þriðjudagur, 29. apríl 2008

Dásamlegur dagur!!!(fyrir utan syfju)

~~~**~~~
HELLOJ!!
Og afsakið. Ég ætlaði nú ekki að láta líða svona langt á milli tíðinda. en það er búið að vera mikið að gera og ég voða þreytt og sybbin á kvöldin og svo er líka búið að vera hálfgerð gúrkutíð í fréttamennskunni. Hindin flaug heim seinnipart sunnudags eftir vel heppnaða ferð í leikhúsið.. Dramadrollan mín grét í 3 skipti þegar eitthvað sorglegt kom og hló og klappaði þegar eitthvað skemmtilegt skeði. Ég fór svo í góðan kvöldmat hjá Guðsteinu vinkonu og kjaftaði frá mér allt vit eins og venjulega þegar ég er annars vegar. Mánudagurinn var ofvirkur hjá mér og dó ég bæði úr þreytu og syfju.( Verð að athuga þetta með syfjuna.) Þriðjudagurinn var skemmtilegur!! ég vaknaði snemma eða kl 7 sem var reyndar ömurlegt því ég er alltaf sybbin en dagurinn á Lundi reykjanna var góður. Ég fór svo til Hildu vinkonu og drakk fullt af kaffi og talaði helling(náttúrulega). kl 19:00 fórum við svo saman, ég ,hún og Þórdís gamla góða vinkona mín og skólasystir okkar Hildu út að borða á stað sem heitir the fish market... Rosalega töff staður og spes. Við rifjuðum upp gamlar og góðar minningar og hlógum að gömlum prakkarastrikum sem fjölluðu um íkveikjur á gamla Þjóðviljanum sem við nenntum ekki að bera út og fleira sem ekki er birtingarhæft..:)Við ákváðum að hittast aftur seinna og þá með kannski fleirum af gömlu félögunum. það er nú reyndar komin tími á árgangsmót ef einhver les þetta úr gamla bekknum þá má einhver taka að sér skipulagninguna.
Jæja þá eru bara 2 dagar eftir á Hælinu og verður gott að koma heim.. en þangað ætla ég með seinni ferð herjólfs á föstudag. Það passar að þann dag fer Mjói maðurinn sem ég bý með, erlendis á fótboltaleik svo að ég og hann verðum grasekkjuekkill..(nýtt orð) aðeins lengur.
Well ...það verður að hafa það... Ég græt bara gleðitárum þegar hann kemur til baka. (thí hí) Bara gert fyrir hann þessi setning.. Jæja ég er orðin hás í höndunum á þessu röfli vonandi fer að verða eitthvað að frétta og ég get sýnt ykkur nýjar myndir af öllu því sem ég er með í hausnum um hvað ég ætla að gera þegar ég kem heim... já huhum... EN nú er ég farin í bælið. luv ya gays!!
Tjingeling. INGIBJÖRG OFURÞREYTTA.

~~~**~~




Þórdís og Hilda í góðum gír............

Ég og Hilda í góðum gír...................


Og ég og Þórdís í góðum gír...........



restar af aðalréttunum. Ég fékk mér humarsúpu alveg ógurlega sérstaka, líkist ekki venjulegri humarsúpu en góð... Þórdís fékk sér þorskhnakka m/ humri og einhverju fleiru rosa gott.
Og Hilda fékk sér smálúðu með rauðrófukarrý...something....rosa gott líka




Gleymdi náttúrulega í græðgi minni að taka myndir af aðalréttunum okkar en hér er allavega restin af þeim....


