þriðjudagur, 27. nóvember 2007

Fagurt syngur svanurinn...

Þá er þessi dagur að kvöldi komin og nóg að gera. Er farin að syngja með englakórnum hjá grunnskólanum. Það er gaman við höfum gert þetta í nokkur ár og syngjum fyrir restina af kennurum og starfsfólki á jólamatnum sem við höldum núna 1 des. Það er líka leynivinavika hjá okkur sem er alltaf gaman. Ég á voða dúllu sem vin og er búin að gefa mér svo fallegt og skemmtilegt. Svo gef ég líka skemmtilegum vin það er gaman að gefa henni hún er svo þakklát fyrir það sem ég er að gefa henni. (ég er að fylgjast með henni í laumi thí hí þegar hún tekur upp pakkana frá mér.) Mig langaði að sýna ykkur tuskudúkkurnar mínar sem eru af öllum gerðum . Þar sem ég er að pakka þeim flestum niður þá akvað ég að taka mynd af þeim og setja þær hér. Svo á ég nú nokkrar í viðbót sem eru jólalegar kannski tek ég myndir af þeim líka og set hér einhvern daginn . Ef myndavélinn hagar sér, en hún er búin að vera hundleiðinleg síðustu daga. Bið að heilsa öllum í bili
og kveð að sinni. knús!!

Þetta er snjóengill sem Sigga frænka gaf mér og gerði, hann er uppi allt árið hann er svo mikil dúlla
þessi heitir Brjóstgóð og það var fyndið að gera hana v.þ að maður þurfti að gera brjóst á hana sem héngu utan á henni.

með þeim fyrstu sem ég gerði og voru auðveldar og sætar


sé nú ekkert jólalegt við þetta par en þau heita samt jólasveinaenglaamma og jólasveinaenglaafi..



æ aldrei eiginlega hrifin af þessum og það var leiðinlegt að gera þær..




þessi var algjört puð en hún er flott og í miklu uppáhaldi hjá mér. svo sjáiði gamla kökukeflið hennar ömmu Siggu þarna ,ég lem Gísla stundum með því... ( thí hí)





þetta er sá fyrsti sem ég gerði og heitir verndarengill






Þykir vænt um þennan. Hann hangir yfir hjónarúminu. Ég gerði 10 svona einu sinni og gaf í jólagjöf







3 ummæli:

Sigga sagði...

Þú ætlar þó ekki að pakka þeim öllum niður??? Mér finnst t.d. hvíti engillinn og svo eins og þessi sem þú gafst mér rosaflottir.
Kveðja Siggs

Sigga sagði...

.....um sumarlanga-a tíð, híhí

Goa sagði...

Sæl vertu svanurinn minn!
Þú ert nu ekki ein um að eiga vernadar engil..og mínum verður sko..ekki pakkað niður!
O, nei!!
Ekki frekar en að jakki er frakki nema síður sé..:)
Gaman hefði verið að sitja með þér og nusa úr eins og einu rauðu...ég get allavega ímyndað mér það..:)
Sammála um að allt er léttara þegar maður hefur ekki svona marga liti...miklu fínna eiginlega!
Lots of love...frá mér til þín!!