miðvikudagur, 8. febrúar 2012

Hár í öllum regnbogans litum og Meira hvítt!!

Gott kvöld... Þetta verður stutt og laggott ég er svo syfjuð. Var andvaka í nótt og verð hreinlega að fara snemma að sofa en ætla þó að leyfa klukkunni að verða 20:00..;)
Tók mig til um síðustu helgi og hvítlakkaði aðeins meira en facebookvinirnir eyðilögðu stemminguna fyrir mér með því að kvarta yfir því að ég nennti ekki að hvítlakka skápinn hér fyrir neðan að innan!!!! Svo ætli ég druslist ekki til þess í náinni framtíð en fyrst er það þó baðinnréttinginn. Ætla samt ekki að byrja á henni fyrr en um helgi. Þvílíkur munur á húsgögnum sem voru orðin þreytt að geta lakkað þau. Þau eru eins og ný og jú allt verður svo miklu bjartara yfir að líta. Við mæðgur fórum líka í hársjæningu á föstudaginn. Hún í smá klippingu og svo leyfði ég henni að fá nokkrar rauðar strípur sem hún er svo alsæl með. ég fór úr bláa litnum yfir í plómulitaðann með þessu dökka og er alsæl með það. Fékk mér líka þannig klippingu að ég get skipt um hárgreiðslu á marga vegu. Hentar mér mjög vel þar sem ég nenni ekki að vera alltaf eins um hausinn, finnst svo gaman að breyta um reglulega. Hér fyrir neða eru myndir af okkur mæðgum og síbreytileika hársins sem er gaman. Þar fyrir neðan eru svo myndir af "nýja" skápnum og baðinnréttingunni sem verðum alhvít um helgina.
Kveð að sinni . Ingibjörg óútreiknanlega!!!


~~**~~

Hárið okkar


Flotta hárið hennar Hindar



Sæt klipping og pæjuleg.


gamlan með plómulitinn



get greitt það svona..



og svona...


Og svona...;)



og svona...



og svona....:)

~~**~~

Baðinnréttingin fyrir lökkun



.......


Hlakka til að sjá hana fullgerða!




Skápurinn fyrir lökkun...




eftir lökkun...



með geisladiskastöndunum...




...............


7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæilegt hjá þér að vanda, bæði hár og skápur :)
Knús úr Hveró Sigga fræ

Goa sagði...

Flott! Hlakka til að sjá inní..;)

Og þú, geislastandarnir eru fínir hlið við hlið..:)

ÁST

Gusta sagði...

allt annað að sjá ykkur og skápinn sætu mæðgur bestu kveðjur Guðsteina

Nafnlaus sagði...

Baðinnréttingin verður þvílíkt flott eftir lökkun...og læk á tilvonandi viðbætur við skápinn ;)
Þið mæðgur alltaf flottar og fjölbreyttar
Knús á ykkur
Ólöf

Nafnlaus sagði...

Flottir litir, bæði á hári og skápum.

*Smúts* Syss

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ

Skápurinn er flottari svona hvítur.Vildi bara segja þér frá frábærri hugmynd frá flinkri frænku minni .Hún fékk nánast eins skáp gefins málaði hann hvítan að utanverðu en var þá búin að fá nóg af máleríi. Hún fór og keypti sér flottan gjafapappir pakkaði hillunum inn í hann og tyllti gjafapappirí bak skápsins með tyggjólími.Ódýrt fljótlegt og auðvelt að skipta um stíl. Hún er með túrkísblátt sem tónar við fleiri hluti.Rosalega flott!
Kveðja til þín flotta og flinka stelpa
HIA
Hjördís Inga Arnarsdóttir

inga Heiddal sagði...

TAkk fyrir þetta Hjördís... Get alveg trúað að þetta komi vel út...;) takk fyrir!!