þetta fengum við sem apperthiser( held það sé skrifað einhvernvegin svona) :) smjörbaunir og brauð með ferlega góðri sósu...

~~~**~~~

laugardagur, 26. apríl 2008

Guðdómleg ganga!!!

~~***~~

Gott kvöld þetta laugardagskvöld. Dásamlegt veður úti og allt of gott til að sitja
bara inni og horfa á sjónvarpið... Þess vegna ákváðum við Hind að fara eftir amstur dagsins í góða göngu. Byrjuðum reyndar daginn
á að fara í göngu og fórum svo í bæinn og þaðan í heimsókn til Bögga og Ólafar og þaðan varð Fröken Hind að fara beint á Kentucky fried Chicken og fá sitt barnabox...Mamman át 1/2 singer kjúklingaborgara og vatn með. Ég hef nú smakkað betri mat um dagana en ég tók hin helminginn með mér og ætla að éta hann í hádeginu á morgun. Semsagt aftur að göngunni góðu. Hind varð að fara á línuskautunum og sýna mömmu sinni hvað hún væri dugleg... og hún er það alveg virkilega. Hún átti línuskauta fyrir 2 árum en þeir voru orðnir of litlir í fyrra svo hún gat ekkert æft sig þá en það hefur haldist inni það sem hún var búin að æfa sig fyrir svona löngu...
GOTT MÁL!!
En nú ætla ég að bjóða góða nótt og þið sem eruð á djamminu please!!! gangið hægt um gleðinnar dyr..Heyrumst alla mina goda kompisar..:) INGA

~~***~~


Yndislegt veður á laugardagskvöldi... það var eiginlega nauðsynlegt að fara í göngu....
...Bátabryggjan fyrir utan hjá Ágústi bróður.... dásamlegt að labba þar um....
Það er svo flott gönguleið að byrja þarna og halda svo upp í Grafarvoginn....


... þar sem við tekur göngustígur meðfram
sjónum...

Dóttirin að leika sér með myndavélina.....


og mamman að leika sér fyrir framan myndavélina....



Svolítið fyndin svipurinn á litlu hafmeyjunni....




* den lille havfru*... :)

Smá hvíld... það tekur á að vera á línuskautum í göngu seint um kvöld...



Smá brekka sem hún rann niður....

leiðin er falleg og á köflum hverfur maður í smáskógi....


.........................................................



verið að *pósa* fyrir mömmu sína.....


rétt áður en við lögðum af stað.....


flottur himinn kl 22:21...að kvöldi 26 april...


Bryggjuhverfið þar sem ég hef búið hjá bróður mínum í mínum bumbulíusarferðum...:)

föstudagur, 25. apríl 2008

Mæðgur í kaupstaðaferð....

~~***~~

HELLOJ......

Jæja þá er ég búin í heimilisstörfunum fyrir Kollu másu mína. Það var nú ekki erfitt, allir orðnir svo stórir að allir gátu nánast séð um sig sjálfir. En við mæðgurnar gerðum víðreist í búðum borgarinnar og er dóttirinn engin eftirbátur mömmu sinnar þegar kemur að innkaupum. Þegar ég var gengin vel upp fyrir hné þá settist ég nú bara á bekk fyrir utan búðirnar og hún trítlaði um alla búð og skoðaði og keypti svo það sem heillaði hana mest.
Á leiðinni heim til Ágústar bróður þá lentum við í einhverjum mótmælastíflum á miklubrautinni.. Þar voru komin saman um 100 ungmenni að mótmæla bara einhverju og réðu gjörsamlega ekkrt við hormónana í sér.. Held að vín hafi líka spilað þarna eitthvað inní því að það voru dimmiteringar út um alla borg..Og ég man ekki eftir að hafa séð edrú dimmitering nokkurntíma.

Við vorum nú ekki svo lengi í stíflunni að maður væri að missa vitið eins og sumir sem hafa lent í þessu. Þar held ég að námskeiðið hjá Guðjóni Bergman hafi reddað mörgu. Er gjörsamlega hætt að æsa mig yfir einhverju sem ég get ekki breytt, nenni því einfaldlega ekki. En nóg um það. Ég ætla að bjóða dóttur minni í langa göngu á morgun laugardag og svo á sunnudaginn ætlum við að bregða okkur í leikhús og sjá Gosa... það verður gaman, en við verðum svo að keyra á næstum ólöglegum hraða út á flugvöll til að koma Hind í Vestmannaeyjarnar aftur. Það tekst!!!:)

