mánudagur, 21. mars 2011

Árshátíð!!!!

Góða kvöldið þetta kalda og óskemmtilega mánudagskvöld. Úti er snjóhríð mér til mikils ama. Var að vona að vorið væri á næsta leyti!!!...:(... Að baki er hin fullkomna helgi með miklum hlátri og frábærri árshátíð Grunnskólans þar sem ég var í skemmtinefnd og skreytinganefnd. Mikið var um dýrðir frábær skemmtiatriði og var síðan endað með flottu diskóteki... Þegar því var lokið um kl 02 Lá leiðin í Höllina þar sem Reiðmenn vindana með Helga Björns í fararbroddi lék fyrir dansi. Maður tók náttúrulega allann pakkann á þetta og skrönglaðist ekki heim fyrr en um 04. Það var gott að skríða upp í eftir mikin dans og hamagang. Ætlunin er að taka pásu frá öllu skemmtanahaldi hér á bæ allavega fram að páskum. Það er búin að vera hálfgerð vertíð hjá manni í þessu undanfarið. Ég hef svosem ekki mikið annað að segja í bili en óska ykkur bara góðrar vinnuviku..;)
Ykkar Ingibjörg í útrás!!!


~~**~~

Það var náttlega tekin allur pakkinn og farið í klipp , lit og greiðslu!!
Bara sátt!!!

og knallstutt!!!


voða fín í 500 króna kjólnum mínum!!!



Svona voru borðin dekkuð á árshátíðinni!!! minimalísk í hvítu og glæru!!!

Skreytingin á matborðinu!!!



Nefndin tók svo á móti öllum í " Prom"kjólum og vísaði fólki til sætis...


fyrsta er að nefna Elísu!!! í einkar ljósbláum kjól!!!



þá er það Anna Lilja í kjól af ömmu sinni!!!

Og ég í kjól frá Ameríkunni "Prom"


Ágústa í brúðarkjólnum mínum!!!...:)



Kata í kjól af Ömmu Önnu Lilju!!!




Óla Heiða í "prom"kjól af Önnu Lilju!!!



Bryndís í kjól af mér!!! sem ég saumaði einu sinni fyrir síðkjólakvöld á leikskólanum þegar ég vann þar!!!



Eyþór Ingi sæti kom svo og söng fyrir okkur nokkur lög... Sló algjörlega í gegn!!



Bara flottur!!!

3 ummæli:

Jóhanna Kristín sagði...

Þú flotta pía. Geggjað flott hárið þitt.
Skreytingarnar flottar og þið í fínu kjólunum :)
Alltaf gott að lesa bloggið þitt það kemur alltaf bros á vör. :)

Sigga sagði...

flottar "Prom" gellur :)
Þegar ég var í Eyjum var Helga Tryggva einmitt að tala um að hún hefði farið á ekta Prom í Usa, og man ekki betur en ég hafi séð myndir af henni í promdressinu, í bláum kjól :)
Ég langar mig í hárið þitt uæm leið og ég þori :)

Knús syss :*

Nafnlaus sagði...

Ferlega takið þið ykkur vel út sem prom skvísur :) Flott hárið ekki að spyrja að... varðandi djammpásuna, þá er ég á leið til eyja 9. apríl á árshátíð og vænti þess að hitta þig í Höllinni á laugardagskvöldinu :)
Knús á þig flotta kona
Ólöf