þriðjudagur, 23. október 2012

Ég á "Einari!"

Sælinú!!
 Kjellingin bara búin að vera hangandi heima núna í viku. Fór til Rvk í hnéaðgerð og er bara öll að koma til blæddi að vísu inn á liðinn þannig að ég er hálfstirð og hölt ennþá en það hlýtur að koma. Verð allavega að vera orðin nokkuð góð áður en ég fer í næstu aðgerð sem er áæluð þann 7. nóv..:) Svo skulum við vona að þetta verði orðið gott allavega á þessu ári... Svo gaman að Siggan hún syssin mín heimsótti mig í vetrarfríinu sínu og var hjá mér í þrjá daga. Stjanað við mann og borðað eins og við höfum aldrei smakkað mat áður. Sofnuðum kl 11 á kvöldin. Þetta segir manni það að maður er að verða komin af  allra léttasta skeiði... hahahahaha nei takk það var sko bara af því að ég var á "einari" Eins og venjulega þá gleymdist myndavélin á þessum dögum en það var heldur ekki sjón að sjá okkur, ótilhafðar og garmslegar... Nema þegar við skruppum allra snöggvast út til að kaupa okkur nammi! Við mjói minn og ég vorum svo eftir aðgerðina boðin í mat til Gústa bro, þar sem ég var nú hálfgerður zombie eftir svæfinguna en gat þó tekið þessar myndir en man ekki mikið meira en það... Eða jú mér fannst góður maturinn og ætla að fá uppskriftina hjá másu minni ! Litla Amalía orðin svo mannaleg og er alveg sætust í heimi. Prakkaraskottið frændi minn var líka flottastur og fetti sig og bretti fyrir uppáhaldsfrænku sína á þessari mynd hér fyrir neðan.. thí hí! Það er ball með PALLA pung um næstu helgi og mig LANGAR en ekki á "einari" það er á hreinu það er ekki hægt að fara á ball með honum og geta ekki dansað almennilega...:( snökt... En jæja það koma önnur böll með honum( vonandi). Nú er ég hætt,  er að fara að sofa Heilsur til ykkar í bili.
 Góða nótt Ingibjörg og "einar"...:D

~~**~~


Litla Amalía


                          Snúllan hennar Ingu sín!
                                 Svo stór og falleg augu!
                         Gondólus maximus uppáhaldsfrændinn minn!!
                                   Ég á einari

                                                                  ~~**~~

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er flott litla frænkan mín og ekki er stóri bróðir síðri :)
Knús á þig gullið mitt og góðan bata
Sigga fræ í Hveró :)

Nafnlaus sagði...

:* frá syss :)