Þá er síðasti dagurinn að renna upp fyrir jólafrí og verður það bara gaman að fylgjast með bekknum mínum á sínum fyrstu .." Litlu jólum.." Þau eru búin að vera svo skemmtileg það sem af er desember og góð. Hlakka til að eyða með þeim litlu jólunum á morgun. Að öðru , þá er ég búin að gera nánast allt fyrir þessi jól, á bara eftir að skúra út og binda slaufu á kallinn. Mikið búið að velta´fyrir sér hvað eigi að borða á aðfangadagskvöld og endirinn varð sá að hafa hamborgarahrygg. Höfum held ég aldrei haft hann áður á þessum degi. Einu sinni var ég alltaf með rjúpu en langar ekki lengur í hana Finnst örugglega óbragð af henni vegna þess hversu dýr hún er. Höfum undanfarin ár verið með folaldafilé og kengúru. En langar núna bara í eitthvað gamaldags og gott. Hindin mín fór svo fín á litlu jólin sín kl 5 í dag og finnst algjörlega hún vera komin í fullorðinna manna tölu vegna þess að hún fer ekki lengur á þau á morgnana með smábörnunum eins og hún orðaði það. Og enn monntnari varð hún þegar hún uppgötvaði að ég þarf að vakna til að fara á litlu jólin með" smábörnunum" í fyrramálið en ekki hún...:O)
Það þurfti að fara í bað og blása hárið og slétta það og velja eyrnalokka af mikilli kostgæfni... Loksins var hægt að fara af stað. Hún var svo í leikriti sem þau sýndu þar sem hún lék ekil og draug. Semsagt mikið fjör. Stúlknakórin sem hún er í er búin að vera í ströngu fyrir þessi jólin að syngja út um allt á hinum ýmsu jólahlaðborðum bæjarins og þegar kveikt var á trénu niðri í bæ svo það hefur verið nóg að gera hjá henni. Trommarinn hamrar á trommurnar á milli þess sem hann skenkir gestum vín á öldurhúsi bæjarins og er hann búin að planta sér í vinnu út árið og meira segja um áramótin... Held að hann sé orðin fullorðin..:O)
Bóndann hef ég ekki séð tangur né tetur af í 3 daga . Það er allt vitlaust að gera hjá honum í vinnunni svo að hann er farin áður en ég vakna á morgnana og ég farin að sofa þegar hann kemur heim á kvöldin. Hann nær vonandi að klára fyrir jól svo að við getum allavega borðað saman og tekið upp sitthvorn pakkann!!
Hér fyrir neðan eru síðustu myndirnar af jólaskreytingum heimilisins. Er svo unduránægð með jólatréð mitt og sit löngum stundum upp í stofu og stari á það. Ég býð ykkur góðrar nætur núna
en kem von bráðar hér inn aftur með fréttir af jólunum mínum.
Góða nótt Inga alsæla!!
~~**~~
Jólatréð mitt... sést nú kannski ekki alveg v/ myrkurs en það var mun fallegra að taka myndina án flasssss....
3 ummæli:
Þú ert yndi,. mín kæra. Jólaknús Sigga fræ
jólatréið þitt er Æðislegt eins og allt annað jkóla jóla hjá þér jólaknús frá Hafnarfirði
Gaman að þessu Inga mín...og gott að vera komin í jólafrí....jólin mega greinilega koma til þín...fínt hjá þér...jólaknús á þig og þína...Hanna
Skrifa ummæli