fimmtudagur, 29. nóvember 2007

áframhaldandi eitthvað

Myndavélin enn að stíða mér svo þið verðið bara að skoða gamlar myndir ... eða þær eru nú ekkert svo gamlar. Dagurinn í dag var rólegur og góður og skemmtilegt var á kaffistofunni v/vinavikunnar. Á laugardaginn kemur þetta allt í ljós þegar farið verður út að borða jólahlaðborð syngja og kannski poggolítið rauðvín með. (vonandi) thí hí... Það er svo hvasst úti að mér finnst þegar ég horfi út á haf þá þjóti Ísland framhjá öðru hvoru. Ég ætla að vona að svo sé ekki allavega að við séum ekki á fartinu fram hjá landinu hring eftir hring. :)Dóttir mín er að tapa sér hana langar svo í nýja heimasíðu. Svona flotta eins og þú mamma, sagði hún. Og meinar þá jólamyndina og glitrandi stafina og það allt. Ég er svo ströng mamma að ég sagði þegar þú ert búin að læra þá skulum við sjá til... ég elska þessa setningu "við skulum sjá til" :) :) Farin að hlýja mér upp við karlinn júhú.
góða og skemmtilega drauma i know i will...
kertakróna sem pabbi minn smíðaði handa mér fyrir mörgum árum. Hún er búin að vera silfruð, gyllt og núna hvít...mmm


þessi skápur á að fá yfirhalningu sem allra fyrst þ.e. málun



þetta er glugginn á baðherberginu sem kviknaði í :( en það er búið að laga það allt...


Baðherbergið okkar eftir að það var tekið í gegn...






3 ummæli:

Anna Lilja sagði...

oh það er svo gaman að skoða síðuna þína Inga mín, vonandi verðurðu alltaf svona dugleg að blogga og setja inn þínar frábæru hugmyndir af fallegu heimili eins og þér einni er lagið.
Er búin að vera á leiðinni til þín alla vikuna en litli gullmolinn og ég erum búin að vera svo slöpp.
Hlakka svo til að koma til þín og sjá fallegu jólin þín og fá mér góðan kaffisopa.
Verð á markaðnum föstudag og laugardag og sé að þú verður væntanlega en vonandi ekki mikið þunn á sunnudaginn þannig að ég kem við fyrsta tækifæri.
Knús frá mér til þín í þessu skííííííta veðri. :)

inga Heiddal sagði...

vertu velkomin hvenær sem er og líka í þynkunni sem verður sama og engin á sunnudaginn gangi þér vel á markaðnum sem ég kíki nú væntanlega á ef ég á ekki að vera með gullmolann litla . Þú veist að það er velkomið. kv INGA

Sigga sagði...

...myndavélavesen er þetta. Er að bíða eftir jólunum þínum.
Kveðja Siggs