En þið allir mínir vinir og kunningjar ég óska ykkur góðrar helgar og vonandi verður jafn gaman hjá ykkur og okkur hér.. Eigiði frábæra helgi . Ykkar Pinga..:=)

~~***~~







Ein rosa glöð... hún keypti sér línuskauta í sumardagsgjöf fyrir peninginn sem Amma og afi gáfu henni og amma Kristín líka...

Við gáfum henni þetta dress í sumardagsgjöf sem samanstendur af pilsi ,mussu, ermum og leggings, rosa pæja...


Rosa klár á nýju Línuskautunum og þeysti út um allt hús...



Ætlaði aðeins að prófa að fara á línuskautunum út en þorði það svo ekki vegna einhverrar stórrar flugu sem hún sá....:)




Sjá svipinn á henni svona verður hún alltaf þegar hún er spennt með eitthvað....



Svo var náttúrulega farið í Tiger og keyptur allskonar óþarfi.... en það er svo gaman.




Þennan kjól fékk hún í sumargjöf frá foreldrum sínum líka....




Og þetta ilmvatn frá Zara kids...

~~***~~


miðvikudagur, 23. apríl 2008

Are you freakin... KIDDING ME!!!!

~~***~~
Manni langar jú bara til að fara að syngja "Frjálst er í fjallasal fagurt í skógardal" En ekki með allan þennan snjó!!!! Eruð þið að grínast þarna fyrir austan?? Sigríður systir mín hin stórundarlega með meiru sendi mér þessar myndir í gær og þær voru teknar í SÍÐUSTU VIKU!!! Jú víst eru þær fallegar og sjáiði hvað er fallegt veður ekki ský á himni og blárri verður varla blái liturinn þarna. Það heur aldeilis kyngt niður þarna síðustu vikurnar.. En þetta verður nú fljótt að fara um leið og hlýnar. Af mér er það að frétta að ég sef út í eitt... :) ekkert nýtt semsagt. Núna er kl 22:00 og ég að fara úr kjálkaliðnum ég er búin að geispa svo rosalega... Þætti ekki undarlegt þó að það flygi þröstur út úr skoltinum á mér á morgun sem ég hafði gleypt og ekki tekið eftir því. Þegar ég var búin í lengstu göngu sögunnar í dag fór ég og sturtaði mig í bak og fyrir ( ekkert ógeðslegra en að vera eins og sveittur perri í bænum) Ég fór nefnilega í bæinn með tvö takmörk og annað var að kaupa skó fyrir systur mína, og hitt var að kaupa lakkrísreimar fyrir Gúu vinkonu, Já ég veit alveg furðuleg beiðni en þetta er hún vinkona mín í hnotskurn.. Ég hinsvegar mundi bara eftir að kaupa skóna en gat svo ómögulega munað hvað hitt var svo ég fór bara á kaffihús og sat þar alein og drakk café Latte.. Ekki leiðinlegt að sitja svoleiðis og sötra gott kaffi og fylgjast með öllum þeim týpum af fólki sem röltir fram hjá manni.. (Fer í lakkrísreimarnar strax ´morgun). Svo er ég nú búin að flytja mig um set og komin til Kollu másu minnar en ég ætla að reyna vera með heimilið hennar fram á föstudagskvöld eins og áður hefur komið fram.
:(Hindin mín litla komst ekki til mín í dag:(
Það er þessi fokkings (afsakið) þoka sem allt eyðileggur einn ganginn enn. Ég vona að hún komist í fyrramálið. En þangað til verð ég á bæn um að þokan verði bara í hausnum á Þórey vinkonu og jú kannski ólöfu líka. Ég held hún sé best geymd þar. Ekkert illa meint stelpur mína en þið skiljið mig væntanlega alveg :=) Nú ætla ég að fara að halla mér og þið hin kannski bara líka!!
Farið vel með ykkur og passið ykkur á martröðunum.. Klemma til ykkar allra.
Ykkar INGILÍNA...
~~**~~

A few beutiful pictures taken last week in my old hometown "Seyðisfjörður" Ju de er sant!!!

séð út um eldhúsgluggann hjá systir minni.. (seen from my systers kitchen window last week)
Beutyfull weather out side... Tekið á Baugsveginum hjá Siggu....


