laugardagur, 28. júní 2008

Góðir dagar og gleðilegir....

~~**~~
Góðann dag!!
Það er búið að verða nóg að gera hjá minni með gesti og göngum og pössunum og alles. Er núna þessa dagana með shellmótsgesti og er búin að vera meira og minni niðri á velli að horfa á kappann hann Gunnar Óla Björgvinsson keppa í fótbolta. Hann á framtíðina fyrir sér í boltanum. Til að mynda var hann kosin í landslið shellmótsins og var það algjör toppur á hátíðinni fyrir hann. Flottur strákur þarna á ferð. Svo fékk ég í gær að passa litla gorminn hennar Önnu Lilju vinkonu, Náði í hann í leikskólann og fórum í bakaríið og svo á fótboltavöllinn. Hann er dúllmundur alveg í botn. Er búin að vera rosa dugleg í göngum og hreyfingu frá því ég kom úr svíaríki og er rosa ánægð með mig þessa dagana. Gott fólk bara svo að þið vitið þá kemst maður helv... langt á jákvæðninni og þegar sjálfsálitið hækkar um nokkur þrep þá finnst manni maður eiga heiminn skuldlausann. Ekki það að ég sé að kafna úr monnti ...það allavega held ég ekki. Vinkonur mínar ætluðu allavega að láta mig vita ef ég færi á eitthvað flug eða yrði hundleiðinleg við þessar breytingar á lífi mínu. Ég treysti því að þær geri það. Tók nokkrar myndir af nýjum munum sem ég hef eignast og af nýju gluggunum mínum sem ég er ánægð með. Utan kannski svefnógluggann en er búin að sætta mig við hann núna. Fyrir 6 mánuðum hefði ég tekið helv... gluggann sjálf úr aftur og þeytt honum í gluggagerðamanninn. En ekki í dag þar sem ég er alveg að ná yfirhöndinni á sjálfi mér hvað varðar að trompast og ekki trompast :=) Eigiði góðan dag og góða helgarrest. Þið sem eruð að fara að hrynja í það í kvöld passið ykkur á gangstéttunum..:=) Einlægust í heimi INGA


~~**~~

Stóðst þennan ekki fyrir nokkru þegar ég labbaði fram hjá Callas minni uppáhaldsbúð:)...
Bara flottur með börnunum mínum í bakgrunni....
Þessa dásamlegu áminningu á hávamáli gaf mér mín besta vinkona Gúa...
Svona líta nú gluggarnir mínir út... var ekki ánægð með þennan því hann er ekki eins og hann átti að vera. Hann átti að vera með krosspóstum í efri gluggunum en hann (gluggagerðamaðurinn) mældi þá vitlaust svo að það komast engir krossar þarna í... fjandinn bara. Þið getið ímyndað ykkur orðaleppana þegar ég kom heim og sá þetta. En það verður að hafa það þessi gluggi snýr upp í fjall svo að restin verður með krosspóstum þegar þar að kemur. Og þá stend ég yfir mann&%$#&...
Svona eru gluggarnir í sjónvarpsholinu og inni hjá Hind en gat ekki tekið mynd af honum v/ svefnpurrku trommarans sem er með herbergið hennar í láni vegna gesta sem herbergið hans hýsir.
Þetta kramarhús komið í gluggann á eldhúsinu með eldgömlum sálmi í svo maður fari sér nú ekki á voða þar við matargerðina :=)
~~**~~

5 ummæli:

Berglind sagði...

flott.knús

Goa sagði...

Halló!
Jæja gott að þú ert dugleg að ganga gamlan mín..;) og flott hjá Bögga syni...Æði!!
Ef þau eru ekki farin, bið ég vel að heilsa!

Fínir gluggarnir!!..en ég skil þig vel með svefnóið..ég hefði trúlega kyrkt manninn!..enda ekki jafn full jafnaðargeðs og þú..:)Hvað er að köllum, ég meina sá hann þetta ekki?!?!
Jæja, hvað um það...héðan allt ágætt, var á loppis og bara gamna og smá keypt, að sjálfsögðu..;)
Og núna á leið í...göngu!

Hjartanskram til ykkar frá mér...alltaf!!

Nafnlaus sagði...

Hæ dósin mín og dúlla
Flottir gluggar hjá þér en ég skil
alveg hvað þú átt við
Eg var að koma frá Flatey á Breiðaf,
það var frábært bara gömul hús
flottir GLUGGAR með gamaldags gardínur svona hvítar blúndudúllur
xoxoxo Sigga fræ í Hveró

Gusta sagði...

hva þetta eru flottir gluggar hjá þér Inga mín, Gunnar Óli er flottur simmalingur duglegur strákur ekki langt að sækja það hafið það gott restina af helginni knús knús kv Guðsteina já og bíttu svo í..........

Synnøve. sagði...

Idag hade jag ingen bra islänsk dag tror jag.
Får pröva att läsa senare igen. Hjärnan kanske vill samarbeta mera då.
Kramen vännen.
Synne.

ps,
har du fått mailen?
ds.