Já góðann daginn... Ég er svo þreytt ennþá eftir þessa helgi að ég er fyrst núna farin að finna fyrir fótunum á mér. En aðra eins skemmtun og gleði hef ég ekki upplifað í mörg herrans ár. Með skemmtilegu fólki og já með bekkjasystkinum sem ég hef mörg hver ekki hitt í tugi ára. Svo skemmdi nú ekki að hafa "65 árganginn þarna skammt undan. Á föstudaginn var hittst á Öldunni í þvílíkt góðu veðri og hellt aðeins upp á sig svo var farið heim og maður allur sjænaður til og frá. Svo var hittst þar aftur um kvöldið og borðuð létt máltíð. Þaðan var farið heim til Döggu og þar var sungið og skrallað frameftir og farið svo á pöbbann og hitt 65 árganginn... Það var ekkert leiðinlegt. Við leiddumst svo hönd í hönd Ég og Rannveig vinkona heim á leið einhverntímann um nóttina alveg hreint á skallanum...:=)... Daginn eftir sýndi ég þá viðleitni að mæta á bryggjuna og ætlaði að taka þátt í skemmtuninni þar en varð að fara heim hálftíma seinna vegna veikinda ...:=/ ég svaf þó úr mér veikindinn og var mætt á ölduna í kaffisopa kl 16:30 ... Svo var farið heim að búa sig fyrir hófið um kvöldið en þá var fínna kvöldið og leit ég að eigin sögn alveg bærilega út...:=)Hér fyrir neðan eru þó mest megnis myndir frá föstudagskvöldinu ... Kannski tekst mér að finna myndir frá laugardagskvöldinu einhversstaðar.. Sjáumst .. Kv INGA ofurkona.
Dagga Hilda og Jói í góðum gír...
Eitthvað eru nú þessi farin að láta á sjá eftir skemmtilegt kvöld...:=)
Heima hjá Döggu og allir að syngja og djamma...
Siggu langaði svo að klippa jössa...
Söngur allstaðar þar sem Jói er.....
Þarna er verið að æfa skorstenfejer fyrir hófið kvöldið eftir....
Þarna erum ég og Þórdís aðrifja upp eitthvað skemmtilegt..
Hilda mín ég ætlaði nú ekki að drepa þig með spreybrúsanum...
svo er þarna fermingarbjórinn...:=)
allir í góðum gír...
Við á leið hem til Döggu eftir góða máltíð á Öldunni...
Úða í sig söngvatninu...( opalskot á úðabrúsa)
3 ummæli:
Hejsan hoppsan och välkommen hem igen.
Ser att du varit på någon slags jubilelumsfest. Är det månne din gamla klass....
Kul ser det ut att ha varit iallafall.
Har ingen sommarvärme alls... Vart den är vetesjutton....
Men jag har det bra iallafall.
Det är det viktigaste.
Ha det gott nu vännen på sagoön.
Kramen Synne.
Knús heim í fjörðinn fagra
Sigga fræ :)
Æi frábærar myndirnar af ykkur í skólanum. Yndislegt að sjá ykkur í röð .... dýrðlegt :)
Skrifa ummæli