The moutain "Bjólfurinn" on the north side of the Seyðisfjörður


This allso.....

The montain "Sandhólatindur" on the east side of the fjord...

The same mountain.....


right outside my sisters house....

.........................

The mountain "Strandatindur"on the south side of Seyðisfjörður...



mmmm...... The sun was shining brightly.....



Is it beutyful or what???....

Taken outside a window in my sisters house......

"Strandatindur" we used to go skiing here when we were kids....



mmmmm .... its beutyfull .. but im glad i live now were there is no snow... i mean its the middel of april..( but it is sometimes like this in my old hometown)
~~***~~


þriðjudagur, 22. apríl 2008

Sitt lítið af hverju!!!

~~***~~


Gott kvöld...
Fór í alveg dásamlega göngu í dag og gekk allan Grafarvoginn eins og hann leggur sig. Það er dásamleg gönguleið þar, sem tekur um 1 klst. Þegar ég var búin að því skolaði ég af mér svitann og fór til Kollu másu minnar. Ég ætla að halda heimilinu hennar gangandi í 2 daga á meðan þau hjónin eru að spóka sig í Köben... Það verður gaman. Hindin mín kemur til mín á morgun. Ég hlakka til að sjá han a og fá hana. Í kvöld hittist feitabollugengið sem var saman á Reykjalundi í oktober við höfum tvístrast aðeins því að ekki fóru allir á sama tíma í aðgerð. Við fórum á veitingastaðinn Vegamót og fengum okkur að borða þar... hefði dugað einn réttur fyrir okkur allar en auðvitað hafði maður ekki vit á að panta einn rétt og fá fleiri diska... Það lærist vonandi því það fóru fjallgarðarnir af mat aftur fram í eldhús þegar við vorum búnar að borða.. Svo spjölluðum við saman heillengi eða þangað til við höfðum pláss fyrir Café Latte. Ég kom heim kl 22:30 alsæl með kvöldið...Fer um hádegi á morgun á Lund Reykjanna í badminton, göngu og sund.. Engin fyrirlestur eða neitt á morgun. Svo er ég komin í helgafrí því ekkert er um að vera á sumardaginn fyrsta þar... eða ekkert prógram allavega hjá okkur. Vonandi hef ég tíma á morgun til að blogga því ég er með dásamlegar myndir frá Seyðisfirði sem teknar voru fyrir um 2 vikum og allt á kafi í snjó en yndislegt veður.. Við sjáum til. En nú ætla ég að fara að koma mér í koju ég er orðin rangeygð af syfju. Voðalegt hvað ég þarf að sofa mikið þessa dagana . Ég má ekkert vera að því. Vondandi líður ykkur vel í draumalandinu í nótt og draumarnir verði fyrir gæfu og góðu gengi. Góða nótt elskurnar um allan heim. Ykkar alltaf. INGA

~~***~~




Æ snúllumúsin hún Hind ætlar að koma til mín á morgun og vera hjá mér í 3 daga....mmm gott gott..
Ég verð að leiðrétta þann miskilning að það væri búið að drekka upp allann barinn hjá Siggu fræ í Hveró... Það er ekki rétt það er allt vaðandi í brennivíni þar . Ég fann þessa mynd í gær ... hafði yfirsést hún af öllum hinum sem ég tók um helgina...:)

Æ... Ætlaði svosem ekkert að sýna ykkur nýja hárið mitt en það er semsagt hér og er ég mjög ánægð með það... Eiginlega alveg eins og síðast ..en næst ... god help us all... hvað það verður spooky Þá...


Allataf að heyra hvað sushi er gott... Smakkaði það í veislu einu sinni ég er ekki sammála þetta er með því ógeðslegra sem ég hef smakkað... var með skitu alla nóttina...Gott þá þarf ég aldrei að borða það aftur:)



Gluggaði í Glamour um helgina ... gæti alveg hugsað mér að detta betur inn í það...




Og reyndar cosmopolitan líka. Kannski kemur að því að ég fíli mig great naked eins og stendur þarna á forsíðunni en ekki eins og maður sé í illa strauuðum kjól þegar maður er nakin.. Thí hí..

~~***~~