~~**~~
Góðan daginn.. Fallegur dagur í dag og ég ætla að skreppa í jólabúðaleiðangur til að fá smá fýling með Önnu Lilju vinkonu. Ég er satt að segja að bíða eftir jólunum er bara hreinlega búin með allt og hef bara ekkert að gera... Ef ég ætti nóg af peningum þá myndi ég samt fara og kaupa aðeins meira af bara einhverju... hahaha. Maður er náttlega ekki í lagi Enda hafa foreldrar mínir alltaf sagt að meira jólabarn væri ekki til en ég. Ég hefði grenjað eins og ljón af spenningi fyrir jólin, grenjaði svo af óþolinmæði eftir pökkunum og skyldi bara ekki af hverju þyrfti endilega að vaska upp á aðfangadagskvöld. Svo þegar búið var að taka upp alla pakka þá grenjaði ég yfir því að allt væri búið. Sama var þetta með gamlaárskvöld þá grenjaði ég stanslaust þangað til var búið að sprengja allt og þá grenjaði ég enn meira yfir að allt væri búið!!! Trommarinn minn var svipaður þegar hann var lítill og þá sérstaklega yfir sprengjunum en Hindin mín er svo róleg yfir þessu öllu saman að ég varð óðolinmóð þegar tók hana of langan tíma að taka upp pakkanan... Maður er náttúrulega ekki í lagi...Nú er eftir einn vinnudagur í skólanum og svo litlu jólin. Mér finnast þau alltaf svo hátíðleg að ég er strax komin með tár á hvarm yfir tillhlökkun að sjá öll stilltu og fínu börnin mín!! Í gær var ég með smá hárgreiðsluþema og tók með mér FULLT af litlum teygjum og var að dúllast í stelpunum mínum í öðrum bekk. þær fóru allar sem vildu nýja hárgreiðslu alsælar heim. Ein sagði við mig að mamma hennar væri svo glöð yfir því að ég væri alltaf að gera hana fína því hún væri svo hársár að það mætti aldrei koma við hárið á henni. Ég sagði þá " En ertu ekki hársá þegar ég er að gera við hárið á þér?? Hún sagði jú jú en ég bara þori ekki að segja Áiii við þig. hahahaha samt biður hún mig alltaf aftur og aftur að gera sig fína...Trommarinn minn flaug austur á bóginn í gær og ætlar að eyða jólum og áramótum hjá ömmu sinni og afa.. Það er fallega gert af honum þó ég sakni þess að hafa hann ekki hér. Hann missir líka af ólympíuleikum fjölskyldunar í vii tölvunni á aðfangadagskvöld..Þá er Hindin mín að koma heim í kvöld en hún er búin að vera í góðu yfirlæti hjá Sigurrós vinkonu núna í 3 daga og þær búnar að skanna jólin í búðunum í Rvk. það verður gott að fá hana heim. En jæja það er best að hætta þessu röfli fram og til baka og láta jólin flæða um æðar sér. Ég sendi ykkur jóla knús og kossa inn í helgarrestina og lýk hér með þessari bloggfærslu með nokkrum jólajóla myndum af herlegheitunum á heimilinu. Bless. Inga englabarn.
~~**~~
Hindin mín skreytti t´reð að þessu sinni og er það með marglitum ljósum í fyrsta skipti!!
Mjög flott hjá henni!
3 ummæli:
Syssin mín jólabarnið :)
MIG LANGAR Í STJAKANN HENNAR ÖMMU BJARGAR!!!!
Ég er líka búin að öllu og engu....en jólin koma nú samt og við erum öll familían hér + einn frá þér og það er svo gaman af því að enginn annar kemur þessi jólin. Enginn Sjonni, Inga og co, Ágúst og co osfr :)
Ein af föstu jóla og áramótasögum fjölskyldunnar er óhemjugangurinn í þér og alltaf jafn gaman að heyra :*
Knús frá syss og heimalingum <3
Það var nú eiginlega ÉG sem átti að fá stjakann hennar ömmu en það var eitthvað sem sagði " nei Sigríður þú þarft ekki að eiga allt sem er gamalt" og þar með fékk Ingapinga hann, svona getur maður verið vitlaus.En rosa flott hjá þér Inga mín einsog alltaf. Knús á þig og þína. Sigga gamlafræ :)
Þetta er ekki rétt þú þarna eldgamla fræ... Ég fékk að róta í restum sem engin vildi og átti að henda eftir að amma dó og þessi var þar í hrúgunni... Og ég tók hann....:(
Skrifa ummæli