þriðjudagur, 24. febrúar 2009

Hættulegir hugarórar....

~~**~~

Dásamlegir túlípanar við fallegu myndina mína nýju, í eldhúsinu.... Túlípanana gaf afi.....
Hindarinnar minnar ......


Henni í konudagsgjöf....

~~**~~

Þá er ég lögst í ferðalög einn ganginn enn.. Það mætti halda að mér þætti þetta gaman en ég hef ekki ferðast svona mikið á einum vetri.... ja bara aldrei. Og ég svo heppin að stýrisbúnaður Heljólfs bilaði í dag svo að ég bíð spennt efir að komast í hann á morgun ( NOT)... Ég verð andvaka í alla nótt og hugsa einungis um það hvað ég geti gert þegar hann sekkur akkúrat á morgun með mig innanborðs... Svona er maður nú geðveikur í hausnum en lætur sig samt hafa þetta helv.....Jamm ég er semsagt að fara á Reykjalund í tékk.... Hlakkar ekki til ætlaði að vera betur undir það búin en ég er... :=( En shitturinn titturinn það verður að hafa það. Finnst ég náttúrulega núna gjörsamlega flæða út um allt með lafandi vömbina í eftirdragi. En það hefur víst hver sinn djöful að draga. Og hafa hann ábyggilega fleiri en ég og verri ef eitthvað er. Svo er það fertugsafmæli mágkonu minnar sem ég ætlaði að vera búin að undirbúa mig með og gera eitthvað skemmtilegt fyrir hana. En ekkert verið gert í því svo það verður þá bara leiðinlegt...:=) Svo verður náttúrulega farið til kvensjúkdómalæknis í borg ótta og myrkurs... mmmm get ekki beðið eftir því það hlýtur að verða alveg dásamlegt...(NOT) En allt er þetta nú sagt svona meira í gríni ég ætla nú líka að reyna að hafa eitthvað skemmtilegt. T.d Versla pínulítið.... suss ekki segja manninum mínum það!!!!Skilst að kápan mín sem fauk sé einskis virði. Fæ hana út úr tryggingum en sjálfsábyrgðin er þannig að ég á kannski fyrir gsm síma hulstri fyrir peninginn sem ég fæ út úr þessu... Ekki klæðist ég því nú á mannamótum þó ég hafi grennst einhvern helvítis helling.:=/. Það verður allavega kíkt eftir nýrri yfirhöfn undir eðlilegum eyðslumörkum... En jæja þetta eru nú mínar hugsanir þessar stundirnar ég heyri í ykkur eftir helgi og vona að þið eigið ánægjulega daga framundan... Vonast til að eiga það líka eftir Herjólfsferðina :=(. Bless í bili Ingibjörg undirmálsmanneskja.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég glöð að vita að ég er ekki sú eina sem held að eitthvað gerist þegar ÉG ferðast með því... :)
En gangi þér vel og það er alltaf gaman að kíkja hingað inn. Takk fyrir mig :)
kv Guðbjörg í Hveró

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel GULLIÐ mitt.Gaman væri nú ef þú gætir rekið nefið inn í bakaleiðini.Knús í hús Sigga fræ

Goa sagði...

*hahahha*...þú ert nú meia fíflið kona.:))) Akkurat það sem ég þurfti!

Þetta gengur bara allt mjög vel hjá ér og þú verður svooo fín í gemsa hulstrinu. Það er til fullt af svoleiðis alveg hrikalega flottum, með eðalsteinum og alles..:)
Hlakka til að fá sms frá þér...*fniss*

Koss og gangiþérvel kveðja til þín darling...

Sigga sagði...

Hvað eru eðlileg eyðslumörk ?

Knús, sys

brynjalilla sagði...

yndislegir túlípanar sem færa manni vorfílinginn, og gangi þér vel í ferðinni og bættu þér upp læknisskoðanir með gleði í poka,)