Hún var í alveg yndislegum kjól og fór henni svo vel að manni vöknaði um augun strax í morgunsárið... Ég vissi það að ég yrði að reyna hemja mig en það er svo skrýtið að ég græt nánast ekki í jarðaförum en í brúðkaupum opnast allar gáttir...hummm undarlegt nokk. En jæja það skemmdi nú ekki fyrir að sú yndislega gay dramadrottning Páll Óskar söng eins og engill og þá brustu flóðgáttirnar fyrir alvöru... dæs. Í veislunni var svo fallegt og gaman, allt einhvernvegin í stíl við allt og meira að segja margir gestir í stíl við hið campagne/ferskjulitaða þema sem í gangi var. Ég segi bara elsku Sandran mín og Oddur megi hamingjan elta ykkur á röndum út í lífið og sleppið aldrei kærleikstakinu á hvoru öðru. sniff sniff.ykkar INGA.
~~**~~
svo sæt að byrja í greiðslunni...~~**~~
Pallinn svo mikil drolla...:=)
Söng svo falleg ástarljóð til þeirra...
af mikilli innlifun eins og honum er von og vísa...
~~**~~
af mikilli innlifun eins og honum er von og vísa...
~~**~~
feðgarnir í líkamsrækt um leið og einhver steig inn fyrir þröskuldinn...:=)
Faðir brúðarinnar vildi ekki sleppa af henni hendinni, og þó veit hann að hann var bara með hana að láni og lánaði hana bara til Odds...:=)
fyrir augliti guðs...
fyrir augliti guðs...
og lofa því að virða og elska hvort annað í blíðu og stríðu...
og krupu saman til að votta það...
Og kossinn fullkomnar allt sem segja var búið við þau..
Hvað skyldi hún vera að hugsa þarna..?? ( nokkur eftirsjá??? hún kom nú svolítið seint!!!.:=)
Hvað skyldi hún vera að hugsa þarna..?? ( nokkur eftirsjá??? hún kom nú svolítið seint!!!.:=)
En þetta gekk allt hnökralaust og sjá hvað hún er hamingjusöm...
og gengu saman út hönd í hönd...
þar voru þau grýtt með hrísgrjónum og blásin sundur og saman með sápukúlum...
þar voru þau grýtt með hrísgrjónum og blásin sundur og saman með sápukúlum...
Hindin mín svo fín í nýju sparifötunum sínum....
Maturinn afar spes og bragðgóður....
~~**~~
~~**~~
~~**~~
Maturinn afar spes og bragðgóður....
~~**~~
Þarna var svo falleg mynd af þeim og svo önnur af ömmu hennar Söndru og henni, en hún lést skömmu fyrir brúðkaupið. Svo skemmtileg hugmynd að hafa þessa mynd með!!...
6 ummæli:
Takk fyrir síðast elsku frænka:)
Þetta var svo frábært hjá þér,það er enn verið að tala um hvað salurinn var flottur.EN var ég ekki örugglega líka í þessu brúðkaupi (engin mynd)
Knús og þúsund kossar SIGGA FRÆ
Já eitthvað hef ég verið skotnari í Palla en þér ...greinilega og engin mynd af mér heldur ....þetta er ekki gott mál.... Mér finnst svo skrýtið að ég hafi ekki tekið neina mynd af þér. ég sem man alltaf eftir þér uppáhaldsfrænkan mín... En svona getur þetta verið þegar Páll Óskar er annars vegar þá verð ég alveg ringluð...:=)
Ó MÆ GOOD !!!!!
Yndislegt og VÁÁ hvað þau eru fín,flott og sæt og salurinn æði en arg og garg það vantar aðra hverja mynd ????
Palli hvað ?? ég gat ekki tekið augun af Söndru :)
sorry greinilega talvan mín með vesen búin að sjá allar myndirnar.... lovely :)
æðislegar skreytingar hjá þér Inga en mér finnst Sandra vera lík þér svo sæt knús til Eyja
þetta er æðislegt allt saman, en brúðurinn stendur uppúr auðvita :)
Skrifa ummæli