miðvikudagur, 6. júlí 2011

Seyðis í austan kalda!!!

Góðann daginn..
Þá er ég nú búin að vera hér á Seyðis í eina viku og þetta gula þarna sem mig minnir að heiti sól hefur látið sjá sig 1 einasta dag...:(.. En þetta hlýtur að koma. Friðrik litli hans Gústa bro er hér á hótel mömmu/ömmu líka og fer voða vel um okkur. Við vöknum á morgnana og svo leikum við á daginn og svo fer hann að sofa kl 20:00 og þá fer ég á rall..;) Mestmegnis hefur þó verið legið yfir imbanum hjá Siggu sys á kvöldin en okkur hefur þó tekist að raða í okkur rauðvíni og hvítvíni eina góða kvöldstund með góðu fólki. Við systur héldum smá boð fyrir Siggu fræ og hennar mann og mikið var gaman og gott að borða hjá okkur. Þetta fer að verða árviss viðburður með þetta litla laglega smáréttahlaðborð og smá uppáhelling í leiðinni... thí hí!!!
L.ung.A sem er listahátíð ungs fólks á austurlandi hefst núna um helgina og stendur í eina viku.. Hlakka til að fylgjast með því. Toppurinn á ísjakanum er svo uppskeruhátíðin annan laugardag og þá er alltaf svoooo gaman að fylgjast með hver afrek vikunnar voru í hinum ýmsu listgreinum. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr litla partýinu okkar og svo myndir af Frikka litla og af Hindinni minni sem urðu að leggja sig í gær í smástund.. Læt þetta gott heita í bili og bið algóðan guð um sól og sumaryl annars verð ég brjáluð .. Og Hann hefur ekki séð mig brjálaða!!!..;)
Góðar stundir. Ingibjörg Englakroppur.




~~**~~
Svo mikið þreyttur og sofnaði í afastól!!!



Og mæðgurnar í mömmubóli!!!

Litla fína matarboðið okkar!!






mmmm....




Ég ætla að verða svona ástfangin þegar ég er orðin "GÖMUL"... ææ nú verður hún vond við mig...




Flottasta fólkið!!




Hilmar með töffarana Móra og Hrekk...





Marý fékk að fylgjast með hvernig á að skemmta sér í smástund...;)





Fræið mitt bað til guðs um að ég hætti að syngja...





En ég söng og söng og söng....hahahaha....






En svo bara sungum við saman og skáluðum...*FLISS*





Sigga sys að segja sögur af sjálfri sér...:)




Og pósaði með hatt og alles...





Dansaði síðan fyrir okkur regndans...Nú drepur hún mig fyrir að hafa sett þessa mynd inn... en ég get tekið því!!! Hún hefur margreynt það en aldrei tekist!!




~~**~~

2 ummæli:

Sigga fræ sagði...

Þú ert flottust og bestust,Inga mín.
Takk fyrir mig og mína enn og aftur.
Knúsaðu syssuna þína frá mér.
Sigga "GAMLA" fræ :)

Synnøve. sagði...

Godmorgon min vän.
Fina bilder igen.
Vilket matbord! Nu blev jag verkligen hungrig alltså...
Tror det är dags för frukost :))
Ha det gott därute i Atlanten.
Kram Synnöve.