miðvikudagur, 18. júní 2008

Að niðurlotum komin.....

~~**~~
Jæja gott fólk...
Þá er þessi ferð að lokum komin... Eins og það er búið að vera gott og gaman hér þá verður gott að komast heim líka. Og þá sérstaklega til að þrífa upp eftir smiði og annan ófögnuð sem mér skilst að séu að reyna að skvera húsið mitt eða allavega að skipta um glugga og bílskúrshurð og ekki nóg með það að þá skilst mér líka að vera sé að skipta um allar raflagnir út í götu og allt sundurgrafið... Hefði eiginlega þurft að vera viku lengur.. En það þýðir ekki að hugsa um það ég er meira að segja að fá gesti á næsta miðvikudag svo það þarf að taka til hendinni. Á flug kl 22:30 og uppáhaldsbróðir minn ætlar að ná í mig á völlinn... svo sætur í sér þessi elska, Þarf svo að fara í viktun upp á landspítala á föstudagsmorgun... Hlakka ekki til þess:( En við sjáum hvað setur . Gott verður að komast heim í rútínuna sína aftur og fara að synda og ganga og passa sig á alla vegu. Held samt að ég sé búin að léttast um 2 kg hér... allavega á viktina hennar Gúu. Hún er frekar leiðinleg þessi vikt á Landspítalanuum...:=) En allir mínir vinir og ættingjar ég hlakka til að heyra í ykkur og sjá. Puss og kram eins og þeir segja hér í Sverige. Tjingeling INGA

~~**~~



Spurning að setja svona vindmillur upp í Vestmannaeyjum til að skaffa manni rafmagn Myndi borga sig upp á nokkrum árum og kannski fengist þá rafmagn fyrir mjöööög lítin pening... (not)

Fallegir akrar allt um kring í nágreni Harlösa þar sem Gúa og co búa...


fallegir sveitabæjir út um allt umkringdir tjám .....



fallegt yfir að líta....

mmm.. væri til í að búa í þessu....



Falleg kirkja í Holmby á leið til Harlösa....


Fallegur lítill almenningsgarður fyrir aftan húsið hjá Gúu....



Væri til í að eiga þetta sem sumarhús......



Húsið hennar Gúu.....


Væri jafnvel til í að búa í þessari fallegu millu....


Þetta er draumahúsið mitt í næstu götu við Gúu.....


Jammm það er æði.....



Þetta reyndar ógó flott líka... langar líka í það...huh


Þetta er draumahúsið hennar Gúu æ ég veit ekki finnst það soldið scary....



en það er flott í fjarlægð.....ég skal samt alveg koma i heimsókn þegar þú er búin að gera það að þínu....
~~**~~

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku besta frænka fæ ég að sjá þig áður en þú ferð til Eyja
Góða ferð heim
Sigga fræ í Hveró

Nafnlaus sagði...

veit ekki alveg en ég hringi þá á undan mér. Kv INGA

Sigga sagði...

Gúu hús væri ekki scary um leið og búið er að mála hvíta gluggana.

kveðjur
Sigurður sixpack ;)

Lilla Blanka sagði...

Hej Inga!

Jag förstår inte så mycket av isländskan men bilder säger ju mer än tusen ord..!

Tack för besöket i min blogg!

Kram & ha en jättefin midsommar!!!
Mia

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís
Ég er sammála með draumahúsið þitt ... og mitt það er ógeðslega flott.
Ástarkveðjur úr
Mosó HK

Goa sagði...

Lítið tár á vanga mínum rennur...
tárin hennar Vigdísar hita hjarta mitt...
ég kyngi!
Finn svo hvernig hugsunin breikkar brosið og selta táranna kitlar munnvikið...
Oh, hvað var gaman að þið villduð koma og hvað þetta var ósköp gott og notalegt..:)

Takk elsku Ingan mín og Vigdís fyrir þennan tíma. Þið gáfuð mér styrk!
Ég er trygg í návist þinni Ingan mín og svo ótrúlega þakklát að eiga þig að vini.
Má það góða passa þig og þína...
og mundu hvað mér þykir vænt um ykkur...alltaf!
Saknaðarkveðja...

Gusta sagði...

Guð minn góður hvað þetta eru flott hús nei Gúu hús yrði ekki scary þegar hennar fimu fingur kæmust á kreik, það voru tár í augum mér þegar las kveðjuna frá Gúu til þín Inga mín alltaf erfitt að kveðja knús til ykkar kveðja Guðsteina