~~**~~
Já gott kvöld bloggveröld.Þá er maður nú komin heim úr borg eymdar og volæðis. Við ákváðum að koma degi fyrr heim en áætlað var svo við tókum Herra Gubbólf Herjólfsson heim á laugardagskvöld... Einhverntímann hefði maður nú verið á laugardagskvöldi í stórborginni. En ætli annað hvort aldurinn eða sjokk yfir dýrtíð hafi ekki átt einhvern þátt í að okkur fannst bara best að koma okkur heim. Það var mjög gott. Búið að ganga frá öllu góssinu og koma sér fyrir og þvo eftir þessa daga og eiga svo sunnudaginn í góðu yfirlæti með fjölskyldunni. Það skemmdi ekki fyrir að afmælisboð beið okkar með dýrindis tertum sem tengdamamma galdraði fram á nó tæm, þar sem afi Hjössi átti afmæli í dag. Mér varð náttúrulega illt af öllu saman og er enn að drepast í bumbunni.:=( En hvað um það. 'Eg átti mjög góðan túr á Reykjalund þar sem ég fékk flott meðmæli og allt gengur eins og það á að ganga. Hafði misst 4,9 kg frá því ég kom síðast og búin að missa tæp 13% af fitu frá í apríl í fyrra... Það á víst að vera mjög gott en ég hef ekki vit á því nema ef talað er í fata stærðum...:=)... Er komin í stærð 42 úr 52 það er nú ekki slæmt á einu ári.??? Allavega er ég glöð, svo er það náttlega bara endalaus vinna að halda þessu við. Sem ég ætla að sjálfsögðu að gera því gott fólk : ég ætla aldrei að fá þessa heilsu (sem engin var orðin)aftur. Því hef ég lofað sjálfri mér. En aftur að öðru. Við reyndum að versla það sem vantaði í herbergi Hindarinnar og fengum nánast allt en þó var þar eitt og annað sem við fundum hvergi. Hvorki í Vestmannaeyjum né Stórborginni. En það er kannski ekki svo naujið. Allavega er hægt að vera í herberginu án þess. Hér fyrir neðan eru myndir af nánast kláruðu herberginu en við fundum enga stóra mynd af svörtum og hvítum hesti í svörtum ramma... Það verður að bíða. Svo á ég eftir að sauma gardínur fyrir litla gluggann en ég fékk voða flott svart blúnduefni í RL Companí. Fyrir hin gluggann keyptum við voða spes og flottar gardínur sem eru allar eitt stórt kögur og þær voru settar strax upp í gærkvöldi. En ég er hætt í bili. Ætla að prófa að horfa pínu á sjónvarp sem ég geri nánast aldrei. Ég óska ykkur góðrar vinnuviku og þið hin sem ekkert eru að vinna hunskist til að gera þá eitthvað heima hjá ykkur...:=) Góðar stundir. Það var Ingibjörg árrisula sem tók saman og flutti.
~~**~~
Verið að læra í nýja herberginu....
Og horfa á Friends í leiðinni....
Flottar nýju gardínurnar... keyptar í Blómaval....
Ekki má nú alveg sleppa tuskudýrunum ennþá . ÞAð verður að hafa eitthvað til að sofa með....Verið að læra í nýja herberginu....
Og horfa á Friends í leiðinni....
Flottar nýju gardínurnar... keyptar í Blómaval....
Á eftir að sauma fyrir þennan glugga...
5 ummæli:
Til hamingju með þennan frábæra árangur!!
kv Guðbjörg í Hveró
Flott ungpíuherbergið. Svo er gamla tilbúið fyrir sveitalarfinn þegar hann hyggur á langferð, innan fimm ára skulum við segja :)
En nei það er kominn tími á húsmæðraorlof.
Knússyss
Glæsilegur árangur hjá þér og flott herbergi hjá Hindini
Kveðja úr Hveró,Sigga fræ
Hi honey...I´m home..:)
Flott herbergið! get ýmindað mér að dúllan sé ánægð, svo unglingslegt..:) úff, hvað lífið líður hratt!
Við ættum kannksi að fara að stefna bara á Ítalíu lífið..:)
Hjartanskveðja baby og skápurinn er í stofunni..;)
Gúa ótrúlega...
Flott hjá skvísunni...er hún komin í Víðis herbergi?
kv. Ólöf
Skrifa ummæli