föstudagur, 27. apríl 2012

Sumarið er tíminn!!

Heil og sæl. Það er að koma sumar, mikið er það nú gott. Farin að lyftast á manni brúnin og maður farin að láta sér detta í hug að fara í garðinn og reyna að tæta þar eitthvað og trylla..5 vikur í sumarfríið mitt mikið skelfing hlakkar mig til að fara í frí. Ætla að dingla mér hér í eyjunum fram að byrjun júlí en þá liggur leiðin austur á bógin í minn ástkæra Seyðisfjörð þar sem verður staldrað við í um 2 vikur. jább í styttri kandinum í þetta skiptið. Varð hugsað um sumarblóm um daginn svoleiðis að ég ætla í þetta skiptið að fá að njóta þeirra því í fyrra þegar ég var svona lengi fyrir austan þá voru þau bara dauð þegar ég kom til baka því ekki var karlpeningurinn á heimilinu að hafa fyrir því að gá hvort þau vantaði vatn..:/ Ég er ekekrt fyrir lifandi blóm innandyra nema afskorin þau finnst mér alltaf jafn falleg.. Kaupi mér einstöku sinnum vönd af einhverju fallegu en sjaldnar núna þegar maður þarf orðið að selja úr sér nýra til að getað gert nokkurn skapaðan hlut. En ég er alveg hrifin af gerviblómum líka reyndar ekki þeim sem bera einhver blóm nema kannski hvít þá. Ég er með nokkuð að þeim hér inni og það er svo hentugt að geta frekar þurrkað af þeim stöku sinnum heldur en að vökva þau reglulega  og koma svo kannski heim úr fríi og allt liðið dautt hangandi út úr pottunum. Þetta er sumarkveðjan mín til ykkar bara svona af því ég hafði ekkert annað að segja.  Ég óska ykkur góðrar helgar. Bless bless Ingibjörg blómabarn..


~~**~~


Sum eru læst inni í búrum!!

sum láta sér leiðast í járndósum..

og önnur hangandi fram af hillum!!

og enn önnur ofan í glervösum..


                                                             þau eru hangandi um allt hjá mér

                                                              já og ekta svona með í bland..                                                                              ~~**~~

sunnudagur, 8. apríl 2012

Páskar og sitthvað fleira!

Þessi bíða eftir að vera borðuð sem desert í kvöld...;)




~~**~~
Já góðan daginn og gleðilega páska öllsömul. Hér hef ég ekki komið inn í dágóðan tíma og ætla því að bæta úr því hér og nú. Margt og mikið hefur á dagana drifið en allt af hinu góða. Skruppum til Rvk við mæðgurnar um daginn, ég í smá læknastússi nema hvað. Og Hindin á leið sinni austur á land þar sem hún eyðir páskunum með ömmu sinni og afa. Mikið er nú gott að vera í páskafríi hef engu nennt sem kannski er ekki af hinum góða en ég tek mér taki eftir páska. Það má vera latur á þessari helgi. Við mæðgur sjoppuðum smá í stórborginni og það eru myndir af því hér fyrir neðan nema fötin sem Hindin keypti sér þau fór hún með með sér á austurlandið. Hún er klárlega með kaupæðargenin frá móður sinni en ég læt henni þau eftir með glöðu geði þar sem ég held ég sé eitthvað að slappast í þessu. ÞAð er nú heldur ekki endalaust hægt að vera að þessu og ekki eins og þessi handónýta króna er..:( Hér er páskadagur þegar þetta er ritað og mallar hamborgarahryggurinn yfir hægum eldi í maltlegi og verður ekekrt til sparað af meðlætinu og hlakka bara til að borða í kvellarann. Ætti satt að segja að fara í göngu fyrir eða eftir kvöldmat svo ég fái hreinlega ekki hjartaáfall úr hreyfingarleysi. Já skil ekki alveg þetta sinnuleysi í hreyfingunni þar sem ég er á sterkum 10 daga sterakúr núna og svitna til dauðs aðra hverja mínútu og sef ekki nema klukkutíma og klukkutíma í senn... en það eru bara 4 dagar eftir svo það verður gott að losna við þann fjanda úr boddíinu. Finn hvernig ég bólgna öll í andlitinu við þetta og það er ekkert spes!!! En jæja nóg um þetta ég vona að páskahátíðin fari vel með ykkur öll og étið sem mest með glöðu geði og takið bara á því eftir helgi!!! Luv ya

Ingibjörg steratröll.



~~**~~



Keypti mér þennan silfurbakka..



Og kertin...

Og þessa litlu sætu...??? og setti litla sæta rós í hana!



Pínku rómó er það ekki???

~~**~~


Hindin keypti sér þessa kúluðu mynd..og púðana


fyrir átti hún rúmteppið og lampa í stíl sem ekki sést!



ÞAð er nú ekki alltaf svona fínt skrifborðið hennar. ÞEnnan sæta spegil fékk hún í jólagjöf frá Sjonna og Sollu í fyrra en hann var gylltur í upphafi og hefur nú fengið svartan lit í stíl við herb.



Listaverkin hennar setja svip á annars svart þemað...Hún er nokkuð lunkin stelpan að mála og teikna!


~~**~~