sunnudagur, 1. febrúar 2009

Freaky friday...

....Og svo var farið í föstudagspartýið sem er orðið víðfrægt í vinahópnum. Mikil tilhlökkun og mikið gaman. Eins og segir í fyrri færslu minni þá stoppaði ég óvenju stutt... man ekki alveg hvort það var vegna veðurs eða einhvers annars...hehe..En allavega tókst mér að taka nokkrar myndir af stórum og góðum vinahóp og þó nokkrum kunningjum. ÞAð vantar ekkert upp á myndarskapinn hjá gestgjafanum henni Jóhönnu sem var að sjálfsögðu með þetta þvílíka hlaðborð af hinum ýmsu réttum... Tók reynar ekki eftir því fyrr en ég var u.þ.b að fara heim til mín og tók þar af leiðandi engar myndir af því. En eitt man ég þó að það leit svo flott út og hefur ábyggilega verið þaðan af betra. Takk fyrir Jóhanna mín en ég komst aldrei til að smakka... Geri það í sumar.. ef ég þekki þig rétt. Ég fékk auðvitað mikin og góðan nætursvefn og svaf fram að hádegi á þorrablótsdaginn en var ekki laus við að finna til fáráðnlegs hausverkjar og þurrki í munni og sviða í maga ( sko að svíða er ég að meina, það voru ekki svið í maganum á mér)...skil þetta ekki, Þetta skeður stundum um helgar hjá mér. Spurning um að láta læknir kíkja á þessa helgarveiki mína :=)en semsagt þetta var föstudagurinn í hnetuskurni. Frmhld. í næstu færslu. Góðar stundir. Ingibjörg ofþornaða.

~~**~~

Vignir og Stefán Þór með Kötu á milli sín...
Ég í djúpum samræðum við Finnu og hennar mann...
Binna,Sigurrós og Billa....í góðum gír


Dagga,Berglind og Daddi þarna fyrir aftan...



1/4 af liðinu sem var þarna þetta kvöld...

Guðsteina með ræðu og er að þakka fyrir afmælisgjöfina sem hún fékk við að verða fertug... hahaha ógeðslaega gömul...

Lilja, SIgga og Didda...

Syndararnir að biðja um syndaraflausn.....(það gekk ekki )

Anna í ógó flottri blússu þarna... Stefán er með pepsi í glasinu...
~~**~~

5 ummæli:

Sigga sagði...

Gerum betur næst, bannað að fara heim svona snemma.

Kei sys ?

inga Heiddal sagði...

ATTALÆ ÞÁ....

Synnøve. sagði...

Hej Snuppa.
Har försökt få iväg bilder till dig.
Men jag får bara melding om att det är problem att sända.
Har du fått några mail med bilder?
Kramen Synne.

Goa sagði...

Þetta er alltsaman mjööög skemmtilegt og fallegt fólk!
Skilst að ég hafi misst af miklu...*argh*

Kannski næst..:)

Klemmma....

Nafnlaus sagði...

Úff hvað ég skal koma næst...verður ekki örugglega partý hjá Jóhönnu aftur, hef ekki hitt allt þetta fólk í svo langann tíma
kv. Ólöf-