miðvikudagur, 5. nóvember 2008

Reykjalunds og Reykjavíkurför...

~~**~~
Komiði sæl...
Jæja þá legg ég í hann í fyrramálið. MEð langan innkaupalista og vona að ég geti klárað sem ég ætla mér að versla. Ætla að kíkja aðeins á jólagjafir og svona það sem þarf til að klára í eldhúsinu mínu nýja. Aðalástæðan er þó Reykjalundur. Ætla að vona að þeir verði ánægðir með mig þar. Ég er nokkuð sátt svo að ég vona að þeir verði það líka. Móðir mín kær ætlar að nota tækifærið og nýta sér leiðsögn mína um slóðir verslana Stórborgarinnar. Það hefur hún norfært sér síðustu ár og greinilegt er að hún er´sátt því alltaf kemur hún aftur þegar ég á leið um borgina á þessum árstíma. Ég er að fara að sofa núna svo ég verði klár í slaginn í fyrramálið. Tek auðvitað Hindina mína með því hún er upprennandi kaupsjúklingur eins og mamma hennar... Ég held hún verði að læra til læknis eða lögfræðings til að hafa efni á þessu í framtíðinni. En nóg um það. Heilsur til ykkar í bili. Knús til næst. Ingibjörg innkaupasjúka. ( Það er samt ekki ástæðan Fyrir Reykjalundsför..) *Thí hí*


~~**~~


mmmmm... jóla jóla ..me like..
Ég ætla að vona að þeir á Reykjalundi hafi ekki hugsað mig svona í framtíðinni...Jukk...

Meira kannski svona!!! væri nær lagi. þetta er líka kvenmaður veit ekki alveg hvað hitt er þarna fyrir ofan!!!?? Gæti einhverntímann hafa verið kona!

~~**~~

2 ummæli:

Synnøve. sagði...

Hej där.
Så nu blir det shopping for harde livet. Med en lång inköpslista så låter det så.
Men han byggarn så äcklig ut! Varför gör man så med sin kropp?
Hålla sig i form är en sak, men det där....URK!!!
Ha det så gott nu. Hör av mig snart.
Kramen Synne.

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Gangi þér vel á Reykjarlundi, hef svo sem ekki hugmynd um hví þú ert að fara þangað, en taktu því bara sem húsmæðraorfofi, svona SPA, þurfa hvorki að elda né vaska upp, og svo kemstu örugglega í gullnámu af gömlum Séð og Heyrt blöðum, mátt alveg stela nokkrum og senda mér, elska íslenskt Séð og Heyrt, hér úti þekkir maður engann í því blaði.
Tobban