sunnudagur, 2. nóvember 2008

Before and after...

~~**~~
Jæja börnin góð. þá er nú komið að því að sýna herlegheitin í nýja eldhúsinu. Ég fann meira að segja gamlar myndir úr eldhúsinu eins og það var.... Jú það er ekki hægt að segja annað en að það hafi orðið smá breyting. Langaði svooo að bjóða fólki heim í gærkvöldi að ég stritaði frá 9 í gærmorgun til 18:30 bara til að hafa allt ready, tók mér að vísu 2eggja og hálfs tíma pásu til að fara út í höll og dekka upp salinn fyrir 450 manns. En það var einmitt Verslunnarmannaball þar í gærkvöldi og SÁLINN að spila. Mikið djö.... var gaman!! Mér var hent með ruslinu út undir morgun eins og venja er ef mér finnst gaman einhversstaðar. Var svo að vakna núna kl 14:00 mikið glöð yfir því að vera ekki þynnri en ég er :=) Fór á tónleika með syni mínum trommaranum í fyrrakvöld á Conero sem er hin þægilegasti pöbb hér. Þeir voru náttúrulega alveg frábærir... Takk fyrir það drengir. Er svo að fara til borgar ótta og myrkurs á fimmtudaginn næsta í smá innkaupaleiðangur...ef eitthvað er þá til þar. En vantar svona hitt og þetta til að fullkomna eldhúsið .t.d 2 loftljós sem ég fæ ekki fyrir minn smekk hér þrátt fyrir mikla leit... Nema eitt sem er of dýrt fyrir mína rýru buddu. En jæja darlings... finnst eins og ég verði að leggjast flöt núna í smástund... Veit ekki af hverju. En ég má til. Það er allavega skárra en að þurfa kannski að faðma Gustavsberg fram eftir degi. Hanne r nú ekki svo geðslegur. Heilsur til ykkar inn í nýja viku og læt heyra í mér þegar ég fæ munnræpu næst. God save the queen. :=) Ingibjörg svo undurþunn...

Before
~~**~~


Dúkurinn góði... ég sakna hans (not)

Eldavélin góða sem var með eina hellu í lagi síðstliðin 5 ár... Sakna hennar (not)


Bakarofninn minn sem ekkert gagn gerði nema að setja fitupolla í loftið hjá mér. Skrýtið.!! Sakna hans ( not)




Er nú með þetta borð sem mér finnst flott en stólarnir njaa væri til í aðra.





oj oj oj oj... leiðinlegast í heimi að þrífa .....



~~**~~
After

rómó.. þarna borðuðum við mjói minn humar í gærkvöldi ...


Þarna eldaði ég humarinn og gat notað 4 hellur til þess ef ég vildi...
svo fór humarrétturinn inn í ofninn og engin fitudropi lak á gólfið. Ég var hálfleið yfir því...(not)


Svo var farið í þennan skáp og valin falleg glös án fitu til að drekka úr..


Nánast orðin fullur að fituhreinsuðu leirtaui...


Vantar að sjálfsögðu eina hurð.. Svona lokahnykkurinn frá skítafyrirtækinu Íkea...


Er að spá í að fá mér munstraða filmu efst í gluggann sem límd er í, í staðinn fyrir gardínur. Hvernig litist ykkur á það?? Góð vinkona mín benti mér á að það gæti verið flott og ég veit að mér finnst það mjög flott . (Skildi sneiðina mín kæra)

Á svo eftir að setja eitthvað fallegt á veggina sem eru frekar naktir ennþá...

~~**~~

15 ummæli:

Þorgerður Sigurðardóttir sagði...

Mig langar lika i humar, og sveitaball i Vestmannaeyjum.
hälsningar Tobba

Nafnlaus sagði...

bara glæsilegt, til lukku elsku stelpa, væri alveg til í að hitta þig yfir kaffibolla þegar þú kemur í borgina.

Goa sagði...

Vá!!!
I really like after!!!
Ekki nein talva ennthá...bara ad bilast!!!
Mig langar líka í humar med thér og Tobbu..í flottttta eldhúsinu thínu!
Thad er hrikalega flott!!!
Love hurts frá Sverige...

brynjalilla sagði...

má ég vera með í humri og sveitaballi í vestmannaeyjum, lofa að verða ykkur ekki til skammar. Annars finnst mér nýja eldhúsið þitt yndislegt, og skil vel að þú saknir ekki dúksins né eldavélahellurnar blessuð sé minning þeirra. Þegar ég flyt á frónið og þarf að gera mér eldhús ætla ég að stela hugmyndinni þinni og hafa svona glerskápavegg....með öllu loppisdótinu mínu sem ég þarf að fara að hlaða á mig og mína, ætla að biðja tobnbu að kenna mér að panta online á tradera, kremja

Nafnlaus sagði...

Bara flott mín kæra. En ennþá flottara með eigin augum :-)
Sniðug hugmynd með filmuna hahahahaha.
Kær kveðja Anna Lilja

Hanna sagði...

Sæl Inga mín, aldeilis orðið flott hjá þér eldhúsið, maður er búin að bíða spenntur eftir myndunum og það hefur örugglega ekki verið leiðinlegt að raða í nýju eldhússkápana og sérstaklega glerskápana, en bara til hamingju með þetta
Kv úr firðinum fagra

Berglind sagði...

æði, en ég hefði nú ekki tímt að láta gólfdúkinn fara...knús

inga Heiddal sagði...

Já vel á minnst þá átti Anna Lilja vinkona hugmyndina af gluggafilmunni svo að það fari ekki á milli mála.... :=)

Nafnlaus sagði...

Bara flott! Kveðja Inga Hanna

Gusta sagði...

æði æði til hamingju með nýja eldhúsið filmu hugmynd sniðug en ég er nú alltaf meira fyrir fallegar gardínur lætur heyra í þér ef þú hefur tíma í borg óttans bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

þetta er nú meiri munurinn Hindin mín
held þú hljótir bara að svífa um í þessum herlegheitum.
Þú finnur eitthvað á veggina, tekur mann stundum tíma að finna rétta stílin, eigi má vera stílbrot hjá okkur.
Knú og til hamingju með nýja eldhúsið.
Milla

Nafnlaus sagði...

skil þetta með sigtið, en einhverntíman, ekki það að það myndi skifta mig máli,sigti eða ekki.. langar bara svo að heyra hlátur þinn "tí híhí"

Nafnlaus sagði...

Er þetta flott eða hvað?
Get sko alveg hugsað mér að drekka kaffi í þessu æðislega eldhúsi
Innilega til hamingju besta frænka
Knús Sigga fræ í Hveró

Synnøve. sagði...

Hej goaste Inga.
Så fint det blev. Är det verkligen samma kök?
Gillar skåpet måste jag säga.
Ingen snö kvar. Nu regn och dimma....
Vill ha vitt i måttliga mängder.
Det kommer snart en mail.
Kramen på dig.
Synne.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ
Vá Vá ekki neitt smá mikil breyting ,til hamingju ....

Kveðja Helen