föstudagur, 10. desember 2010

Jóla jóla kjellingin ég!!!

Góða kvöldið!!
Það er nú meiri dugnaðurinn í minni núna... Er alveg að kunna við mig í jólaskapinu. Búin að baka og þrífa og skreyta og nú sit ég hér og er að pæla í hvað ég get gert meira.. Er ákveðin í að skreyta jólatréð á morgun og fæ við það hjálp frá heimasætunni. Það var nú ákveðið hér fyrir nokkrum árum að ég fengi að skreyta það annað hvert ár eins og ég vildi og hún svo hitt árið... Það er komið að mér þetta árið og þar sem ég er að kafna úr þemavinnu þá langar mig að hafa það allt hvítt og silfrað þetta árið. En ég ætla nú að sjá til því ég sé glampann í augunum á Hindinni minni og sé að hana langar voða mikið til að hafa puttana í því. Já hún er mikið jólabarn eins og mamman. Trommarinn minn komin heim og flækist fyrir mér eins og endra nær. Sumt breytist aldrei en það er voða gott að hafa hann hangandi yfir sér...:O)
Hann er að fara með félögunum í kvöld en verður svo að vinna á barnum á jólahlaðborði annaðkvöld og búin að ráða sig í vinnu næstu helgar og yfir áramótin í Höllinni. Tók mig til og gerði greniskreytingu í stofuna hjá mér hér í fyrradag. Hún varð aðeins of stór og nær yfir allt borðstofuborðið en það er allt í lagi ég get tekið hana í pörtum í burtu á aðfangadagskvöld svo við getum allavega borðað í stofunni. Það eru myndir af henni hér fyrir neðan. Mér tókst að ná mynd af henni næstum allri á einni mynd...:O) Ekki var nú bakað mikið fyrir þessi jól en lét mig hafa það að baka 3 sortir og þar á meðal hinar vinsælu mömmukökur sem er algjört möst hjá börnunum. En mikið er leiðinlegt að baka þær. það hafðist þó og bíða börnin eftir að kremið lini þær svo þau geti byrjað að háma í sig. Hér er þetta fína veður 8 stiga hiti og vorlykt í loftinu en það er nú best að láta ekki blekkjast það tekur ekki nema korter að allt fari á kaf...:O(.. Ég held ég láti þetta duga í bili og óska ykkur góðrar helgar og vona að þið njótið aðdraganda jólanna jafnvel og ég.
Góðar stundir. Ingibjörg Íðilfagra!!!



~~**~~

Stóra stóra skreytingin mín!!!
......

Annar eldhúsglugginn!!!


Eldhúsveggur!!



Jólakönnur í jólakörfu!!!



Ofurlítil eldhúskertaskreyting!!!


Eldhúsgluggi!!!


Eldhúskrókur með rauðu ívafi!!!



Uppáhalds Siggurnar mínar ,Systir og frænka gáfu mér þetta einu sinni Sigga sys kirkjuturnin
sem hún málaði og Sigga fræ gerði þenna flotta jólasvein... Verð alltaf að hafa þetta á jólunum . Er algjörlega sjúk í hvorutveggja!!!


Sýnishorn af mömmukökunum... Restin er í felum eins og mamma gerði alltaf. ÞAð fóru allar neyðarbjöllur af stað ef maður nálgaðist búrið...

Toffietoppar og súkkulaðibitakökur!!!


........


Hrúga af toffietoppum... Er ekki búin að smakka þær en Hindin segir að þær séu góðar!!!


~~**~~

5 ummæli:

Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir sagði...

Ekki að spyrja að því jólakjéllingin ;-)) flott þá þér Inga mín og girnilegar kökurnar ;-o namm .. kv Inga Ósk ;-)

Nafnlaus sagði...

Ohh,jóla,jóaInga, það væri nú ekki slæmt að koma í smá kaffispjall og kökusmakk. Jólaknús Sigga fræ

Gusta sagði...

jóla jóla stelpa sætar skreytingar hjá þér og girnilegar kökur knús og kossar frá Hafnarfirði

Sigga sagði...

Brosti út að eyrum þegar ég las um viðvörunarbjöllurnar :)
Ég leyfi ekkert helv...kökuát hér á aðventunni heldur. Þetta eru JÓLAKÖKUR :)En af mandarínum er alltaf nóg ;)
Voða gaman að sjá ömmuSiggudallana.
Knús í hús :*

Nafnlaus sagði...

Meiri dugnaðurinn í þér Inga íðilfagra....aldeilis orðið jólalegt og fínt hjá þér Inga mín...kv. Hanna