mánudagur, 26. nóvember 2007

Ekta plast...

Komin mánudagur og brjálað veður. Guð minn góður ég hélt ég mindi enda úti á hafi í nótt það var svo hvasst. Svo svaf ég yfir mig í þokkabót en náði þó að vera komin þegar fyrsti fyrirlestur var að byrja. Það var sem sagt samstarfsdagur kennara og við sátum á þremur fyrirlestrum sem allir voru mjög áhugaverðir. Einn var fyrir börn með takmarkaðan stærðfræðiskilning (góður)
Annar var um daufblindan dreng frá Vestmannaeyjum og hvernig hann hefur náð að vaxa og dafna á síðustu árum. Allt frá því að hann var lítill með mjög takmarkaðan skilning, í að vera farin að gera sig skiljanlegan bæði með tákni og tali. ( mjög góður)
Og svo að síðustu úrræði sem hafa gefist vel í sambandi við einhverfu, athyglisbrest, ofvirka og downs börn. (mjög góður). Og nú í allt annað...
Ætla svo að síðustu að segja ykkur að henda út þessum lifandi blómum ykkar. Sjáiði hvað ég á mörg flott plastblóm sem ekkert þarf að hugsa um. Aldrei að vökva, aldrei að umpotta, aldrei að ryksuga upp fallin laufblöð og þessháttar. Bara að skola þau tvisvar á ári og hrista þau og þau verða aftur eins og ný :)


veit ekki alveg hvað þetta heitir en þetta finnst mér mjög falleg af plastblómi að vera :)


Þetta sést nú ekki sem skildi en þetta eru haustlaufsþúfur og mjög fallegar. (úr plasti)

þetta stóra er annaðhvort rósmarín eða kannski dill man það ekki en það er allavega úr plasti. :) ha ha


í borðkrók í eldhúsinu eru svona ýmsar plast-kryddjurtir einkar hentugar:)



7 ummæli:

Sigga sagði...

...mig langar líka. Ekkert svona til hjá okkur í sveitinni. Blómaval var reyndar að opna á Egilsstöðum :)
Kveðja Sigga

inga Heiddal sagði...

Það er nú reyndar svo dýrt í Blómaval að það er ekkert kaupandi þar. En ef þú átt leið suður þá verslar maður þetta í Byko eða europris þar sem ég keypti t.d þetta með litlu hvítu berjunum á 690 kr.
kv INGA

Anna Lilja sagði...

Ég er að verða geðveik á að reyna að kommenta hérna inn á þessa síðu.
Hef komist að því að ég og tölvur eigum enga samleið. Á bara að vera að þvo þvott á þvottabretti og straua á taurullunni :)
En er innilega sammála þér með blómin. Plastblóm eru orðin svo falleg og eðlileg ekki eins og hérna áður hrikalega ljót :)
En við sjáum hvort þessi færsla fari í gegn annars er ég hætt.
Kv. Anna Lilja
p.s. Var að fá fyrirspurn um stóru :o)

Sirrý Jóns sagði...

...hæhæ til hamingju með síðuna. Lýst bara vel á þetta hjá þér og gaman að sjá fallegt heimili og lesa ruglið í þér. Fékk leyfi hjá honum Bessa til að linka á ig! ;)

Kv. Sigríður Jónsdóttir, dóttir Grétars Fúsa

Ólöf sagði...

Vaaáá hvað ég er sammála þér með blómin...henti löngu uppþornuðum nóvemberkaktus í gær og gamall lampi frá ömmu gömlu kominn á stallinn í staðinn, gríp með mér plastblóm næst þegar ég fer í europris
luv Ólöf

Goa sagði...

Já víst er ég samm´la þessu...kaupi mér nú samt gjarna alltof oft blóm...þau eru reyndar ekki svo dýr hérna, svo það er allt í lagi þó maður gleymi að vattna..:)

Keypti föt í dag handa dóttur þinni...hvaða stærð notar hún?!
Bara svo ég viti að þetta sé rétt hjá mér..:)
Hilmir vill fá 3000sænskarkrónur frá ykkur...var að spyrja hann..;)
Knús í kotið!!

inga hanna sagði...

jæja dúllan mín. Þori nú ekki annað en að kvitta, því ekki vill maður láta loka á sig þarna á fjólunni! Flott síða, sammála með blómin. Kv Inga Hanna