föstudagur, 30. nóvember 2007

Sigga litla systir mín....

Ég var svo heppin að hún Sigga systir mín sendi mér þessar fallegu myndir af hennar heimili. Og af því að mín myndavél er biluð þá set ég hér glænýjar myndir frá henni inn. Ég veit hún verður ekki hrifin en við þ´ví er ekkert að gera. Hún getur ekkert gert mér þar sem ég er hér og hún þar. he he
Það er byrjað að snjóa á Seyðis eins og sjá má það var reyndar ekkert spes veður þar í dag frekar enn hér. Ég er að segja ykkur að ég þarf ekki að fara í botox eða anlits-strekkingu næstu árin vegna þvílíks vinds hér í morgun og dag. ég var á útivakt í skólanum og ég er eiginlega búin að brosa út að eyrum í allan dag það strekktist svo mikið á manni..En ég er sem sagt að fara á jólahlaðborð á morgun ef ég hef ekki verið búin að nefna það :) ég fékk dásamlegan kertavasa glæran m/frostrósum á og silfrað kerti í honum ég er svo sæl með vininn minn sem upplýsist á morgun einnig..Góða helgi elskurnar mínar og gangið hægt um gleðinnar dyr. knús!

búið að setja jólatréð upp og seríurnar komnar á. ég varð að setja þessa mynd inn þetta er svo smart sjónarhorn.
Mér finnst þessi mynd alveg dásamleg og ætti að vera í einhverju smart blaði...

séð út um eldhúsgluggan hennar. Sjáiði hvað þetta er sætt!!!!


Í fallega garðinum hennar Siggu að vetri til( nema hvað :) )




mmmm... hin dásamlegi vetur komin á Seyðis...





4 ummæli:

Goa sagði...

Ég veit...þetta er svo hrikalega fagurt...að ég er að hugsa um að skreppa bara í kertaljós og klæðin rauð..:)
Maður man varla hér hvernig snjójólatilfinningin er...farin að halda að þetta sé bara til á myndum..:(
Kramarhús á þig og skemmtu þér svooo hrikalega, illilega vel á morgun...hnoðrinn minn!
Passaðu þig á P.W..;)

Gusta sagði...

Æði æði mig langar heim í heiðardalinn þegar ég sé þessar fínu myndir frá Siggu skemmtu þér vel á morgun Inga mín bestu kveðjur Guðsteina

Sigga sagði...

Var að klára að skreyta og hefði nú frekar sent þér myndir af öllu tilbúnu ef ég hefði vitað að þær enduðu á síðunni þinni. Allavega slaufurnar komnar á tréð og greni út um allt hús. Gaman að eiga góðan leynivin. Hringi seinna í dag og forvitnast hvernig var í gærkvöldi.
Kveðja og knús
Sigga litla systir þín :)

Berglind sagði...

það er alltaf best í heiðardalnum,nú snjóar jólasnjó,svo er ekkert smá erfitt að kommenta hjá þér ég þarf að gefa upp nafn, skónúmer, fatastærð ofl í hvert skipti sem ég reyni það, en kveðjur á þig og þína.