~~**~~
Gott kvöld...
Þessi dagur búin að vera aldeilis fínn... Fór í langa göngu í morgun og þegar ég kom heim þá keyrði ég Hind hérna út í sveit þar sem hún var að byrja á reiðnámskeiði... Það hitti heldur betur í mark og hefur ekki verið hægt að þurrka af henni brosið í allan dag. Hún og vinkonurnar fóru svo í sund og voru þar í á þriðja tíma... Þær ættu þá að vera búnar að ná af sér hestalyktinni. Það var Siggudagur hjá mér í dag og ætluðum við vinkonurnar að fara eitthvað í heimsókn en hvergi var neinn heima. Við fórum þá í bakaríið og fengum okkur kaffi og með því, sátum úti í góða veðrinu og drukkum ,spjölluðum og horfðum á fólkið og lífið í bænum. Þegar heim var komið var komin tími til að matreiða eitthvað ofan í fjölskylduna en manni langar ekkert að elda í svona góðu veðri svo að ég sat bara úti og engin matur tilbúin þegar liðið kom heim. 'Eg henti þá frostnum pizzum í ofn og fór út aftur í sólina. Svo gerðust þau tíðindi að grasið var slegið og var frúin voða ánægð með það. Hún hjálpaði meira að segja til og kantskar allt en var hálfhrædd við þessa vél... langar ekkert að gera þetta aftur...) Gestirnir mínir koma siglandi á morgun með herra Gubbólfi Herjólfsyni en veðurspáin er góð svo þau ættu ekkert að kvíða fyrir. Jæja best að fara að klára að undirbúa gestkomuna ,þarf að vera perfekt er það ekki ?? allavega svona við fyrstu sýn :) Drottin blessi heimilið og ykkur líka ... kv INGA
~~**~~



þessi litli blómálfur passar að engin skemmi stemminguna í garðinum...












~~**~~
8 ummæli:
voða er mín dugleg, ekki er svona fínt hjá mér, utandyra hihihi hef þetta sko engan vegin í mér, get alveg svona plat blóm, en svo er það bara blessaður vindurinn, þannig , sem sagt nenni ekki svona stússi, en tek hatt ofan fyrir ykkur öllum með grænu fyngurnar. knús í eyjarnar
Sol, nix, regn ja....
varmt, njäe bara lite.
VILL ha värme....
Pizza lät inte dumt, fast lite tidigt på morgon.
Vackra blommor du har vid ditt hus. Så såg man fjellet lite på en bild med.
Härliga bilder från dig.
Ska maila hehe.
Kramen Synne.
Fínt hjá þér sys. Ég sé að músareyrað þitt er langt komið, það eru ekki einu sinni komnir knúbbar á mín eyru. Kannski er betra að hitinn fari upp fyrir 10°.
kveðja Sigríður sunnan við sig
ansi smekklegt hjá þér ingibjörg! en ég var að bíða eftir glugga myndum!! knús
Sæl frænka,það eru ekki allar Siggur sem fá Siggudaga(ein soldið móðguð)
En þetta er mjög flott hjá þér mín
kæra kveðja úr Hveró
Sæl Inga, smá kveðja úr sólinni fyrir norðan:)
Helga
Voðalega sumarlegt og flott :)
Ástarkveðjur
úr Mosó
voða er fínt hjá þér og sumarlegt hafið það gott um helgina með brjálaða fólkinu frá Hafnarfirði bestu kveðjur Guðsteina og co
Skrifa ummæli