fimmtudagur, 29. janúar 2009

Svaðilför til Seyðisfjarðar....

Jæja þá ér maður nú komin niður á jörðina eftir frækilega og ævintýralega för austur á Seyðisfjörð.
Mikil tilhlökkun og spenna var í loftinu þegar lagt var af stað. Við vinkonurnar , Ég og Sigurrós lögðum í hann um 12 á hádegi. Spáin svosem ekkert sérstök en í góðu lagi samt. Autt var langleiðina og mikið hlegið og skrafað enda langt síðan við höfðum hittst og síðast þegar við fórum í langferð þá endaði það með að bíllinn var á hvolfi út í vegkanti. En nóg um það. Þegar við áttum ófarna um 100 km á Hornafjörð gerði þetta líka bálhvassa veðrið og viti menn allt í einu heyrði ég mikinn hvell og ég segi við Sigurrós: Hvað var þetta?? Hún leit við og horfði síðan á mig og segir: Inga það eru tvær rúður farnar í tætlur aftur í!!! Ég hélt hún væri að grínast. En þar sem ég er búin að fara í huglæga atferlismeðferð :=) þá var ég hin rólegasta og reyndi að halda bílnum á sínum stað á veginum þar til við komum að bóndabæ nokkrum. Þar bönkuðum við uppá og bóndinn reyndi sem mest hann mátti að hjálpa okkur og svo héldum við ferðinni áfram til Hornafjarðar þar sem við komum okkur á verkstæði þar sem gert var að sárum bílsins míns... Héldum síðan áfram ferðinni en komumst að því að ófært var vegna hálku yfir fjarðarheiði svo við ákváðum að heimsækja gamla vinkonu á Eskifirði sem skaut yfir okkur skjólshúsi fram á föstudagsmorgun. Um hádegi var svo brunað í fegursta fjörðinn við mikin fögnuð okkar sjálfra og auðvitað Seyðfirðinga allra sem vissu af komu okkar:=) Fljótlega var farið í ríkið og snurfusað sig því fyrir-þorrablóts-partýið var að byrja eftir nokkra klst. Mín hellti uppá sig fljótlega eftir kvöldmat en kvaddi snögglega líka partýið þar sem spennan var að fara með mig. En ég fékk fyrir vikið líka mjög góðan nætursvefn..... framhld....Þar til næst. Góðar stundir.


~~**~~


Mín kappklædd í rúðulausum bíl til Hornafjarðar...
Búið að gera að sárum elsku rauðs míns....

Hann var heppin í þetta skipti.....


Á verkstæðinu fengum við okkur banana og kaffi.....



og hringdum í nákomna....


En á Föstudagskvöldinu var farið að kynda undir sér með guðaveigum....


Og skrafað við litlu systir....


... Drukkið smá rauðvín áður en haldið var í fyrir-þorrablóts-partýið... sem haldið var heima hjá Jóhönnu Páls á föstudagskvöldinu eins og fyrri ár....

~~**~~





þriðjudagur, 20. janúar 2009



~~**~~
Komin í blogg-pásu um óákveðin tíma.... Verð að hlaða betteríin. Er komin með nóg af þessu í bili. En ég kem fersk aftur því get ég lofað..:=) Farið vel með ykkur elskurnar og elskið hvort annað.
~~**~~

föstudagur, 16. janúar 2009

O.M.G......

..... Ég hef bara ekkert að segja og ekkert að sýna. Það kemur fyrir besta fólk að það verði kjaftstopp!!!! En ég hélt að það kæmi aldrei fyrir mig.Svona er þetta. Það er hangið yfir mér daga og nætur um að fara á þorrablótið austur á Seyðisfjörð.... En ég veit ekki. langar alveg hroðalega svo að ég fæ fiðring í drykkjarhöndina og tærnar hvernig sem á því nú stendur. Hugsa mig um fram yfir helgi. Ef Sigurrós vinkona stendur við það sem hún bauð Þ.E að keyra með mér þá er aldrei að vita... Vilja einhverjir fleiri koma meeð??? HAHAHAHAHAHA... G'oða helgi

þriðjudagur, 13. janúar 2009

í kjólinn fyrir næstu jólin...

