Mikil tilhlökkun og spenna var í loftinu þegar lagt var af stað. Við vinkonurnar , Ég og Sigurrós lögðum í hann um 12 á hádegi. Spáin svosem ekkert sérstök en í góðu lagi samt. Autt var langleiðina og mikið hlegið og skrafað enda langt síðan við höfðum hittst og síðast þegar við fórum í langferð þá endaði það með að bíllinn var á hvolfi út í vegkanti. En nóg um það. Þegar við áttum ófarna um 100 km á Hornafjörð gerði þetta líka bálhvassa veðrið og viti menn allt í einu heyrði ég mikinn hvell og ég segi við Sigurrós: Hvað var þetta?? Hún leit við og horfði síðan á mig og segir: Inga það eru tvær rúður farnar í tætlur aftur í!!! Ég hélt hún væri að grínast. En þar sem ég er búin að fara í huglæga atferlismeðferð :=) þá var ég hin rólegasta og reyndi að halda bílnum á sínum stað á veginum þar til við komum að bóndabæ nokkrum. Þar bönkuðum við uppá og bóndinn reyndi sem mest hann mátti að hjálpa okkur og svo héldum við ferðinni áfram til Hornafjarðar þar sem við komum okkur á verkstæði þar sem gert var að sárum bílsins míns... Héldum síðan áfram ferðinni en komumst að því að ófært var vegna hálku yfir fjarðarheiði svo við ákváðum að heimsækja gamla vinkonu á Eskifirði sem skaut yfir okkur skjólshúsi fram á föstudagsmorgun. Um hádegi var svo brunað í fegursta fjörðinn við mikin fögnuð okkar sjálfra og auðvitað Seyðfirðinga allra sem vissu af komu okkar:=) Fljótlega var farið í ríkið og snurfusað sig því fyrir-þorrablóts-partýið var að byrja eftir nokkra klst. Mín hellti uppá sig fljótlega eftir kvöldmat en kvaddi snögglega líka partýið þar sem spennan var að fara með mig. En ég fékk fyrir vikið líka mjög góðan nætursvefn..... framhld....Þar til næst. Góðar stundir.
~~**~~
Mín kappklædd í rúðulausum bíl til Hornafjarðar...