~~**~~
Já góðan daginn. Fékk hér dálítin tíma aflögu í vinnunni þar sem ég er búin með öll verkefni í undirbúningnum mínum til að blogga ofurlítið. Af mér er svosem allt gott. Er nýstigin upp úr ógeðsflensu sem tók viku en er enn kvefuð og stífluð. Komin á mínar vinsælu steratöflur ásamt pústi og og og og...Vonandi virkar það fljótt og vel. Nenni ekki að vera eins og fýsibelgur ef ég hreyfi mig eða jafnvel þegar ég tala.. Ekki gott. Undibúningur fermingarinnar er fyrir alvöru hafin og byrjað að kaupa kerti, servéttur, og borðskraut af ýmsu tagi... Pínu erfið hún dóttir mín með litaval. Það þarf sko allt að vera í "réttu" litunum. Og þegar maður velur lit sem erfitt er að finna þá er smá pirringur í gangi á milli okkar annars góðu vinkvenna og mæðgna....;) En allt hefst þetta nú að lokum vonandi. Hún var til dæmis bara ánægð með það að ef hún ekki fyndi kjólinn í rétta litnum að þá myndi hún bara fermast í gallabuxum og bol. Alveg væri mér sama, hún er í kirtli og það sést ekkert ef það færi fyrir brjóstið á einhverjum í kirkjunni! Fundum þennan rosa sæta kjól í Sölku og hún var svo fín í honum en hann var auðvitað ekki í rétta litnum og hún var ásátt að ef ekkert annað fyndist þá myndum við enda á honum! Jamm helgin framundan og þá er kannski hægt að klára að tæma hin ýmsu skot húsins sem maður er búin að vera svo duglegur við að fylla af allskonar óþarfa drasli. Flest fer óskoðað í ruslapoka sem hent verður hið snarasta. Hef einsett mér það að það dót sem ég ekki nota í 2 ár eða meira þá fer það í hendingskasti beint upp í sorpu. Annað er komið í Rauðakrosspoka og fer þangað öðrum vonandi til þurftar.
En ég óska ykkur bara góðrar helgar ég ætla að reyna að hafa þessa helgi kósí með mínum heittelskaða Rólegt og rómantískt..hahah Hann er svo mikið fyrir rómantíkina þessi elska...(NOT)
Bless í bili Ingibjörg á þili!
~~**~~
Hérna fyrir neðan eru nokkrar myndir af mínum uppáhaldspinnum.
mmmm þetta er svooo gott..
Vantar þessa svo mikið við fermingarkjólinn minn!!...:)
Á svona eldhús og er svosem ekkert að öfundast út í þetta nema kanski STÆRÐINA!!!
Jamm væri alveg til í þetta tatto akkúrat á þessum stað bara til að minna mig á...
Fermingarhárið mitt... Stefni á það!
Þetta outfit er að vísu ekki fermingaroutfitið mitt en væri samt alveg til í þetta finnst þetta algjört æðis!
~~**~~
4 ummæli:
Inga að kenna mér að kommenta... thí hí kv KOLLA
Á ég að kvitta og deila ?? Mig langar nefnilega í allllllt sem er á myndunum :)
Knús frá Siggu fræ
Er sammála öllum myndum !
En þarf svo að fara í kennslu við að hendaaaa. Er að kafna í öllum kompum og kytrum....ég er ein af þeim sem held að mig vanti þetta allt sárlega, bráðum !
Er alltaf á leiðinni að henda og henda en þegar ég tek mig til þá fer svo lítið í pokana :(
Knús, syss
við mæðgur fórum um alla Reykjavík í fyrra með fermingarsokkabuxurnar til að kaupa kerti og servíettur í rétta vínrauða litnum...sko vínrauður, ekki næstum-því-vínrauður-smáfjólublár. Endaði með því að við gleymdum þeim í hillu í Húsasmiðjunni...dásamleg nákvæmni. Kv. Inga í Mosó :)
Skrifa ummæli