sunnudagur, 27. nóvember 2011

Jólablogg

~~**~~
Helloj alle sammen!!
Úti er sannkallað jólaveður stillt,já ég sagði stillt það skeður einstöku sinnum hér í Vestmannaeyjum. snjór yfir öllu sem ég er reyndar ekkert hrifin af. En jólalegt er það!!Búin að vera alla helgina að hreingera, skreyta, búa til skreytingar og you name it. Ég og kvefið mitt áttum tveggja mánaða afmæli í gær. Það var ekkert haldið neitt sérstaklega upp á það en það má alveg fara að fara. Er núna komin á eitthvert sterapúst og ofnæmislyf með. Vonum að það virki fyrr en síðar.Breytti aðeins um ljósalit í gluggum þetta árið og er með bláa seríu í tveimur gluggum. Hefur aldrei fundist það fallegt en langaði að breyta aðeins til núna og mér finnst það koma vel út því ég er með hvítt með því. Á áætlun er að fara til Reykjavíkur um næstu helgi þar sem verður boðið til afmælis hjá stórvinkonu minni henni Sigurrós. Mamma og pabbi verða líka í bænum og ætlum við að röltast með þeim og kaupa jólagjafir og jafnvel skiptast á gjöfum í leiðinni. Maður losnar þá við þau fjárútlátin að senda það. Heyrði að það kostaði 97 kr að senda jólakortin í ár. ÞAð fer að verða ódýrara að fljúga bara með þau sjálfur og afhenda þau viðkomandi og geta þá kannski tekið í hendina á honum í leiðinni...:D...Hindin mín svo dugleg að hún er búin að hreingera hjá sér og skreyta og fór svo út að moka tröppurnar og viðra hundinn sem fór út í jólasveinabúning... thí hí var svo skondin. Trommarinn trommar sem aldrei fyrr og eru þeir nú byrjaðir að taka upp plötu nr 2 það verður gaman að heyra nýtt frá þeim. Mjói minn hamast í ræktinni alla daga vikunnar og hefur nú fengið lykil afhentan svo hann komist á nóttunni líka... (Þetta var nú smá djók) En ég undirbý bara jólin og geri ekkert annað... En það er líka alveg nóg.. Ætla samt að byrja á nýju Zumba námskeiði á morgun.. Ég læt þetta duga af fréttum að Fjólugötunni í bili og vona að þið eigið í vændum vinalega vinnuviku. ÞAð ætla ég að gera þar sem leynivinavika er að hefjast hjá mér á morgun í vinnunni.
Bless bless.
Ingibjörg svo undursamlega jólaleg í alla staði¨!!!





~~**~~


Kreppukransinn minn!!

Átti allt í hann nema grenið og meira að segja kertin eru notuð!!




Annar stofuglugginn!!




Hinn Stofuglugginn!!





Hilla í sjónvarpsholinu!!







kaminan!!




sjónvarpsskenkurinn..




frammi á gangi...





spegill á ganginum!!




svo sætur jólasokkur sem Gúa vinkona saumaði og gaf mér!!



þessi strýta var orðin ónýt en þetta var með ljósum í en ég týmdi ekki að henda henni og setti hana á hvolf og tróð greni í hana!!kemur bara vel út.




Borðið í sjónvarpsholinu!!



...






hýjasintuskreytingin afar látlaus í ár keypti þessa vasa í RL





þetta greni heitir Hænsnalappir og er svo fallegt..





Glugginn í sjónvarpsholinu!!




Eldhúsborðið..





í eldhúsinu!!





gamli þvottabalinn hennar ömmu Siggu fékk þetta hlutverk,,




......




annar eldhúsglugginn!!!




hinn eldhúsglugginn!!



horn í eldhúsinu!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá Ingeborg :) mikið svakalega er flott hjá þér, sannkallað jólahús, ég finn næstumþví hreingerningar ilminn:)Knús í hús Sigga stórafræ :)

Nafnlaus sagði...

Vá ekkert smá jólalegt hjá þér kona. Snilld með þvottabalann, kemur vel út. Kv. Syrrý

Nafnlaus sagði...

VÁ hvað er fallegt hjá þér syss.
Skoða þær aftur á morgun og vona að andinn komi yfir mig að gera eitthvað :)
Knús í hús.