Gott kvöld. Nú er maður komin á fullt í rútínuna eftir góð jól og áramót. Ég byrjaði aðfaranótt fyrsta vinnudags að sofa náttúrulega ekki eina mínútu alla nóttina. Hugsaði með mér bíddu eru þetta jólin og áramótin í fyrra...???!!! Því að nákvæmlega þetta gerðist þá og fór ég á þvílíkan yfirsnúning þá og endaði með að sofa ekkert í 3 sólahringa. Það var ekki skemmtileg lífsreynsla. En ég fór semsagt bæði krumpuð og hvumpin til vinnu í morgun og lagði mig svo í 1 klst eða svo þegar ég kom heim .Ég vona að það hafi ekki nein veruleg áhrif á nóttina sem er að bresta á.. Leið í allan dag eins og ég væri búin að vera á þjóðhátíð tvær helgar í röð... Mæli ekki með því. Var í svoooo skemmtilegu afmæli þann 28.des hjá Nönnu vinkonu. Það var svo gaman, mikið hlegið, grínast,borðað og drukkið. Ekkert var neitt margvert gert um áramótin á þessu heimili en fórum þó í mat til tengdó og þaðan til Elsabetu og Gísla Gunnars til að skjóta upp og éta aðeins meira... Virðist alltaf vera pláss til þess þó að maður hafi farið blístrandi frá tengdaforeldrunum tveimur tímum áður. Um eitt leitið fórum við litla fjölskyldan svo heim og horfðum á mynd og svo að sofa... það liggur við að þetta séu helgispjöll. Ég hef aldrei gert þetta áður... Að fara sísvona bara að sofa á gamlaárskvöld. En ég var nú á djamminu 3 dögum áður... Og er að fara um næstu helgi á grímuball með þjóðhátíðarsystrum... Það verður ekki leiðinlegt... Sit hér núna og get varla pikkað á lyklaborðið þar sem ég var að vinna að búningagerð og var með svo sterkt lím að ætli ég verði ekki að fara með lyklaborðið hangandi neðan úr höndunum á mér til vinnu á morgun!!!. Hlakka til helgarinnar. En hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr afmælinu. ég kveð að sinni og óska ykkur góðrar nætur.
Inga uppsprengda!!
ps .. ÞAð er leyndó hvað ég verð og hvernig á grímuballinu ,en það koma inn myndir um helgina... eða kannski 1/2 tíma áður en ég fer á ballið!!!:..;)
~~**~~
Veisluborðið var ekki af verri endanum... allskonar smáréttir..
Settlegustu vinirnir í boðinu!!
Ég að fara með gamanmál..he he
Og vinkona mín skellihlæjandi hjá..
Sumir voru í eldhús"borðs"umræðum
Krúttlegu vinir míni!!! Nanna og Óttar
Óttar, Svava og Inga...
Svava greyið þurfti að koma með gæludýrið með sér um hálsinn!!!
Anna Ester dóttir Nönnu og hennar kæró að æfa sig á frænda litla!!!!Sem fær nafn um helgina!!!
Svava og Hrafnhildur og gæludýrið steindautt á kanntinum!!!...hahaha
ÞAð hefur aldrei verið lognmolla í kringum þessar tvær!!!
Og þá þaðan að síður þessar tvær!!!....:D
6 ummæli:
góða skemmtun um helgina er þetta upphitun fyrir Þorrablót Inga ???????????????????????? knús í hús
nei Gusta mín ég fer nú trúlega ekkert þangað núna... NEnni ekki þegar aðalfólkið er í nefndinni alltsaman!!
Fint bilde du har ;))
Du har mange flotte bilder her Inga. Ser du kosa deg i helgene som var :)
Det er bra.
Sender en stor klems til deg.
Synnöve.
me like me like allt að gerast í búningamálum :):) hlakka til að sjá þig um helgina ;)
u já kveðja sigga ása :):)
Greinilega fjör hjá flestum....mér finnst nú Inga Hanna og Aggi eitthvað slöpp :)
Þið Nanna flottar !
Ég fór í fyrsta skipti í möööööörg ár út í alveg klukkutíma um áramótin :) Betra er einstöku sinnum en aldrei :)
Góða skemmtun á 13danum og vona að lykklaborðið sé dottið af :)
Knús, syssin'ðín
Skrifa ummæli