Hér fara um allar mínar hugsanir, allar mínar pælingar, í verki og í anda. Vonandi get ég uppfyllt eitthvað hjá einhverjum og komið einmanna sál til að brosa.
fimmtudagur, 29. maí 2008
Langflottastur!!!!!!!
þriðjudagur, 27. maí 2008
lokahönd undirbúnings .....
svo liggur leið okkar til köben eða nánar ... á Kastrup, þar sem við lendum og förum þaðan með lest yfir til Malmö og þaðan upp til Lund og þar býst ég við flokki fólks að taka á móti okkur dauðþreyttum eftir ferðalagið með lúðrablæstri og bleikum blöðrum... Held við lendum kl 21:00 að staðartíma. Og kannski verðum við komnar upp í Lund um 11 leitið... Allavega vona ég að það verði ekki mikið seinna. Man þetta bara ekki það er það langt síðan ég gerði þetta síðast. Hlakka til að hitta nýjasta frænda minn á fasta landinu hann er örugglega langflottastur eins og ættin öll...:=) Heyrumst í nánustu framtíð og farið ykkur ekki á voða þó ég skreppi aðeins frá...Gott og gleðilegt sumarfrí !!! Ykkar INGA.
Síðustu Callasmyndir og bekkjasýning...
dásamalega rómó og sætt....
Skemmtilega uppsett og maður getur alveg gleymt sér við að skoða....
Allt í stíl fyrir stelpuna og allt í stíl fyrir strákinn....
mánudagur, 26. maí 2008
part 3. from the giftshop "Callas"
sunnudagur, 25. maí 2008
Laugardagur til lukku...
Gormastur.... (Kristján Ingi)
laugardagur, 24. maí 2008
Svefnleysi og flottar myndir....
Hvað segir maður núna??? Góða nótt eða?? Klukkan er nefnilega 03:30 um nótt og ég að blogga er það klikkun eða what?? En ég gat ekki sofið er að pirrast til andskotans í löppunum og þá er ekkert annað að gera en að fara bara á fætur og blogga :) ... Thí hí nú heyrist trítl frammi á gangi og jú jú er ekki sú litla að læða sér upp til pabba síns... Tekur trúlega ekki eftir að ég sé ekki þar. Fór á fótboltaleik í kvöld sem var hreint fínn og unnum við stjörnuna 2-0. Var svo líka í pulsupartíi hjá Siggu og Finnboga fyrir leik svo ég fór södd á leikinn.Kíkti á Kristjönu í kaffi í dag og leystum við nokkur af heimsvandamálum yfir einum bolla... Það klikka ekki eldhúsumræðurnar.
svo flott þarna svörtu kertin.....
flott lítil pottablóm.....
fimmtudagur, 22. maí 2008
Klikkaðar krónur....
Þessi stóra þarna er stórkostleg og hún er svvvooo stór..mmm.... ( mér langar svooo í hana en ég held hreinlega að mjói maðurinn sem ég bý með myndi þeyta mér út í hafsauga ef ég kæmi með hana heim.)