Þá er ég nú komin á fæturnar aftur og ætla í vinnu á morgun. Þetta er búiun að vera hörmungartími og ég ætla ekkert að tala meira um það. Kristjana vinkona mín kom til mín í dag og ég drakk kaffi með henni. Voðalega er kaffi miklu betra ef maður hefur einhvern til að drekka það með. Er enn að velta fyrir mér hvort ég á að fara á djamm á föstudag eða laugardag eða bara sleppa því... Held ég láti það bara ráðast á föstudaginn!!
Vestmannaeyingar geta náttúrulega ekki verið bara eins og annað fólk og slúttað jólunum á þrettándanum þann 6. jan .nei nei frestuðu honum til 9. jan svo að hann bæri upp á helgi og svo hægt væri að græða á þessu með fólki ofan af landi og svo balli í Höllinni. Ég held þeir sem um þetta sjá séu ekki að græða neitt á þessu. Fólk byrjað í vinnu og börn byrjuð í skólanum þeir sem eru búsettir upp á landi og fara varla að koma aftur bara til að sjá tröll og sprengjur sem það er búið að sjá í mörg ár... Svosem alltaf það sama fyrir okkur að sjá.... ÞAð hefði bara verið fínt að hafa þetta í kvöld í þessu fallega veðri því spáð er skít og drullu um helgina. Hana.... þá er ég búin að koma þessu frá mér. Byrjaði aðeins að taka niður jólin í dag en gat nú ekki gert mikið þar sem blóðleysið olli mér vandkvæðum og sortnaði mér fyrir augum aftur og aftur. Best að vera til friðs þangað til þetta er gengið yfir.
Ég heyri í ykkur fyrir helgi en þangað til eigið dásamlega daga. Inga pinga..
~~**~~
fengum þessa æðislegu mynd í jólagjöf 50x50 cm silfurþrykk
10 ummæli:
Sælar mín kæra.
Voðalegt vesen er þetta, vonandi fer þetta að taka enda þetta blóðleysi og leiðindi. Þetta er svo ólíkt orkuboltanum henni Ingu minni að vera svona slöpp, en trúi því að þetta fari að lagast.
Þú þarft nú ekki að kvíða fyrir því að taka jólin niður því það er alltaf svo fallegt og fínt hjá þér, með eða án jólaskrauts :-)
Myndi hafa dinglumdanglið á ljósakrónunni, bara fallegt.
Tók niður jólatréð í dag, eina sem er farið, í fyrsta skipti í mörg ár langar mig ekki að taka niður jólin, finnst allt svo fallegt og friðsælt með öllum þessum ljósum og dúlleríi. Veitir ekki af í þessari dimmu.
Jæja dúllan mín, farðu vel með þig.
Kær kveðja þín Anna Lilja
Sammála þér með jólin... Langar ekkert að taka þau niður...Knús á þig mín kæra .kv INGA
Hey sys.
Flottur bakrunnurinn.
Mér finnst þetta hangidót soldið jólalegt.
Sé nú silfurmyndina ekki vel (til í að sjá betur) sýnist hún vera flott.
Knúsáðig, sys
hahaha, bak-runnurinn.
Bakgrunnurinn á það að vera.
hafðu stjörnurnar sem lengst, þar til sól fer að hækka og gras að grænka, aldrei nóg af blingbling
Dinglumdanglið er bara flott fram að páskum.Ég byrjaði að taka af jólatrénu í morgun þá kom í ljós KONGULÓ MEÐ VEF OG ALLES svo það stendur hálf strípað inní stofu og býður eftirað ég fái HJÁLP
Knús,Sigga fræ í Hveró
Þá veit maður það, setur bara köngulær á tréð næst, viss um að það er flott að hafa vef út um allt. Svona eins og englahárið í gamla daga.
sys
Hej Snuppa.
Jo,jag skulle mycket väl kunna tänka mig att flytta till Island.
Har varit dålig på att besöka dig vännen. Ber om ursäkt för det.
Men har inte mått så bra.
Men det blir bättre.
Ha nu en fin kväll kompis.
Kram Synne.
Dúllan mín! Hvað er í gangi?!
Ertu ekki bara ólétt..;)
Ég vona allavega að þetta fari að batna!
Á morgun verðu jólunum pakkað hérna! Þetta er orðið ágætt. Nú vil ég hreinsa út og þvo glugga og fá vor...og þá fór að snjóa...*thi,hi*
Koss og klemma til þín blóðlitla kona...
Hej Inga, god fortsättning på dig och hoppas att du får ett bra år med mycket glädje och utmaningar.
Din ljuskrona var så fin.
Kram på dig/Ingela.
Skrifa ummæli