fimmtudagur, 11. júní 2009

Seyðisfjörður upp á sitt besta....mmmmmm

~~**~~

Góðann dag!!! Hér í litla sæta bænum mínum er yndislegt veður... Enda verður þetta bara stutt færsla því ég er að fara út að sóla mig.Er búin að hafa það svo gott hér en er lika búin að vera dugleg... T.D búin að fara í langar og góðar göngur og fylla lungun af ilmandi náttúruangan og fl. Eftir viku fer ég svo til borgar eymdar og volæðis.. neyðist til að vera þar í 5 daga en uppúr stendur þar að ég er að fara í brúðkaup hjá sætustu Söndru frænku minni og hlakka ég til þess. Svo fer ég í fertugsafmæli hjá vinkonu minni og hálfkvíði ég því, þar sem ég var full alla síðustu helgi og er enn þreytt eftir það. ég verð bara róleg....aha. Hér fyrir neðan eru dásamlegar myndir úr fallega bænum mínum allt komið í blóma og dásamlegt veður. Fuglarnir syngja svo mikið og hátt að ég ætlaði ekki að geta sofnað hér fyrstu dagana... En þetta venst allt og verður bara notalegt.Ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið njótið augnabliksins. Það kemur víst ekki aftur. Ykkar Inga á andans skýi...:=)
~~**~~
Séð inn fjörðinn...
út á Eyrum...

Út hjá Skálanesi....


Séð út fjörðinn...



Bjólfurinn....




Fótboltavöllurinn í fjallasalnum...



Sandhólatindur....



Fjarðaráin okkar fallega...



Fjarðaráin....



Strandatindur og Dagmálalækurinn.....



Séð inn á Bakka...

Strandatindur og minnismerki Seyðisfjarðar...



Partur af Bjólfinum....


Öldugatan.....


Lónið sem maður synti í sem krakki...:=)



Séð upp á heiði....


Júllahúsið sem amma afi áttu þar á maður nú ljúfar minningar....



Séð á Strandatind...


Séð yfir á Bakka í gegn um lúpínur....

Séð inn eftir Fjarðaránni....


Enn og aftur séð yfir á bakka....
( myndir Jón Hilmar Jónsson)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dúllan mín!!!!Þetta eru dásamlegar myndi.Hlakka til að sjá þig
Knús úr Hveró :)

Sigga sagði...

Ég veit ekki hvort ég á að commenta nokkuð.... nei nei fer bara fram í eldhús og segi þér þetta skjálf :)

Nafnlaus sagði...

ohh, ég vildi óska að ég væri ennþá á seyðisfirði, svo yndislegur staður, en ég þarf að bíða þangað til í júlí:(


-Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir

Gusta sagði...

hlakka til að hitta þig og vonandi systir þína líka þarft engu að kvíða Inga mín æfinginn skapar meistarann knús og kossar

inga Heiddal sagði...

Gaman að hitta þig á Seyðis elsku nafna og takk fyrir að kíkja hér inn... Hafu það gott. Kv INGA

Synnøve. sagði...

Halloj.
Bara njuter av bilderna.
Så vackert...
Kramen Synne.