~~**~~
Jæja þá eru jólin mín komin ofan í kassa og er ég mikið fegin að vera búin að þessu... Eins og er gaman að setja jólin upp þá finnst mér leiðinlegt að setja þau niður. Virðist í bili vera að vakna til lífsins og þykir mér það gott. Dreif mig í ræktina í dag og hamaðist þar í um eina klst. kom svo heim og þreif allt sem hægt var að þrífa og sit nú hér uppgefin en ánægð með tilveruna. Það byrjaði að snjóa hér eins og hjá vitfirðingum í gær og enn í dag. Fjandinn hafi það nú bara. En eins og alþjóð veit þá ÞOLI ÉG EKKI SNJÓ!!!!!!!! mér er skapi næst að flytja til Jamaíka. Og búa þar í strákofa. Tókumst í hendur í gærkvöldi ég og mjói minn upp á það hver væri á undan að missa 3 kíló. Er ekki alveg að nenna því en það er best að reyna, Gaman að stefna að einhverju í janúar. Glöðust af öllu var ég þegar ég fór á viktina eftir jól og áramót að ég hafði ekki bætt á mig einu grammi frá 15. des en þá fór ég síðast á viktina og fór svo núna á föstudaginn. Það er held ég að sé í fyrsta skipti í 30 ár sem ég bæti ekki á mig neinu á þessum tíma nema í fyrra þá léttist ég um 3 kíló . En það var kannski ekki að marka þá var ég búin að vera í þvílíku átaki fyrir Reykjalund. Fer einmitt þangað þann 19 febrúar og þá ætla ég að vera búin að safna mér smá vöðvum og léttast eitthvað smá í leiðinni. Annars er ég alveg að verða sátt við mig, vantar bara nokkur kíló sem ég setti markmiðið á og jú svo verður að strekkja hér og þar og sjúga hér og þar og skera hér og þar . En það er seinni tíma vandamál. Allavega ef öll fötin mín brynnu þá tæki engin eftir því að ég væri bara í skinninu mínu því það lítur út eins og krumpaður kjóll svona niður á mið læri... Hahahaha.... eða kannski smá ýkjur. En ég hef ekkert meira að röfla um í bili. Kveð að sinni. Inga í krumpaða kjólnum...

~~**~~

Eldhúsglugginn minn í dag eftir jólin...
Aðeins meira rómó ljós.......
Helv... híachintur í háum glösum......


Krúttlegar luktir sem Kolla mása gaf mér i eldhúsinnréttingagjöf.....



Hilla í sjónvarpsholi....

~~**~~

sunnudagur, 11. janúar 2009

helgin....

~~**~~
Á laugardeginum...

ræddum heimsmálin yfir einu Irish coffie eftir að búið var að skera í trogin... Ólafía Hrönn hangandi í háfnum heima hjá Siggu þór...

~~**~~


Gott kvöld.. Þá er þessari helgi senn að ljúka. Best að reyna að koma sér snemma í háttinn og fá almennilegan svefn.Gafst upp á að reyna að horfa á sjónvarpið. það virðist engu máli skipta þó að maður sé með 100 rásir frá ýmsum löndum þá eru t.d sunnudagskvöldin greinilega spilakvöld fjölskyldna í allri evrópu og ekkert sjónvarpsgláp. Helgin var góð hún byrjaði með grímuballi og þrettándagleði á föstudagskvöldi sem tókst í alla staði vel. Á eftir var svo farið í mat til tengdó þar sem Kolla mása og hennar fjölsk. voru í eyjunum. Sumir fóru á dansleik með Vinum vors og blóma í Höllinni en aðrir fóru heim að sofa og þar á meðal ég. Á laugardeginum ákvað ég að skella mér á Þorrablót með vinahópnum svo að um eittleytið var farið að skera í trogin og var mikið gaman þar. Um kvöldið var svo mikið um dýrðir og skemmtileg skemmtiatriði þar sem Ólafía Hrönn fór á kostum. Ég lúin og þreytt kom heim rúmlega tvö og sofnaði hið snarasta og vaknaði svo hress og kát upp úr hádegi. Það var þó engum hamförum farið í einu eða neinu bara setið eða legið og lesið. Ætla að koma mér í hreyfingar og útivistargírinn í vikunni, klára líka að taka niður jólin. Allavega úti... Skilst að það sé frostspá upp á nokkrar° í vikunni .Ég bið að heilsa ykkur í bili og vona að þið eigið góða viku framundan. Kv INGA


~~**~~
Á föstudeginum...


