föstudagur, 23. nóvember 2007

Myndasería úr ýmsum áttum

Jæja þá er hin dýrlegi föstudagur runnin upp. Og guð minn góður hvað rigndi þegar við fórum í skólann. Talandi um að það rigni stundum hundum og köttum þá gerðist það einmitt núna og það var ekkert þægilegt.Við vorum inni í löngufrímínútum en komumst út í þeim seinni. Við Vigdís Hind fórum reyndar heim eftir þær því hún er orðin veik. :( .Ég ætla nú samt að skreyta um helgina .Þarna koma til dæmis pabbar að góðum notum þeir geta "passað" barnið sitt á meðan mamman gerir það sem gera þarf. En í annað, langaði svo að sýna ykkur þessa frábæru þæfðu ullarmyndir eða bumbumyndir eins og við köllum þær hún vinkona mín er að gera þær í öllum litum og afbrigðum. Fariði endilega einn á barnaland.is/barn/66426 og skoðið. En ekki kaupa þessa stóru brúnu hún er ekkert flott:) Að lokum vil ég þakka þeim sem eru búnir að kíkja við hjá mér og öll kommentin þau eru svo flott að maður verður klökkur. Góða helgi og gangið hægt um gleðinnar dyr á meðan ég skreyti.
Sjáiði þessar !! ég á þær. það er til ein stór,stór og mig langar í hana líka og setja hana ...sjá neðar:




Þetta er síðan ég var fátækari og þurfti að kaupa mér plakat og festa það aftan á mótatimbur sem ég klambraði saman og málaði. Það hangir enn uppi kannski verð ég rík og kaupi mér stóru myndina hjá ÖnnuLilju....


Vantaði eitthvað á veggina svo að listaspíran INGA fór að prófa sig áfram m/ pastellitum



en ég held hún verði nú aldrei fræg á þessu (thí hí)


4 ummæli:

Anna Lilja sagði...

Þú þarft nú ekkert að vera svo rík til þess að kaupa myndina.
Verðið er heldur ekkert heilagt þar sem þú ert jú komin mjög ofarlega yfir BESTU KÚNNANA. Getum bara fundið eitthvað gott verð. Finnst nú alveg kominn tími á að skipta plaggatinu út hahahahaha(góði sölumaðurinn)
Kveðja þín Anna Lilja

Gusta sagði...

flottar myndir hjá þér Inga mín efnilegur listamaður hafðu góða helgi í skrauti bestu kveðjur Guðsteina

Goa sagði...

Hafðu frekar Gísla í skauti þínu um helgina...það finnst mér..:)
Flott klukka..;)
Í kvöld ætlum við að drekka glögg og borða piparkökur og ost og döðlur og...allavega, bara óhollt!

Knús og klemm á þig krúsin mín

Sigga sagði...

Gamla mótatimbrið alltaf flott. Nú hendir þú bara plakatinu tekur fram penslana og málar nýtt í rammann.
Knús