miðvikudagur, 21. nóvember 2007

fann þessa grind í kjallaranum hjá mér fyrir nokkru og spreyjaði hana að sjálfsögðu
þessi hilla er líka úr RL og kostaði skid og ingenting en puntuhandklæðið þykir mér vænt um vegna þess að amma mín saumaði það fyrir um 50 árum eða svo

prúttaði þennan skáp í RL og fékk hann á hálfvirði það var gaman thí hí


keypti þessa hillu í RL á kúk og kanil Gúa mín gaf mér hengistjakann þarna takk takk



9 ummæli:

Goa sagði...

MMM. líst vel á óhollar uppskriftir...;)
Meiri óhollu fyrir fólkið..*thi,hi*
Akkurat núna sit ég og sauma skó!!
Koma myndir von bráðar!!
Flottar krónur og fuglabúrin bráðvantar mig...OK!
Tjingeling!!

Sigga sagði...

Hamingjuóskir með síðuna systir sæl. Þetta þýðir að maður verður á netinu sólahringum saman, til skiptis hjá þér og Gúu. Síðan finnst mér of mikið að eiga tvö fuglabúr, best væri að gefa systur sinni annað :)
Heyrumst

Gusta sagði...

hæ ég setti auðvitað mitt comment á 20/11

Sigga sagði...

Við Jóhanna sitjum hér og skoðum síðuna.
kveðja

Ólöf sagði...

nei gamangaman!!!
Loksins get ég farið að kíkja í heimsókn aftur og kíkt eftir einhverju nýju úr hugmyndarsmiðju og framkvæmdargleði Ingu. Hlakka til að sjá matarhornið þitt...ég er nú ekki svona myndó eins og þið Gúa og er ekki að sauma skó...ég sit og sendi leiðindabréf til skuldara þessa stundina...miklu skemmtilegra að skrifa þér línu...þú er komin í favorit darl...kíki á þig á klukkutímafresti kusan mín
luv
Ólöf

Goa sagði...

Hæ lovely...stal myndinni þinni af nótt í eyjum...vonandi attilæj..;)
Klemma til þín...frá mér!!

Dagga sagði...

Glæsilegt!! til lukku með síðuna, nú getur maður loksins fylgst með dúlleríinu þínu og jafnvel stolið hugmyndum :-)ekki leiðinlegt það. En mér finnst grindin þín úr kjallaranum djvelv flott..... líst vel á matarhorns hugmyndina en hafðu nokkrar hollar fyrir okkur mjúku konurnar he he.

Kveða

sigga þ sagði...

Til hamingju með síðuna Inga mín.Á eftir að kíkja oft á hana bæ bæ sigga þór

Anna Lilja sagði...

Til hamingju með síðuna Inga mín.
Loksins komin síða sem maður getur alltaf farið inn á þegar maður þarf upplyftingu.
Ekki leiðinlegt fyrir fólk að sjá hugmyndirnar sem þú hefur fengið við að skapa þetta yndislega fallega heimili sem þið eigið.
Fyndið ætlaði að segja sama og ég sá að Sigga systir þín hafði skrifað finnst allt of mikið að eiga tvö fuglabúr. Eitt myndi sóma sér vel hjá mér haha.
Og p.s. myndin er enn til :o)
Kveðja af Illó