saumaborð sem pabbi smíðaði handa mér fyrir saumavélina sem amma mín gaf mér
Fimmtudagur til farsældar
Fimmtudagur til farsældar
...Það þýðir að það er alveg að koma föstudagur og þá líður mér svo vel. Ég lofaði sjálfri mér að fara ekkert út alla komandi helgi því ég ætla að skreyta hjá mér... jú víst ætla ég að gera það ykkur kemur það ekkert við.Ég á svo mikið af skrauti og var að kaupa meira :) svo ég þarf að finna nýja staði og allt það. NEI þetta er ekkert of snemmt ég ætla meira að segja að skreyta jólatréð í byrjun desember. Og það verður með nýju sniði þetta árið. Dóttir mín er búin að röfla í mér öll árin að það sé ljótt tréð hjá okkur en það hefur alltaf verið bara hvítt og gyllt en nú verður það allskonar. Hlakka til að sjá hvernig það kemur út. ég sendi ykkur hérna með nokkrar myndir og allavega eina eða tvær jólamyndir þið ráðið hvort þið horfið á ÞÆR eða ekki. Heyrumst... og ekki vera hrædd við að kommenta það er svo gaman að fá svoleiðis knús og kossar til ykkar inn í helgina.
6 ummæli:
hæ Pínu snemmt að skreyta er það ekki en ég ætla byrja líka um helgina kannski á sunnudag í þreytunni eftir KIM LARSEN tónleika hafðu góða helgi
Sæl systir!
Bara viku of snemmt fyrir mig. Þráhyggjan mín segir að það verði að vera komin desember. En ég er nú búin að taka dótið fram híhí.. Gott meððig og jólatréð, upp um leið og allt hitt segi ég. Frostrósin flott !!!
Knús
Já systir góð ég ákvað að taka upp þinn skemmtilega sið og setja jólatréð snemma uppþví eins og þú segir er það folttasta jólaskrautið. Og því skyldi maður ekki njóta þess jafnlengi og öllu hinu.
Sæl vertu sunnangolan mín!!
Ég bara varð að segja þér að Himmi Þór var að skoða hjá þér áðan...las allt vel og vandlega og sagði svo..."hún er svo dugleg að blogga, þó hún sé bara nýbyrjuð"!!
Þetta fannst mér gott hrós..:)
Fínar myndir...take care!!
Kramar frá mér...til þín!
þetta fer að verða full vinna að forvitnast á heimasíðum,en flott hjá þér og til hamingju með síðuna.
Til hamingju með síðuna, alltaf gaman að skoða nýjar síður. Mér líst vel á þig að skreyta snemma. Jólaseríurnar mínar fara snemma upp og mjög seint niður, svona í mars. Enda allt í myrki hjá mér.
Skrifa ummæli