Hindin mín var Highschool musical klappstýra....Þarna með Ingibjörgu Ýr frænku sinni...


Þessi ungi maður vann svo búningaverðlaunin sem Davíð Oddson seðlabankastjóri,,, algjör snilld...


Frá flugeldasýningu um kvöldið....
~~**~~
Á laugardeginum...


Verið að byrja að skera í trogin....



mmmm.... þorramatur....
Ólafía Hrönn skemmtikraftur með meiru...

fimmtudagur, 8. janúar 2009

KVEÐJA

Elsku amma Gunna takk fyrir samferðina síðustu 12 árin. Megi algóður guð og englarnir passa þig. Það voru forréttindi að fá að þekkja þig og góðmennsku þína þessi ár. Hvíldu í friði. Þín INGA

þriðjudagur, 6. janúar 2009

Þriðjudagur til þrautar...

Helloj!!!
Þá er ég nú komin á fæturnar aftur og ætla í vinnu á morgun. Þetta er búiun að vera hörmungartími og ég ætla ekkert að tala meira um það. Kristjana vinkona mín kom til mín í dag og ég drakk kaffi með henni. Voðalega er kaffi miklu betra ef maður hefur einhvern til að drekka það með. Er enn að velta fyrir mér hvort ég á að fara á djamm á föstudag eða laugardag eða bara sleppa því... Held ég láti það bara ráðast á föstudaginn!!
Vestmannaeyingar geta náttúrulega ekki verið bara eins og annað fólk og slúttað jólunum á þrettándanum þann 6. jan .nei nei frestuðu honum til 9. jan svo að hann bæri upp á helgi og svo hægt væri að græða á þessu með fólki ofan af landi og svo balli í Höllinni. Ég held þeir sem um þetta sjá séu ekki að græða neitt á þessu. Fólk byrjað í vinnu og börn byrjuð í skólanum þeir sem eru búsettir upp á landi og fara varla að koma aftur bara til að sjá tröll og sprengjur sem það er búið að sjá í mörg ár... Svosem alltaf það sama fyrir okkur að sjá.... ÞAð hefði bara verið fínt að hafa þetta í kvöld í þessu fallega veðri því spáð er skít og drullu um helgina. Hana.... þá er ég búin að koma þessu frá mér. Byrjaði aðeins að taka niður jólin í dag en gat nú ekki gert mikið þar sem blóðleysið olli mér vandkvæðum og sortnaði mér fyrir augum aftur og aftur. Best að vera til friðs þangað til þetta er gengið yfir.
Ég heyri í ykkur fyrir helgi en þangað til eigið dásamlega daga. Inga pinga..

~~**~~

fengum þessa æðislegu mynd í jólagjöf 50x50 cm silfurþrykk
luktirnar mínar dásamlegu.....

jóla eða ekki jóla veit ekki....

... hvort ég á að taka þetta af ljósinu eða hafa það áfram...Soldið flott að hafa það bara sést ekki nógu vel á myndunum......

sunnudagur, 4. janúar 2009

Fyrsta helgi ársins....

