þriðjudagur, 7. desember 2010

London og Arsenalblogg fyrir pabba!!...:O)

~~**~~

Góða kvöldið þetta kalda desember kvöld. Úti er stilla og ég fegin að vera innandyra. Þá er maður komin úr ferðinni frægu sem var hreint stórkostleg utan einn hlut en það er ekkert hægt við því að gera. Því jú það er víst ófærð á fleiri vegum en á Íslandi svo ég tali nú ekki um járnbrautarteinum. Það var sem sagt ófært til Brigthon svo að við komust ekki þangað og sáum því enga Sissor sister tónleika...:O( Ég sem hlakkaði svooo mikið til, en þeim var sem sagt aflýst svo að það fannst mér mun skárra heldur en hitt!!!
En við fórum á hreint stórkostlega tónleika á o2 Arena leikvanginum með hljómsveitinni Arcade fire. Það var algjör upplifun!!! Á laugardeginum var svo skundað á Emirates fótboltavöllinn að sjá Arsenal- Fullham. Það var líka upplifun að vera innan um 60.000 áhangendur alveg kolvitlausa. Við fengum mjög góð sæti þó að mér hafi fundist við vera aðeins of ofarlega fyrir minn smekk. Þar sem ég er svo lofthrædd en það má öllu breyta með einum hraðdrukknum bjór svo að ég lét mig hafa það... Skoruð voru 3 mörk í leiknum og Nasri skoraði bæði mörk Arsenal og voru þau hreint út sagt rosaleg. Sérstaklega fyrra markið... Gaman að fá svona lagað beint í æð... Þó ég sé síður en svo Arsenal aðdáandi þá er algjört möst að upplifa þetta.

Nú meira var til gamans gert og fórum við út að borða öll kvöldin í góðum félagsskap þar sem Láki vinur Gísla og kærasta hans voru með í för. Ég drekkti sorgum mínum í bjór á föstudagskvöldinu vegna þess hversu miður mín ég var yfir Brigthonleysinu... En það lagaðist þegar líða tók á...:O)..Heimferðin gekk vel þrátt fyrir að tilfinningaleysið frá herðum og niður úr segði til sín vegna burðar og gangs en maður lét sig nú hafa það. Því mér tókst í ferðinni að kaupa allar jólagjafirnar og fata upp fjölskylduna allavega í þrígang...geri aðrir betur. Við lenntum svo um kl 4 á sunnudaginn og máttum hafa okkur öll við að keyra svo í 3 kls til að ná skipinu heim til Eyja en þangað komum við um 21:30 á sunnudagskvöld.
Þar beið okkar hlaðborð og kertaljós með servéttum og alles sem vel uppöldu börnin mín voru búin að taka til...
Góður endir á góðri ferð.. Ég var nú ekkert ofvirk á myndvélinni og gleymdi henni að meira að segja þegar við fórum á tónleikana en eitthvað er þó hér fyrir neðan sem glápa má á... Þó aðallega Arsenalaðdáendur eins og hann pabbi minn..:O) Ég bið að heilsa ykkur í bili og óska ykkur ánægjulegrar jólaverslunnar þar sem ég þarf ekki að pæla í því meir á þessu ári.

Góða nótt!!! Ingibjörg innkaupastjóri!

~~**~~
Þetta beið okkar hjóna þegar við komum inn úr dyrunum heima á sunnudagskvöld...mmm




Mín varð að fá að setjast á hnén á þessum til að óska sér einhvers fallegs í jólagjöf...:O)


Láki og Edda



Hjónin minna óneitanlega á uppvakninga á þessari mynd...:O/




The Garfunkels steakhouse...mmm...

Skál í boðinu!!


Láki greinilega að segja okkur leyndó þarna


og þarna er hann að lesa eitthvað yfir mér!!

Edda var það þessi mynd sem hálsinn á þér var svo langur...thí hí..


Hrókasamræður!!

Hjónin in love eða ég aðeins meira greinilega!!!..::O)

Kærustuparið!!!

Ég og Emirates!!!


Hjónin og Emirates!!!


..................

Ég og hægri hönd mín sem ég studdist við til að klifra upp sætaraðirnar!!!...:O/




Í Alvörunni þá þoli ég ekki Arsenal og það vita það allir!!!



En mér var kalt og þurfti húfu og trefil og heitt kaffi!!!


Hálftími í leik...


Og upphitun í gangi!!

Nallarnir í upphitun!!


Allt orðið þéttsetið og leikurinn að hefjast..


Stumrað yfir öðrum Arsenalleikmanninum þegar þeir hlupu saman samherjarnir en hann verður víst með í næsta leik svo að þetta varð ekki eins alvarlegt og haldið var í fyrstu!!!
~~**~~

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Ohh, það er alltaf jafn gaman hjá þér, skiftir ekki máli London eða Seyðis :)Knús knús Sigga fræ

Nafnlaus sagði...

þetta á tti nú bara að koma einusinni Sorry

Edda Huld sagði...

Takk fyrir síðast :)

Þetta var mjög skemmtilegt allt, gott og gaman að ferðast með ykkur og ... ég er með rosalega langan háls.

Flott myndin af þér og jólasveininum...

Synnøve. sagði...

Hei.
Ser litt herligt ut der i England.
Her er det kaldt igen.
Nesten 30 minus. Ska vi bytte?
Klems meg.
Synnöve.

Nafnlaus sagði...

Greinilega verið gaman hjá ykkur....væri sko alveg til í að fara til London...elska England...jólaknús á þig Inga mín.

Nafnlaus sagði...

já semsagt ég Hanna sem skrifaði hér fyrir ofan....

Sigga sagði...

Pabbi verður ánægður með þig núna :)
Gaman að koma heim í svona veislu....þau sæt í sér, Knoll og Tott.

knús í hús