~~**~~

....Fór í að reyna að taka sig saman í andlitinu og koma sér í gírinn fyrir fyrstu vinnuviku ársins.... Bæði gott og slæmt um það að segja. Hlakka til að hitta börnin mín og gera eitthvað af viti en hitt er svo annað að ég nenni ekki að vakna á morgnana. Hefur alltaf fundist það leiðinlegt... Sagði við mjóa minn að ég ætlaði bara að hætta að vinna og verða heimavinnandi húsmóðir og hafa það náðugt... sofa fram að hádegi , vakna og taka til, fara í búð og bíða svo spennt eftir að hann komi heim úr vinnu og gefa honum þá alla mína ást.... Hann var ekki sammála mér!!!!:=) Nei ég held maður yrði nú fljótt leiður á því. Ég nærist á því að vera innan um fólk og held ég yrði fljótt eins og grænmetisæta í útliti grá og gugginn ef ég hætti að hitta fólk. En lífsmottó mitt að gera allt fyrir alla mína vini og ættingja og halda sambandi við alla sem mér líkar við og þykir vænt um. Það gengur líka bara bærilega. Í gærkvöldi sátum við gamla settið og horfðum á dvd mynd. Þegar hún var búin þá leiddist mér og fór að taka þessar myndir... Akkúrat ekkert í þær varið en sjáið hvað kemur fyrir mig ef ég hitti ekki fólk þá fer ég að gera eitthvað svona svo að fólk heldur að ég sé ekki alveg í lagi. Jæja þetta var svona smá innlegg um mig og mína geðveiki sem mér fannst nauðsynlegt að deila með ykkur og koma út úr hausnum á mér. Ég bið svo bara að heilsa ykkur í bili. Ingibjörg hin stórundarlega.

~~**~~









Það er haf af hiachintum í hausnum á mér.....

föstudagur, 2. janúar 2009

2. jan og allt búið..:=(

Sælinú gott fólk!!
Ekki hafði ég nú meira vit en það á gamlaárskvöld að mér láðist eiginlega alveg að taka myndir nema þessar þrjár og svo þetta litla myndband. Ekki var nú skotið alveg eins mikilu og undanfarin ár hjá okkur en við verðum að kenna kreppunni um það og 40% hækkun á flugeldum. En það var semsagt mikið um dýrðir hjá okkur. við hittumst heima hjá okkur familíen eins og hún lagði sig eða um 25 manns og skutum upp saman og borðuðum og skáluðum og drukkum og spjölluðum... Mikið fjör og mikið gaman. Svo þegar ættmenninn voru farin til sinna heimkynna þá keyrði einkadræverinn minn mér í partý og beið þangað til ég hafði fengið nóg og vildi fara heim. Já það er nú munur að hafa bláedrú eiginmann sinn til að rúnta með sig út um allar trissur. Dagurinn í gær fór í að færa sig á milli sófa, fá sér að borða, sofna pínulítið aftur og og borða aðeins meira og færa sig í næsta sófa......Trommarinn minn er svo að fara til borgarinnar í dag
buhuu....æ hvað ég vildi að hann flytti bara aftur til mömmu sinnar.... Langar bara að hafa hann hér til að hafa auga með honum...:=) ( Hann yrði ekki glaður með að lesa þetta )En hvað um það maður ræður engu lengur meira að segja litla skottan er farin að hella sér yfir mig og skammast ef ekki er allt eins og það á að vera að hennar mati. Ég get ekki annað en sagt að ég sé glöð með að það sé föstudagur í dag þá notar maður helgina í að reyna að snúa sólahringnum við... Ég nefnilega sofnaði kl 7 í morgun en reif mig nú samt upp í hádeginu. Já var nú eitthvað andvaka en var líka að lesa svo fjári góða bók eftir hana Kristínu Marju Baldursdóttur sem heitir Hús úr húsi... Er líka nýbúin að lesa eftir hana: Karítas án titils og Óreiða á striga. Þær eru líka tær snilld mæli eindregið með þeim. Hún er snillingur í frásagnarlist þessi kona. Maður nærist gjörsamlega á orðum hennar. En nú er ég farin, ég er farin að röfla hérna sem full væri.... Já full segi ég. Það er þorrablót um næstu helgi og ég þarf að ákveða hvort ég fer ,svo er nú líka þrettándaball á föstudeginum svo ég get verið full alla næstu helgi ef ég kæri mig um en ég verð að vera dugleg í ræktinni og sundinu svo að ég sleppi kannski bara þessu öllu saman... Sjáum til. Bið að heilsa í bili og eigið góða helgi og rólega. Já eitt enn.... Guðsteina vinkona er fertug í dag.. gott á hana hahahaha... En til hamingju gamla geit og vertu velkomin á fimmtugsaldurinn hér er fínt að vera... grár fiðringur og allt, segja þeir sem best vita.... :=)



~~**~~



flott mynd á réttu augnabliki....




allir horfa hugfangnir á....


~~**~~